Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Græjur og tækni Fjórir af þeim 48 sjálfvirku bílum sem aka bíl- stjóralausir um vegi Kaliforníu hafa lent í óhöppum á undanförnum átta mánuðum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá yfirvöldum í Kaliforníu. Þrír bílanna voru í eigu Google en fyrirtækið hefur hafnað þessum fregnum. Ósammála um óhöpp F leiri og fleiri þættir mann- legrar tilveru eru nú háðir drottnunarvaldi reikniforrita. Hlutabréfaviðskipti fara í auknum mæli fram sjálfvirkt fyrir atbeina slíkra forrita, tekin er af- staða til þess hvort framleiða eigi kvikmyndahandrit á grundvelli þess hvað algóritmar segja um markaðs- möguleika þeirra og svona mætti lengi áfram telja. Vefsíður eru að sjálfsögðu ekki undanskildar þessari þróun og að undanförnu hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem algórit- mar sem stjórna risastórum vefsíð- um bregðast hlutverki sínu illilega. Google þurfti til að mynda að biðja Hvíta húsið í Washington afsökunar í vikunni í ljósi þess að leitir að lyk- ilorðum í Google Maps sem fólu í sér kynþáttaníð leiddu til þess að kortið þysjaði inn að aðsetri Banda- ríkjaforseta. Það var dagblaðið Washington Post sem greindi frá því að væri leitað að kynþáttahatri á borð við enska orðið „nigger“ á kortasíðu Google fengjust niðurstöður sem tengdust Hvíta húsinu. Væri leitað að lykilorðum á borð við „nigger house“ eða „nigger king“ var nið- urstaða Google Maps iðulega að notandinn ætti við Hvíta húsið í Washington. Ekki hefur fengist staðfest hvort um galla í vefsíðunni hafi verið að ræða eða hvort nið- urstöðurnar væru afleiðingar árásar af einhverjum toga á síðuna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leitarvélar Google skila niðurstöðum sem bera keim kynþáttahaturs. Fyrirtækið sætti umtalsverðri gagn- rýni árið 2010 þegar í ljós kom að sjálfvirkar leitarniðurstöður þess stungu upp á rasísku framhaldi setninga þegar aðeins voru skrifuð inn stikkorð á borð við „hvers vegna“ í leitargluggann. Þá vakti ekki síður athygli og reiði að leit- arvélin var 25% líklegri til þess að skila auglýsingum sem tengdust sakaskrám fólks þegar leitað var að nöfnum sem svart fólk ber iðulega. Bæði þessi kerfi, leitarvélin og kor- tasíðan, eru sjálfvirk og taka mið af milljörðum leita sem framkvæmdar eru í Google til þess að spá fyrir um líklegar fyrirspurnir og niðurstöður. Google neyddist jafnframt nýlega til þess að loka fyrir þann mögulega í Google Maps að notendur gætu lag- fært og bætt kortið, eftir að hrekkjalómar bættu inn stórri mynd af Android-vélmenni að hafa þvaglát yfir vörumerki Apple á kortið. Tals- menn Google hafa viðurkennt að síður fyrirtækisins hafi í auknum mæli sætt árásum að undanförnu. Auschwitz merkt sem íþróttasvæði Þá lenti myndasíðan Flickr, sem er í eigu Google, jafnframt í vandræð- um af svipuðum toga og Google í vikunni, þegar í ljós kom að sjálf- virkar merkingar síðunnar áttu það til að skila verulega óheppilegum niðurstöðum. Væru settar inn myndir af blökkumönnum á síðuna átti síðan það til að stinga upp á því að viðfangsefni myndarinnar yrði merkt sem „api“ eða jafnvel „dýr“. Hið sama var uppi á teningnum þegar notendur settu inn myndir frá útrýmingarbúðum nasista, en í þeim tilvikum stakk síðan upp á því að heppilegt væri að merkja mynd- irnar undir „íþróttir“ eða jafnvel „líkamsræktarstöð í frumskógi“. Á vef The Guardian er sagt frá því hvernig mynd sem bersýnilega var af hinum þekkta inngangi í Ausch- witz-útrýmingarbúðirnar kallaði um- svifalaust