Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Side 25
24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
S
igurður Hafsteinn Jónsson er í óðaönn að undirbúa
sig fyrir Evrópuleikana í CrossFit sem eiga sér
stað í Kaupmannahöfn dagana 29.-31. maí næst-
komandi. Sigurður tryggði sér keppnisrétt á leik-
ana með því að lenda í 5. sæti í álfunni í forkeppninni
CrossFit Open í mars síðastliðnum. Hann er jafnframt
eini Íslendingurinn í einstaklingskeppninni á leikunum
sem hefur ekki keppt þar áður. Hann æfir og þjálfar í
CrossFit XY í Garðabæ.
Hversu oft æfir þú í viku? „Eins og er er ég að undirbúa
mig fyrir Evrópuleikana og því er æfingaálagið mjög mik-
ið. Ég tek yfirleitt 2-3 æfingar á dag sem eru flestar 1,5-2
tímar. Ég passa þó alltaf að hvíla alveg á sunnudögum en
aðra daga líður mér best ef ég æfi vel.“
Hentar crossfit öllum? „CrossFit eins og það er kennt í
öllum helstu CrossFit-stöðvum landsins hentar klárlega
öllum. Helsti kosturinn við CrossFit er að það er hægt að-
laga æfingar að hverjum og einum og því er ekki óalgengt
að sjá fólk á öllum getustigum saman á æfingum. Það gera
allir sömu æfingarnar en geta t.d. minnkað þyngdir, stytt
vegalengdir og notað tæki og tól til að aðstoða sig. Svo
keppnisíþróttin CrossFit sem ég stunda er nokkuð frá-
brugðin. Þar eru þyngdirnar meiri og æfingarnar frekar
krefjandi. Ég tel þó að allir geti keppt í crossfit ef þeir
hafa áhuga á því en það hentar e.t.v. ekki öllum. Það
geta allir fundið eitthvað fyrir sig í CrossFit.“
Hvað er best við crossfit? „Það er án vafa fjölbreyti-
leikinn. Engin æfing er eins og það er ástæðan fyrir
því að ég, og flestir sem æfa íþróttina, dragast á æf-
ingu aftur og aftur. Einn daginn er maður að lyfta
þungt og annan daginn að gera fimleikaæfingar og
hlaup. Enginn dagur er eins.“
Hver er lykillinn að góðum árangri? „Það sem
skiptir öllu máli í CrossFiter að mæta! Fyrir
byrjendur er gott að setja sér
markmið og mæta t.d. 2-3 sinn-
um í viku. Þegar maður nær
tökum á því er hægt að
fjölga æfingum upp í
t.d. 3-4 sinnum en að-
alatriðið er að
mæta því þá
nærðu árangri.
Ég tel afar
mikilvægt að
byrja hægt og
gefa sér tíma. Ef
fólk ætlar sér um
of getur það átt von
á álagsmeiðslum sem
eru alltaf leiðinleg.
„Slow and steady wins
the race“ segi ég alltaf.“
Hvernig heldurðu þér í
formi þegar þú ferð í frí? „Ég
fer ekki oft í frí frá Cross-
FitÍþróttin er orðin svo vinsæl að maður getur fundið
CrossFit-stöð nánast hvert sem maður fer, þannig að ef ég
fer til útlanda reyni ég alltaf að komast á æfingu. Ef ég
kemst ekki í CrossFit-stöð, er alltaf hægt að fara út að
hlaupa, taka æfingar með eigin líkamsþyngd og svo fram-
vegis.“
Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? „Já, ég tel
mig vera nokkuð meðvitaðan um mataræðið. Ég passa
mig alltaf á að borða tvær stórar máltíðir á dag. Ég reyni
að borða hreina fæðu eins og kjöt, egg, skyr, hafragraut
o.þ.h. Þegar ég æfi þrisvar á dag reyni ég að fá mér prót-
índrykk á milli æfinga.“
Hvaða óhollusta freistar þín? „Ég get ekki neitað því að
pítsa og súkkulaði freistar alveg hrikalega. Ég leyfi mér
alltaf smá um helgar en annars passa ég mig að borða
100% þar fyrir utan.“
Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? „Hreyfing og heilsa
almennt hefur mjög mikið gildi fyrir mig. Ég hef alltaf
verið duglegur að hreyfa mig, var í karate þegar ég var
yngri og kynntist síðan CrossFit. Á meðan ég get mun ég
ávallt reyna að stunda einhvers konar hreyfingu og ef allt
gengur upp, verð ég ennþá að stunda CrossFit þegar ég
verð sjötugur. Það er keppt í 60+ flokki á Heimsleikunum
í CrossFit og ég er strax byrjaður að æfa mig.“
Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfing-
ar? „Oft ætlar fólk sér að byrja of hratt.
Maður verður að byrja rólega og leyfa lík-
amanum að venjast álaginu í CrossFit.
