Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 36
Snjallsímaforritun án fyrirhafnar
Morgunblaðið/Golli
Ármann Ko-
jic er fram-
kvæmda-
stjóri Apon
*Þeir sem kunna ekki að forrita en langar aðbúa til snallsímaforrit, geta nýtt sér þjónustuíslenska sprotafyrirtækisins Apon. Fyrirtækiðselur svokallaðan snjallhraðal sem gerirmanni kleift að búa til snjallforrit (apps) ánforritunar- og/eða hönnunarkunnáttu. Aponer öflug og notendavæn lausn sem hver sem
er getur nýtt sér. Hægt er að kynna sér málið
á Apon.com.
Græjur
og tækni
B
ílaframleiðandinn Tesla hefur í sumar
sölu á Tesla Powerwall, nokkurs
konar ofurrafhlöðu fyrir heimili sem
getur geymt sólarorku. Aðstand-
endur Tesla segja heimilum nú kleift að
hætta alveg að nota hefðbundið raforkunet og
reiða sig þess í stað á raf-
orku sem verður til heima
fyrir.
Ofurrafhlaðan er sögð
brúa bilið á milli framboðs
og eftirspurnar eftir end-
urnýjanlegri orku með því
að gera sólarorku heimilis-
ins aðgengilega þegar íbú-
arnir þurfa á henni að
halda. Þar fyrir utan sé
hægt að nota rafhlöðuna sem varaaflstöð,
þannig að heimili sem nota hana þurfi ekki að
glíma við rafmagnsleysi.
Ofurrafhlöðukerfið samanstendur af sól-
arsellum, spennubreyti og heimarafhlöðu til
að geyma umframorku til síðari nota. Sól-
arsellunum er raðað upp á húsþaki en þær
umbreyta sólarljósi í rafmagn. Heim-
arafhlaðan geymir umframrafmagn sem sól-
arsellurnar fanga yfir daginn eða frá raf-
orkunetinu þegar rafmagnið er ódýrt.
Spennubreytirinn umbreytir rafmagnsstraum-
inum frá sólarsellunum eða heimarafhlöðunni
í riðstraum sem er notaður í lýsingu og heim-
ilistæki innandyra. Inni í rafhlöðukerfinu er
endurhlaðanleg líþíum-jónarafhlaða, fljótandi
varmastýrikerfi og rafhlöðustýrikerfi með
jafnstraumi til að stjórna raforkuflæðinu.
Rafhlaðan kemst fyrir innanhúss og er
tilbúin fyrir áhugasöm heimili. Á heimasíðu
fyrirtækisins, http://www.teslamotors.com/
powerwall, er verðandi viðskiptavinum boðið
að taka frá ofurrafhlöðu áður en þær fara í
almenna sölu. Þar kemur einnig fram að
reyndan rafvirkja þurfi til að setja hana upp.
Boðið er upp á tvær stærðir af raf-
hlöðukerfum, annars vegar 10 kílóvattstundir
á viku og hins vegar 7 kílóvattstundir. Spenn-
an á þeim er 350-450 volt og kerfin þola 2,8
amper. Báðar gerðirnar eru með tíu ára
ábyrgð. Hægt er að setja nokkrar rafhlöður
upp á heimilum með ríkari orkuþörf. Þannig
er hægt að komast upp í 90 kílóvattstundir
með stærri rafhlöðunni og 63 kílóvattstundir
með þeirri minni. Stærri gerðin kostar 3.500
bandaríkjadali, eða 468 þúsund krónur, en sú
minni kostar 3.000 dali, eða 400 þúsund.
The AutoBlog birti grein í fyrradag þar
sem kemur fram að þetta verð sé villandi þar
sem ekki sé tekið tillit til ýmiss viðbót-
arkostnaðar, svo sem við uppsetningu bún-
aðarins og spennubreytis sem sé nauðsyn-
legur til að tengja rafhlöðuna við heimili.
Einnig þurfi að greiða fyrir sólarsellur, séu
þær ekki til staðar. Þá er bent á hags-
munatengsl á milli Elons Musk, fram-
kvæmdastjóra Tesla, og Lyndons og Peters
Rive. Rive-bræðurnir eru stofnendur Sol-
arCity, systurfélags Tesla sem er stærsti
hluthafi Tesla. Bræðurnir eru einnig frændur
Musk.
SolarCity rukkar heimili sem nýta sér of-
urrafhlöðu Tesla um 5.000 bandaríkjadali, eða
665 þúsund krónur, sé einnig gerður samn-
ingur um uppsetningu sólarsella. Sé þessi við-
bótarsamningur ekki gerður, hækkar verðið á
þjónustusamningnum upp í 7.140 dali, eða um
950 þúsund krónur.
Þeir verkfræðingar sem Sunnudagsblaðið
ráðgaðist við töldu ólíklegt að ofurrafhlaðan
væri fjárhagslega hagkvæm fyrir íslensk
meðalheimili. Hún gæti mögulega borgað sig
fyrir afskekkt sveitarbýli eða sumarbústaði
þar sem væri erfitt að leggja raflagnir. Þeir
benda á að raforkukostnaður í Bandaríkj-
unum, þaðan sem ofurrafhlaða Tesla er upp-
runnin, sé 4-5 sinnum hærri en hér á landi.
Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræð-
ingur M.Sc. hjá Verkfræðistofu Jóhanns
Indriðasonar, sagði í samtali að ofurraf-
hlöðukerfið þyrfti líklega að aðlaga íslenskum
aðstæðum og reglugerðum.
Hann fær ekki séð að ofurrafhlaðan geti
minnkað rekstrarkostnað heimila á Íslandi og
bendir á að það kosti töluvert að setja hana
upp og hún geti því verið lengi að borga sig.
Hann vill þó ekki útiloka að tæknin geti nýst
Íslendingum en telur hana ekki eins fýsilega
og í Bandaríkjunum. ,,Rafmagnsverð hér hjá
okkur er með því lægsta sem þekkist í heim-
inum. Fáir komast með tærnar þar sem við
erum með hælana í þessum efnum. Þess
vegna er erfitt að koma með svona vöru á
markað hér á landi.“
Ofurrafhlaða fyrir heimilið
TESLA KYNNTI NÝLEGA TIL LEIKS
OFURRAFHLÖÐU SEM SAFNAR SÓL-
ARORKU OG GEYMIR HANA ÞANN-
IG AÐ HEIMILI GETA HÆTT AÐ
NOTA HEFÐBUNDIÐ RAFORKUNET.
VISSAR GAGNRÝNISRADDIR HEYR-
AST ÞÓ ÞAR VESTRA. ÍSLENSKIR
VERKFRÆÐINGAR TELJA OFURRAF-
HLÖÐUNA EKKI SÉRLEGA RAUN-
HÆFA HÉR Á LANDI VEGNA LÁGS
RAFORKUKOSTNAÐAR.
Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is
AFP
* Stærri gerðin, 10 kílóvattstundir, kost-ar 3.500 bandaríkjadali eða 468 þúsund ís-
lenskar krónur. Sú minni, 7 kílóvattstundir,
kostar 3.000 bandaríkjadali eða um 400
þúsund krónur. Bent hefur verið á, að
þetta verð sé villandi þar sem ekki sé tek-
ið tillit til ýmiss viðbótarkostnaðar, t.d. fyr-
ir uppsetningu og spennubreyti.
* Ofurrafhlöðurnar þola allt frá 20gráðu kulda og upp í 43 gráðu hita.
Þær innihalda endurhlaðanlega liþíum-
jónarafhlöðu með vökvastýrikerfi.
Þá eru þær með tíu ára ábyrgð. Hægt er
að setja upp allt að níu rafhlöður á sama
heimilinu, allt eftir orkuþörf þess.
Elon Musk,
stofnandi Tesla.
Ofurrafhlaðan er sögð gera heimilum
kleift að hætta að styðjast við hefðbundin
raforkunet og nota sólarorku í staðinn til
að lýsa upp og hlaða heimilistæki.
* Rafmagnskostnaður í Bandaríkjunum erfjórum til fimm sinnum hærri en hér. Þar af
leiðandi má gera ráð fyrir að ofurrafhlaðan
sé mun fýsilegri þar í landi. Þó gæti tæknin
gagnast hérlendis, sé um að ræða afskekkt
sveitarbýli eða sumarbústað, þar sem erfitt
og kostnaðarsamt er að leggja raflagnir.
Skipulagning útilegu getur verið hvimleið og
tímafrek enda fjöldinn allur af plássfrekum
munum sem þarf að taka með og takmarkað
pláss í bílnum. Fyrirtækið Coolest Cooler
telur sig hafa séð við þessum leiðindum með
því að setja á markað kæliskáp sem er í senn
blandari, blátannarhátalari, USB-hleðslutæki,
flöskuopnari og hirsla. Græjuna má nota á
tjaldsvæðinu, í lautarferðinni, ströndinni,
grillpartíinu eða hvar sem er utandyra.
Blandarinn sem fylgir með er fullkominn til
að blanda svaladrykki á borð við smoothie
eða margarítur. Hann er einfaldlega festur
ofan á lokið á kælinum. Spenna hans er um
18 volt og ein hleðsla dugar til að gera um
16 skammta, þ.e. 6 gallon eða 22,7 lítra af
svaladrykkjum. Slíkt ætti að duga fyrir flest-
allar grillveislur eða partí. Þá er hægt að
hlusta á tónlist úr þráðlausum hátalara í
gegnum blátönn en hleðslan endist í heilar
átta klukkustundir. Kælirinn er að sjálfsögðu
á hjólum, með handföngum og með öfluga
LED-lýsingu að innan.
Framleiðsla kælisins var fjármögnuð í
gegnum Kickstarter í fyrra. Hægt er að
panta hann á heimasíðunni coolest.com en
hann verður sendur til viðskiptavina í júlí
næstkomandi. Þá gera aðstandendur fyrir-
tækisins ráð fyrir að hægt verði að kaupa
kælinn í verslunum árið 2016.
Þeir eru jafnframt í leit að dreifingarað-
ilum sem hafa áhuga á að selja hann og geta
áhugasamir haft samband í gegnum heima-
síðuna.
ALLT FYRIR ÚTILEGUNA Í EINU TÆKI
Svalasti kælirinn sér
um að halda partíið
Til hvers að gera útileguna flóknari eða erfiðari en hún þarf að vera? Svalasti kælirinn sér einfald-
lega um skipulagið fyrir mann. Það sama gildir um grillveislur og annan gleðskap.