Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 N afngiftin Bakatil skýrist af því að skrifstofan okkar er baka- til í bakhúsi við Laugaveginn og auk þess er hún svolítil tilvísun til bakraddarsöngv- ara. Ég horfði á þátt um slíka söngvara þar sem spurt var hvers vegna þeir væru ekki stjörnur, þó að þeir væru jafnvel með betri raddir en stjörnurnar. Þá kom í ljós að við- horf þeirra réði miklu um árangurinn, þeir vildu ekki allir vera í framlínunni – vildu ekki vera stjörnur. Góðar bakraddir eru hinsvegar mikilvægar og oft lykillinn að því að lög slá í gegn. Í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér að stofna fyrirtæki sem myndi styðja við bakið á öðrum fyrirtækjum, en ekki vera sjálft í framlínunni.“ En hvert er þá hlutverk Bakatil? „Bakatil er hönnunar- og markaðsstofa sem sérhæfir sig í að koma íslenskum vörum á alþjóðlega markaði. Mér vitanlega eru eng- in önnur fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfa sig í því. Mörg fyrirtæki vinna hins vegar við að koma erlendum vörum í sölu á Íslandi. Svo sem heildsalar og auglýsingastofur sem vinna mikið saman. Með mér í Bakatil eru þrír menn sem allir eru talsvert yngri en ég en hafa allir þónokkra reynslu hver á sínu sviði, Kjartan Trauner, sem er hönnuður, Dagur Kristinsson sem er vefmeistari og Gísli Eyland sem er viðskiptafræðingur með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja. Þeir hafa aðra kosti og hæfileika en ég svo við er- um góðir saman. Samsetning þessa teymis er byggð á minni reynslu. Þegar koma á vöru í sölu þarf oftast að vinna með fyrirtækjum í hugmynda-, hönnunar- og vöruþróunarvinnu, en eftir að því lýkur tekur við markaðssetning. Í hana notum við ákveðin samskiptatól og aðferðir sem eiga að leiða af sér viðskipti og ánægju báðum megin hafsins. Um þetta snýst starf- semi Bakatil.“ Útflutningsaðferðir Íslendinga gamaldags Hvers vegna álítur þú að íslensk fyrirtæki þurfi á stuðningi að halda við að selja ís- lenska vöru? „Það liggja gríðarleg tækifæri í útflutn- ingi, en það þýðir samhliða að mistök geta verið dýr. Mér hefur sýnst að þær aðferðir sem eru mest áberandi hjá íslenskum fyr- irtækjum virki ekki of vel. Þessu vil ég gjarnan eiga þátt í að breyta. Þjóðarbúið þarf á útflutningi að halda. Ef við ætlum að selja hvert öðru vörur alla daga þá er þetta bara lítið hringsól. Viss útflutningur er auð- vitað fólginn í því að selja útlendingum sem koma til landsins íslenskar vörur og ákveðin tækifæri hafa skapast þar. En sú sala er ekki í stórum stíl enda erlendir ferðamenn flestir komnir til að upplifa náttúruna frekar en að kaupa sér t.d. kjól eða stól. Íslenskar vörur þarf að markaðssetja á erlendum mörkuðum á sama hátt og erlend fyrirtæki gera við sínar vörur t.d. á Íslandi. Það á að vera tækifæri fyrir flest fyrirtæki sem selja vörur á Íslandi til að skoða sölu á öðrum mörkuðum. Til eru íslensk fyrirtæki sem hafa verið að gera frábæra hluti í sölu fiskafurða en á hinn bóginn er tiltölulega stutt síðan íslenska ríkið ákvað hvað skyldi vera flutt út á er- lendan markað og hvað skyldi flutt inn. Þetta á hugsanlega sinn þátt í að nánast engin vörumerki eru til í íslenskum sjávaraf- urðum. Fyrir mér er þetta tækifæri til auk- innar verðmætasköpunar. Innflutningur hef- ur aftur á móti þróast mun hraðar og þar erum við með flest á hreinu. Dæmigerður Ís- lendingur sem fellur fyrir nýrri tegund af ólífuolíu í sumarfríinu er farinn að undirbúa innflutning þegar heim verður komið, tekur með sér prufur til að athuga markaðshæfi vörunnar, hugsar hvernig hann getur með öllum ráðum kynnt vöruna, á hvaða veit- ingastað, í hvaða verslun, hvort hann þurfi að vinna með auglýsingastofu, hvernig hann geti fengið umfjöllun í matreiðsluþáttum og þar fram eftir götunum. Þetta kunna Íslend- ingar. En þegar kemur að útflutningi erum við dálítið föst í að þá eigi að tala við einhvers konar opinbera sendinefnd, sendiráð og kannski Íslandsstofu, aðila sem eru meira sniðnir að því að kynna land og þjóð en ekki að selja sérhæfða neytendavöru eða þjón- ustu. Stórum aðilum sem þessum hættir til að setja