Ekki bara hugsa um daginn í dag heldur
líka morgundaginn, svo þú getir haldið
áfram að mæta og séð árangur.“
Hver er fyrirmynd þín? „Rich Froning,
fjórfaldur heimsmeistari í íþróttinni.“
Hver eru helstu íþróttaafrek þín?
„Ég er rosalega stoltur af því að
hafa tryggt mér þátttökurétt á
Evrópuleikunum í CrossFit í
ár. Aðeins 30 bestu cross-
fitt-arar í Evrópu fá þátt-
tökurétt og ég kem inn í
mótið sem 5. stigahæsti
einstaklingurinn og
er rosalega spennt-
ur að fá loksins að
keppa á móti
þeim bestu í Evr-
ópu. Fimm efstu
sætin á leikunum
komast áfram á
Heimsleikana í
CrossFit sem eru
haldnir árlega í Kali-
forníu, Bandaríkjunum.
Það er draumur minn að
komast þangað einn daginn.“
KEMPA VIKUNNAR SIGURÐUR HAFSTEINN JÓNSSON
Ætlar að æfa til áttræðs
Morgunblaðið/Eggert
Heimasíðan The Box Life Magazine er ein virkasta fréttasíða fyrir
Crossfit í heiminum, en Crossfit æfingastöðvar eru jafnan kallaðar
„box.“ Þeir sem vilja fylgjast með fréttum af íþróttinni hér á landi,
geta lesið RX fréttir, sem eru virkar á fésbókinni og á rxfrettir.is
Fylgstu með Crossfit-heiminum *Með því að kjósa að vera heilbrigð ístað þess að vera horuð, kýst þú ást ásjálfri þér í stað þess að dæma sjálfa þig.
Steve Maraboli, rithöfundur
Allar íþróttir fela í sér hættu á
meiðslum, sérstaklega ef farið er of
geyst á æfingu. Í Box Life Magazine
má finna lista yfir ráð til að minnka
líkurnar á slíku:
1. Hitaðu almennilega upp
Upphitun með léttum teygjum á
hreyfingu virkjar vöðvana, eykur
blóðflæði og hækkar líkamshita.
Súrefnisupptaka vöðva eykst, þeir
dragast saman og slaka á hraðar.
2. Liðka sig og nærast
Ekki hætta skyndilega eftir erfiða
æfingu. Liðkaðu þig og teygðu til að
koma í veg fyrir uppsöfnun mjólk-
ursýra. Eins er mikilvægt að drekka
vel og nærast strax.
3. Nota rétta tækni og þyngd
Ekki keppast við að nota þyngdir
sem þú ræður ekki við þannig að
tæknin líði fyrir.
4. Hlusta á líkamann
Þú þarft ekki að æfa daglega til að
ná árangri. Stundum þarf líkaminn
hvíld eða virka endurheimt á borð
við göngur eða sund til að jafna sig.
5. Lítil meiðsli skipta máli
Rifur, sprungur og tognanir geta
leitt til alvarlegri meiðsla. Breyttu
æfingunni ef þú þarft þess.
Forðist meiðsli á æfingu
Strangar æfingar geta verið mikið
álag á líkamann.
Ljósmyndir/Operation XZ
Ný skammstöfun er að ryðja sér til
rúms á netinu, MAMIL, sem stendur
fyrir „Middle Aged Man in Lycra“,
eða miðaldra maður íklæddur lycra.
Lycra er andandi teygjuefni, ekki
ósvipað spandex og má oft finna í
klæðnaði hjólreiðamanna.
MAMIL-ar eru því karlmenn sem
eyða drjúgum tíma á dýru hjóli utan-
dyra, oft íklæddir svipuðum fötum
og afreksíþróttamenn. Stundum eiga
þeir nokkur reiðhjól, hvert öðru
dýrara.
Þá er orðið „hjólaekkja“ notað
um eiginkonur þessara manna en
þeir eiga það til að hverfa heilu og
hálfu dagana, hjólandi um nálægar
sveitir.
Sagt er að kaup á dýru hjóli og
hjólaklæðnaði séu heilbrigðari leið
til að eiga við gráa fiðringinn en kaup
á dýrum sportbíl.
Tony Abbott, forsætisráðherra
Ástralíu, er lýst sem MAMIL, en
hann sést reglulega íklæddur þröng-
um hjólreiðaklæðnaði.
Nokkrir eldhressir hjólagarpar eftir að hafa tekið þátt í
Wow-Cyclothon, hjólreiðakeppni í kringum landið, í fyrra.
Morgunblaðið/Eggert
Er þinn maður MAMIL?
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni
því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um
300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er
nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun
líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við
fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í
vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur.
Magnesium vökvi
• Til að auka gæði svefns
• Til slökunar og afstressunar
• Hröð upptaka í líkamanum
• Gott til að halda
vöðvunummjúkum
Virkar strax