Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 48
Fréttaskýring 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 Ó hætt er að fullyrða að við lifum í fjölmenningarsam- félagi nú um stundir. Ís- land er ekki jafn einsleitt og það var þegar kemur að menningu, trúarbrögðum og öðru slíku. Öðrum trúfélögum vex fiskur um hrygg meðan hlutur þjóðkirkjunnar hefur jafnt og þétt farið minnkandi. Þegar jafn- réttismál ber á góma staldra sumir við þessa staðreynd og viðra jafnvel ótta þess efnis að hlutur kvenna sé stundum rýrari í sumum öðrum trúarbrögðum en kristni. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla voru sett á Alþingi árið 2008. Markmið þeirra er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna mögu- leika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Ekkert mál komið upp En er ástæða til að óttast að fólk sem hér býr og aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni virði jafnréttislög að vettugi? Ekkert mál hefur komið til kasta Jafn- réttisstofu og Mannréttindaskrifstofu Ís- lands, þar sem grunur leikur á broti á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og bæði gerandi og þol- andi aðhyllast önnur trúarbrögð en kristni. Þetta staðfesta Kristín Ástgeirs- dóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmda- stjóri Mannréttindaskrif-stofu Íslands. Mannréttindaskrifstofa er með lög- fræðiráðgjöf fyrir innflytjendur tvisvar í viku og enginn hefur leitað þangað vegna mála af þessu tagi. Margrét segir að til Mannréttinda- skrifstofu hafi leitað kristnar konur, músl- ímskar konur og trúlausar konur vegna meintra brota af hálfu maka en hana rekur ekki minni til þess að neitt af þessum málum hafi tengst trúarbrögðum sérstaklega. Það er að segja að konunum hafi verið mismunað á grundvelli trúar. Kristín segir umræður um mannrétt- indabrot á grundvelli trúarbragða koma reglulega upp í alþjóðasamskiptum Jafn- réttisstofu, svo sem á vettvangi Norð- urlandaráðs, Sameinuðu þjóðanna, Evr- ópusambandsins og EFTA. Mér finnst sjálfri, og tek þar undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í samtali við Morg- unblaðið um daginn, að það sé grundvall- aratriði að fólk virði lög þess lands sem það flytur til. Við eigum ekki að gefa neinn afslátt gagnvart þvinguðum hjóna- böndum, limlestingum á kynfærum stúlku- barna, lágum giftingaaldri, yfirráðum kvenna yfir eigin líkama eða hvað það er sem ýtir undir kúgun kvenna. Við eigum að standa fast á þessu og að mínu áliti er íslensk löggjöf ekki nógu sterk varð- andi til dæmis þvinguð hjónabönd. Ég ritaði innanríkisráðuneytinu, sem þá hét raunar dómsmálaráðuneytið, bréf um þetta mál fyrir nokkrum árum en ekkert hefur gerst. Það er því miður oft eins og einhver tiltekin mál þurfi að koma upp til að brugðist sé við. Það þarf að byrgja brunninn. Það kostaði til dæmis baráttu að koma inn í íslensk lög ákvæði um bann við limlestingu á kynfærum kvenna. Rökin voru þessi: Þetta kemur okkur ekkert við. Í mínum huga snýst þetta annars vegar um að byrgja brunninn og hins vegar um að styðja við alþjóðlega baráttu. Tilgangurinn er skýr: Við mun- um ekki líða mannréttindabrot!" Virða ber lög Margrét tekur undir þetta. Um leið og við fögnum fjölbreytninni og njótum þess að búa í fjölmenningarsamfélagi verðum við að hafa í huga að öllum sem hér búa ber að fara að landslögum. Hér eru í gildi viðmið og lög um samskipti fólks og þau verða allir að virða sama hver þeirra menning er og hvaða trúfélagi þeir til- heyra." Spurð hvort ástæða sé til að ætla að þetta viðgangist hér á landi svarar