Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 21
Getty Images
Miði á Gelato Festi-
val kostar ekki nema
fimm evrur og trygg-
ir manni fimm mis-
munandi ístegundir.
24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Berlín státar af mörgum áhugaverðustu söfnum í Evrópu. Þar er meira að
segja að finna sérstaka eyju, Safnaeyju, sem er undirlögð af söfnum. Ferða-
langar geta heimsótt sér að endurgjaldslausu bæði Bode-safnið sem geym-
ir fjölmarga skúlptúra frá miðöldum sem og Pergamon-safnið þar sem sjá
má m.a. fornminjar frá Babýlon og Egyptalandi. Berlín er einnig þekkt fyrir
einn vinsælasta dýragarð í heimi, Zoologischer Garten & Aquarium í
Tiergarten og auðvitað Berlínarmúrinn. Ekki er verra að borða ís á milli
menningarviðburða en Gelato Festival á sér stað dagana 25.-28. júní.
DÝRAGARÐUR OG FORNMINJAR
Dýragarðurinn í Berlín
er vinsæll meðal barna
en einnig fullorðinna.
Tórínó er stunduð kölluð vagga frelsisins á Ítalíu vegna þess hversu margir
frægir stjórnmálamenn hafa fæðst þar. Ýmsir bestu háskólar landsins eru
staðsettir þar, svo sem hinn sex hundruð ára gamli Tórínóháskólinn og
Fjöltækniháskólinn í Tórínó.
Fótboltaliðin Juventus og Torino F.C. eiga heima í borginni og hún er því
kjörinn viðkomustaður fyrir áhugamenn um fótbolta.
Þá er tilvalið fyrir vínáhugafólk að fara í vínsmökkunarferð hjá Piedmont
um Barolo-hérað en frægustu Piedmont-vínin eru Barolo, Barbaresco,
Nebbiolo, Roero, Barbera, Dolcetto og Arneis.
Gelato hátíðin heimsækir borgina dagana 11. til 14. júní og 24.-27. sept-
ember fyrir þá sem borða ís líka.
VÍN, FÓTBOLTI OG HÁSKÓLAR
Leikmenn Juventus
á æfingu en knatt-
spyrnufélagið er
í Torínó.
Ekki er hægt að láta sér leið-
ast í jafnfallegri og sögulegri
borg og Róm. Hin flennistóra
basilíka Arcibasilica di San
Giovanni in Laterano svíkur
engan en hún þykir af mörg-
um enn fegurri en Sixtínska
kapellan og Vatikanið. Colos-
seum-hringleikahúsið. Forum
Romanum-torg og Panthe-
non-hofið standa einnig fyrir
sínu. Fyrir þá sem hafa gaman
af fjallgöngum er tilvalið að
ganga upp Palatínhæð og njóta
útsýnisins. Íshátíðin sækir
Róm heim dagana 18-21. júní
og 17. til 20. september.
HRINGLEIKAHÚS, KIRKJUR OG SÖFN
Ljósmynd/Diliff
Colosseum
hringleikahúsið í
allri sinni dýrð.
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR! Alltaf laus sæti
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Hagkvæmur kostur
Alltaf ferðir
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
Kauptu miða núna á
www.flugrutan.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
OR
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr.
1.750 kr.*
FYRIR AÐEINS