Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 43
É g byrjaði að hugsa þetta meira sem forrit til þess að auglýsa sjálfa mig. Ég fór þá mun reglulegar að setja inn myndir. Ég fór að finna fólk sem að ég fílaði og fylgdi því til þess að sækja innblástur,“ segir Hildur Erla, spurð um gríðarlegan fjölda Instagram-fylgenda. Um 11.300 einstaklingjar fylgj- ast með ljósmyndum sem hún deil- ir á smáforritinu. Hildur, sem er á fysta ári í Ljósmyndaskólanum, segir smáforritið ákveðinn heim en þar hefur hún byggt upp stórt tenglsanet meðal einstaklinga í svipuðum geira og hún sjálf. „Þetta er svo mikill heimur þarna inni á Instagram og svo stækkaði það og nú er ég búin að byggja upp gott tengslanet við stíl- ista, förðunarmeistara og hef fund- ið allar fyrirsæturnar í verkefni mín á Instagram. Mér finnst þetta rosalega gaman. Ég sé allt fyrir mér í römmum og það er ótrúlega gaman að vera á veitingastað til dæmis, sjá eitthvað fallegt, geta tekið mynd af því og deilt því.“ Hildur vinnur þannig að hún tekur ljósmyndir á myndavél, sem hún færir síðan inn á símann og leyfir þannig fólki að fylgjast með verkefnum sínum. Aðspurð hvaðan hún sæki innblástur í verk sín seg- ir hún hann koma víða að. „Ég sæki innblástur í Instagram og tímarit, fólk í kringum mig og kvikmyndir. Svo eru tvö nöfn sem ég held mikið upp á. Það eru Edda Gunnlaugsdóttir bloggari, sem er mikil tískufyrirmynd, ásamt leikkonunni Clemence Poesy.“ Hildur les aðallega tímarit á borð við Vogue, Porter og Glamour og segist jafnframt heillast mun frekar af ljósmyndum tímarita en greinaskrifunum. Aðspurð hvaða ljósmyndara hún líti upp til nefnir hún íslenska ljós- myndarann Silju Magg. Hún segist hafa mestan áhuga á því að mynda fólk en dreymir um að mynda dýralíf í Afríku og ætlar sér að verða ljósmyndari í framtíðinni. Falleg ljósmynd sem Hildur tók baksviðs á sýningu Eyland í mars. LJÓSMYNDANEMI MEÐ STÓRAN AÐDÁENDAHÓP Sér allt fyrir sér í römmum Hildur ErlaGísladóttir Hildur Erla er vinsæl á Instagram og deilir með fylgjendum sínum áhugaverðum myndum. Instagram.com/hildur.erla HILDUR ERLA GÍSLADÓTTIR, NEMI Á FYRSTA ÁRI Í LJÓSMYNDASKÓLANUM, HEFUR HELDUR BETUR VAXIÐ AÐ VINSÆLDUM Á SMÁFORRITINU INSTAGRAM EN ÞAR ERU UM 11.300 EINSTAKLINGAR SEM FYLGJAST MEÐ LJÓSMYNDUM HENNAR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hildur myndaði fyrir tískuhátíðina Reykjavík Fashion festival en hún hefur gríðarlegan áhuga á tískuljósmyndun. 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Settu saman þinn eigin skartgrip OO www.lockitsjewelry.com

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.