Mar- grét játandi. Það tengist þó ekki öðrum trúarbrögðum en kristni sérstaklega. Kyn- bundið ofbeldi er vandamál hér á Íslandi eins og í öllum löndum. Það á ekki við um einn hóp frekar en aðra. Að vísu leita hlutfallslega fleiri konur af erlendum uppruna í Kvennaathvarfið en íslenskar en það gæti hugsanlega verið vegna skorts á tengslaneti. Þær hafa hreinlega ekki í önnur hús að venda," segir Mar- grét. Fólk brýtur lög. Það er gömul saga og ný. Sama hvaðan það kemur og sama hvaða trúfélagi það tilheyrir. Aðalatriðið er að gera sömu kröfur til allra sem hér búa og slá aldrei af þeim kröfum með tilliti til þess hvað tíðkast í þessari menningu eða hinni, þessum trúar- brögðum eða hinum. Mannréttindi ber að virða," segir Margrét. Kristín veit ekki til þess að gerð hafi verið könnun á því hvort íslenskir rík- isborgarar telji sér mismunað á grund- velli þess að þeir eru ekki kristnir og hvetur til slíkra kannana. Fordómar eru víða rótgrónir, bæði hér á landi og ann- ars staðar. Á Norðurlöndunum birtist andúð á fólki af öðrum uppruna eða trúarbrögðum til dæmis með meira afger- andi hætti nú en áður. Þá er ég að tala um árásir, ofbeldi og annað slíkt sem við hljótum að vilja fyrirbyggja hér á landi," segir Kristín. Rýmka þarf umboðið Kristín vekur athygli á því að umboð Jafnréttisstofu til að leysa úr málum af þessu tagi sé takmarkað, þar sem dregist hafi að innleiða tvær tilskipanir Evrópu- sambandsins um mismunun á vinnumark- aði. Lengi hefur staðið til að innleiða þessar tilskipanir en þær myndu rýmka okkar heimildir til muna. Það á sér- staklega við um aðra tilskipunina sem nær til uppruna, trúar, fötlunar, kyn- hneigðar, aldurs og margra fleiri þátta. Þetta hefur dregist og dregist með þeim afleiðingum að þeir sem telja á sér brotið og vilja leita réttar síns hafa ekki við neitt að styðjast. Nema það sem stendur í stjórnarskránni, að allir séu jafnir fyrir lögum. Það er mjög bagalegt og eftir því sem ég best veit erum við eina landið í Evrópu sem hefur ekki tekið þetta upp. Það er til háborinnar skammar. Við eig- um að virða og styrkja mannrétt-indi í hvívetna," segir Kristín. Að sögn Kristínar hefur ekki enn tekist að afgreiða téðar tilskipanir út úr vel- ferðarráðuneytinu. Nefnd undir forystu Helga Hjörvar alþing-ismanns fór yfir málið árið 2008 og lagði til hvernig best væri að innleiða þessar tilskipanir. Síðan kom hrunið og þrátt fyrir að málið hafi verið tekið upp síðan stoppar það alltaf. Ég veit ekki betur en drög að frum- vörpum til laga séu til og það er brýnt að afgreiða þetta mál" segir hún. Kristín telur að það séu aðallega Sam- tök atvinnulífsins sem hafa efasemdir um tilskipanirnar hugsanlega af ótta við að kærumálum muni fjölga til muna. Það snýr að ég hygg aðallega að aldurs- ákvæðinu. Þeir óttast að það muni þrengja að eða íþyngja vinnuveitendum," segir hún. Kristín bætir við að innleiðing tilskip- ananna myndi án efa leiða til þess að málum myndi fækka töluvert hjá umboðs- manni Alþingis. Og ekki veitir af, hann er gjörsamlega að drukkna í málum." Öllum ber að fara að landslögum HVORKI JAFNRÉTTISSTOFA NÉ MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA ÍS- LANDS HAFA FENGIÐ TIL UM- FJÖLLUNAR MÁL ÞAR SEM GRUN- UR LEIKUR Á AÐ LÖG UM JAFNA STÖÐU OG JAFNAN RÉTT KVENNA OG KARLA HAFI VERIÐ BROTIN OG BÆÐI GERANDI OG ÞOLANDI AÐHYLLAST ÖNNUR TRÚARBRÖGÐ EN KRISTNI. TALS- MENN BEGGJA STOFA SEGJA BRÝNT AÐ ALLIR SEM HÉR BÚA VIRÐI LANDSLÖG. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/Golli Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.