fram merkimiðann „íþróttir“ frá Flickr. Flickr kynnti þessa virkni til sög- unnar í maí og var þá sagt að um háþróaða myndgreiningartækni væri um að ræða, en ljóst er þó að tæknin á eitthvað í land. Setji not- andi inn mynd af teiknimyndasögu í blaði fær hann sjálfvirkt upp til- lögur um merkingar á borð við „teikning“, „skopmynd“, „texti“ og svo framvegis. Hér er um áhrifa- mikinn möguleika að ræða en for- ritið honum að baki hefur þó ítrekð átt það til að skjóta alvarlega framhjá líkt og fram kemur hér að ofan. Forritið sjálft virðist þó ekki gera sérstaklega upp á milli fólks hvað kynþátt þess varðar í ljósi þess að myndir af hvítum konum kölluðu einnig fram tillögur á borð við „api“ og „dýr“. Talsmenn Flickr segja að unnið sé að því að bæta úr þessum óheppilega galla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim villum sem koma upp við myndgreiningar á Flickr. Þrátt fyrir að við séum afar stolt af þessari nýju tækni erum við jafn- framt fyrst til þess að viðurkenna að mistök hafa verið og verða gerð og við vinnum jafnframt statt og stöðugt að því að gera þjónustuna betri.“ Sjálfvirkt kynþáttahatur á stórum vefsíðum LEITARVÉLAR OG ÝMISKONAR ÞJÓNUSTA Á VEFSÍÐUM LÚTA STJÓRN SJÁLFVIRKRA ALGÓRITMA ÞAR SEM MENN KOMA HVERGI NÆRRI. Í VIKUNNI GERÐIST ÞAÐ Í TVÍGANG AÐ NOTENDUR URÐU VARIR VIÐ VÍSI AÐ KYNÞÁTTAHATRI Í NIÐURSTÖÐUM SLÍKRA VEFSÍÐNA. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Hvíta húsið kom upp sem niðurstaða í Google Maps þegar leitað var að kynþáttaníði um blökkumenn. AFP Obama forseti hefur mátt sætta sig við ýmis konar svívirðingar í ár- anna rás, en bjóst lík- lega ekki við hrakyrðum frá kortavef Google. Vísindamenn þar í landi hafa að undanförnu framkvæmt rannsóknir á því hvernig hávaði frá vindmyll- unum hefur áhrif á dýrin og jafn- framt hvernig draga megi úr hon- um. Hópur vistfræðinga frá St. Andrews-háskóla festi GPS-tæki við 24 seli sem halda til við suð- austurströnd Englands á sama tíma og verið var að koma þar fyr- ir vindmyllum árið 2012. Tækin söfnuðu upplýsingum um hreyf- ingar og hegðun dýranna og sendu þær til lands í gegnum gervihnött. Þessar upplýsingar voru síðan bornar saman við annars konar gögn frá þeim sem unnu að því að setja upp vindmyllurnar og að lok- um voru búin til líkön til þess að spá fyrir um styrk þess hávaða sem hver og einn selur upplifði. Hávaðinn var loks borinn saman við annars konar rannsóknir á há- vaða og heyrnarskerðingu og nið- urstöðurnar, sem kynntar voru í vikunni, voru þær að sá hávaði sem skellur á selunum væri yfir þeim mörkum sem valdið getur heyrnarskerðingu. Við strendur Bretlandseyja standa 1.184 vind- myllur og framleiða þær um 4GW af orku. Ætlunin er jafnframt að byggja hundruð vindmyllna á næstunni. Vísindamennirnir segja þó að nauðsynlegt sé að rannsaka betur áhrif þessa hávaða á heyrn þeirra dýra sem halda til við strandlengj- una. Dr. Gordon Hastie, sem fór fyrir rannsókninni, sagði að hávaði frá vindmyllum væri meðal hæstu hljóða sem menn framkalla undir yfirborði sjávar og að niðurinn frá þeim gæti borist langar vegalengd- ir. „Eins og flest öll önnur sjáv- arspendýr hafa selir mjög ná- kvæma heyrn sem nær yfir mun breiðara tíðnisvið en heyrn manna.“ Vindmyllur skerða heyrn sela HÁVAÐI FRÁ AFLANDSVINDMYLLUM Á BRETLANDS- EYJUM GÆTI MÖGULEGA LEITT TIL HEYRNARSKERÐ- INGAR HJÁ SELUM Í NÁGRENNINU. Hávaði frá aflandsvindmyllum á Bretlandseyjum gæti mögulega leitt til heyrnarskerðingar hjá selum í nágrenninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.