Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 29
Á heimilinu er nostrað við hvern krók og kima og er því stigagangurinn auð- vitað sérlega smart. S tíllinn er rómantískur og eins og mér líður vel með. Smá grófur. Hef gaman af að blanda saman t.d. kristal, tré, gleri og steypu. Mér finnst líka gott að hafa í kringum mig gamla hluti með sögu og sál. Að eiga steypupoka á eldhús- gólfin er bara staðalbúnaður,“ segir Ágústa Hera, þjónustustjóri í Þjónustuveri/Úthringiveri á Ein- staklingssviði í Landsbankanum sem útskrifaðist ný- lega sem innanhússtílisti úr Tækniskólanum. Ágústa aflar innblásturs víða og nefnir meðal annas Pinterest og náttúruna. „Ég sé kannski flott tré eða fjall eða fjöru og langar að koma þessu einhvernveginn inn í það sem ég er að gera. Ég er með gólfin flotuð og það minnir mig á uppáhaldsfjöruna mína vestur í Tálkna- firði sem er með gullnum sandi.“ Ágústa segir mikilvægt að gera hugmyndir að sínum og vera trú eigin stíl þegar kemur innréttingu heim- ilisins. „Ég gef þessu tíma og leyfi hverju rými að tala til mín áður en ég fer í að framkvæma. Líka hvað klæðir umhverfið. Það á ekki allt við hvaða íbúð eða rými sem er,“ segir hún og bætir við að hún fái yf- irleitt rosalega mikið af hugmyndum og eigi oft erfitt með að slökkva á huganum. Ágústa er afskaplega lunkin þegar kemur að því að innrétta og breyta jafnvel heilu húsgögnunum. Að sama skapi er hún dugleg að nýta sér óhefðbundinn efnivið inn á heimilið s.s. að búa til kertastjaka úr steypu eða hengi úr rekaviði. „Heimilið mitt er mikið endurunnið. Góði hirðirinn hefur verið mikið heimsóttur, einnig geymslur hjá fólki. Ég bý sjálf til hluti og mér finnst líka rosalega gaman að fara í byggingavöruverslanir.“ Elhúsinu var breytt og efri skápunum skipt út fyrir hillur sem gefur eld- húsinu léttara yfirbragð. Leyfir rýminu að tala til sín ÁGÚSTA HERA BIRGISDÓTTIR BÝR Í SJARMERANDI HÆÐ Í HAFNARFIRÐI SEM HÚN TÓK Í GEGN OG ENDURHANNAÐI EFTIR EIGIN HÖFÐI. ÁGÚSTA ER LUNKIN VIÐ AÐ BREYTA GÖMLUM HLUTUM OG BÚA TIL NÝJA OG SEGIR STEYPUPOKANN Á ELDHÚSGÓLFIN STAÐALBÚNAÐ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is RÓMANTÍSKUR STÍLL Í HAFNARFIRÐI Skemmti- legt fata- hengi sem Ágústa gerði sjálf úr trjám úr garðinum. Ágústa Hera Birgisdóttir Ágústa útbjó þetta skemmtilega stykki sjálf úr rekavið sem hún fann í fjöru. Klukkan er úr fjölskyldu Ágústu en blóma- vasann fékk hún í Góða hirðinum og úð- aði í sama lit og er á veggnum í stofunni. Bjart og vel innréttað baðherbergi. * Heimilið mitter mikið endur-unnið. Ég bý sjálf til hluti og mér finnst líka rosalega gaman að fara í bygginga- vöruverslanir 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 OG Dalsbraut 1 • Akureyr i OPIÐ Virka daga kl 10–18 og laugardaga 11-16 EITT SÍMANÚMER 558 1100 – enn betra verð! VESTA TUNGUSÓFI ECKMAN HORNSÓFI 2H2 VESTA 25% AFSLÁTTUR ECKMAN 25% AFSLÁTTUR Stærð: 295 x160 H: 75 cm Ljós- og dökkgrárr slitsterkt áklæði. Fullt verð krónur 299.990 TILBOÐSVERÐ: 224.990 kr. Stærð: 233 x 233 H:90 Svart bondedleður. Fullt verð krónur 269.990 TILBOÐSVERÐ: 199.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.