Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Side 39
Lily kallast þetta glaðlega litla myndavélardrón. „Myndavélin fundin upp öðru sinni,“ segir á vefsíðu Lily, nýjasta neyt- endadrónsins sem nú hefur verið sett á almennan markað. Fjölmiðlar um víða veröld hafa sammælst um að kalla tækið „selfie-drón“ í ljósi þess að virkni þess felst í því að taka myndir fyrir notandann. Því má segja að sú stund sé runnin upp að fljúg- andi vélmenni fari nú að taka sjálfs- myndir fyrir okkur. Flestir ættu að þekkja að sjá sjálfsmyndir af fólki á samfélagsmiðlum þar sem það stendur með síma í útréttri hendi og stút á vör. Hins vegar býður Lily upp á ýmsa möguleika sem ekki ætti að afskrifa strax sem aðeins enn eitt verkfærið til þess að kynda undir mannlegum hégóma. Notandinn getur til að mynda tekið Lily upp, kastað henni upp í loftið og þá mun drónið elta viðkomandi á flugi og taka upp hágæða myndband af at- hæfi viðkomandi. Lily er ekki síst ætluð skíða- og snjóbrettafólki, íþróttamönnum og öðrum sem stunda hreyfingu af kappi. Í stað þess að hengja mynda- vél á hjálminn er hugsunin sú að Lily muni sveima í kringum viðkomandi íþróttamann og festa dýrð hans á filmu. Það tekur um tvo klukkutíma að hlaða Lily að fullu og hún getur verið í loftinu í um 20 mínútur áður en stinga þarf henni í samband að nýju. Hún mun fljúga á bilinu 1,75 til 15 metrum fyrir ofan höfuð notand- ans til þess að forðast slys og getur náð um 25 kílómetra hraða. Not- andinn mun jafnframt vera með lít- inn sendi á sér svo Lily eigi ekki í erf- iðleikum með að finna hann. NÝJASTA NÝTT Selfie-drón komið á markað 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Tvö fyrirbrigði í heiminum eru óendanleg: Alheimurinn og mannleg heimska … og ég erreyndar ekki alveg viss um alheiminn. Einstein Víða um heim hafa einstök lönd komið sér upp varn- arkerfum á borð við Iron Dome-eldflaugavarnakerfi Ísraela, en nú hafa hinir friðelskandi Svíar sett á laggir sitt eigið varnarkerfi sem verður að teljast af- skaplega frumlegt og sérstakt. Friðarsamtökin SPAS þar í landi hönnuðu sérstakt tæki í því skyni að bregðast við leynilegum ferðum rússneskra kafbáta í landhelgi Svia. Tækið sendir út morskóða með skila- boðum um að samkynhneigðir séu í grenndinni og er ætlunin því að herja á ótta Rússa við samkynhneigð og fæla þá þannig frá. Opinbert heiti tækisins er Neðansjávarvarnarkerfi hins sönglandi sæfara en gengur einnig undir heitinu „Sæfarinn samkyn- hneigði“. Það sendir frá sér skilaborðin „Þessa leið, sértu samkynhneigður“ í því skyni að fá rússneska kafbáta til þess að snúa umsvifalaust við. Rússar hafa sætt mikilli gagnrýni eftir að rík- isstjórn Pútíns leiddi í lög bann við því að dreifa upplýsingum um samkynhneigð árið 2013. Tækið er jafnframt hannað þannig að á yfirborði þess er mynd af neonlituðum útlínum dansandi sæfara, sem er nakinn fyrir utan derhúfu og litlar stuttbuxur. Hann er jafnframt umkringdur blikkandi hjörtum. Á því stendur jafnframt „Velkomin til Svíþjóðar: Samkynhneigð síðan 1944“ og eru þau skilaboð vísun til þess þegar Svíar leiddu í lög bann við hvers kyns mismunun á grundvelli samkynhneigðar árið 1944. FRUMLEGT VARNARKERFI Sænskir friðarsinnar treysta nú á þessa nýstárlegu leið til að flæma burt rússneska kafbáta úr lögsögunni. Sæfarinn samkynhneigði fæli frá Rússa Örbylgjuofnar eru til á mörgum heimilum í dag, en þó er óneitanlega minna um notkun þeirra en áður enda óttast margir að slík hit- unartækni fari ekki vel með þau næringarefni sem þeir þurfa að fá úr mat. Örbylgjuofninn hóf innreið sína hingað til lands almennilega á níunda áratug síðustu ald- ar en þó hafði verið eitthvað um slík tæki hér á landi fyrir það. Fyrstu auglýsingarnar gerðu út á tímasparnað, eðlilega, enda gera ofnarnir kleift að hita mat á miklum hraða. Þá er jafn- framt minna um það í dag en áður að fólk fái sér örbylgjupopp sem snakk enda fengu slík matvæli harða útreið í fjölmiðlum fyrir nokkr- um árum í ljósi þess að oft væri að finna erfðabreytt efni og mikið magn transfitu í þeim. GAMLA GRÆJAN Örbylgjuofninn Komin í verslanir Epli. MacBook Air 11” Verð frá: 189.990.- MacBook Air 13” Verð frá: 199.990.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.