íslensk fyrirtæki öll undir einn hatt og helst undir einn fána þegar að því kemur að kynna þau og framleiðslu þeirra erlendis. Það er enda þeirra tilgangur. Markaðs- setning á neytendavörum gengur hinsvegar einmitt út á að draga fram sérstöðu hvers og eins frekar en segja frá því að þau komi öll frá sama landinu. Hvernig hófst þú þinn viðskiptaferil? „Um tvítugt byrjaði ég ásamt vini mínum að flytja inn vörur sem sneru að áhuga- málum okkar sem voru seglbrettasigl- ingar og snjóbrett- arennsli. Við vorum jöfnum höndum að iðka og kynda undir áhugann á þessu sporti sem og selja varninginn. Ýmislegt fylgdi þessu. Ég man t.d. eftir símtali til Orðabókar Háskólans til fá það fram að enska hugtakið „Snowboard“ fengi ís- lenska heitið „snjó- bretti“ þar sem okkur leist ekkert á orðin skíðabretti eða brettaskíði. Þetta var líklega 1991. Frá 1991 til 2000 fluttum við inn og seldum yfir fjörutíu mismunandi vörumerki á íslenskum markaði undir nafninu Týndi hlekkurinn. Vorum með póstlista og sendum bréf um viðburði og vörur heim til við- skiptavina í merktum umslögum, þetta var fyrir tíma netsins. Við seldum svo þá verslun til að komast úr innflutningi yfir í útflutning. Hugmyndin um útflutning varð til uppi á Esju. Þar stóðum við, ég og vinur minn Valdimar Kristinn Hannesson eftir fjallahjó- latúr. Við urðum þarna upp á fjallinu end- anlega sammála um að ekkert vit væri í að búa hér og vera að flytja inn vörur til Ís- lands, svo lítið væri það. Þarna hafði maður góða yfirsýn yfir markaðssvæðið Reykjavík og stærð, eða öllu heldur smæð þess. Í framhaldinu einsettum við okkur að búa til alþjóðlegt vörumerki og selja um allan heim. Nokkru síðar fengum við hönnuð í lið með okkur, Aðalheiði Birgisdóttur. Til varð vörulína, föt fyrir stelpur í „brettabrans- anum“. Þetta var upphafið að vörumerkinu Nikita. Nafnið var innblásið af kvikmynd Luc Besson um stelpu sem hékk mikið með strákunum en var svalari en þeir allir. Auk þess varð að vera auðvelt að stafa og muna nafnið, óháð tungumáli. Við gerðum við- skiptaáætlun sem innihélt áætlun um sölu á mismunandi markaðssvæðum næstu árin, að- ferðirnar við markaðssetningu, uppsetningu dreifikerfis, þróun vörulínunnar og alla fram- vindu fjármála. Sú áætlun stóðst að lang- mestu leyti næstu ár, mig minnir að það hafi verið um 3% frávik í sölu ársins 2005, fimm árum eftir að við gerðum upphaflega við- skiptaáætlun fyrirtækisins. Seldum fimmtán hundruð flíkur alla daga ársins Nikita var alþjóðlegt fyrirtæki, þótt upprun- inn væri íslenskur og höfuðstöðvarnar hér. Níutíu og níu prósent af sölunni voru erlend- is og framleiðslan fór fram erlendis líka. Við settum upp skrifstofu í Hamborg og vorum með dótturfélag í Þýskalandi og aðra skrif- stofu í San Francisco með dótturfélagi í Bandaríkjunum. Þessi fyrirtæki sáu um þjónustu við viðskiptavini, vöruafhendingar og ýmsan rekstur tengda starfseminni. Einn- ig vorum við með dótturfélag í Ástralíu, sem við starfræktum ekki nema í skattalegu til- liti, til að geta flutt inn vörur þangað á hag- kvæmari hátt. Í heild vorum við með starf- semi í fjórum löndum og seldum í þrjátíu og fjórum löndum. Þegar mest lét seldum við fimmtán hundruð flík- ur á dag, alla daga ársins. Við einbeittum okk- ur að Streetwear – götutísku, sem tengist brettasporti. Seinna snjóbrettafatnaði þegar við stækkuðum vöru- línuna. Við héldum þeirri stefnu sem við mótuðum í upphafi og settum allan okkar kraft í að halda henni. Við fórum úr engri veltu upp í einn og hálf- an milljarða á nokkrum árum. Allt var þetta innri vöxtur fyrirtækisins, þ.e. sala á eigin hugmyndum, hönnun og framleiðslu. Á sama tíma voru önnur íslensk „útrásarfyrirtæki“ að stækka mikið, en oftast var vöxtur þeirra byggður á kaupum á erlendum framleiðslu og dreifingarfyrirtækjum í skyldum rekstri sem sett voru undir íslenska vörumerkið. Slíkur vöxtur er erfiðari í dag þar sem fram- boð á fjármagni frá bönkum og fjárfestum er allt annað en það var fyrir hrun. Staðan væri líklegast betri ef íslensk fyrirtæki hefðu í meiri mæli vaxið innri vexti fremur en að standa í stórum skuldsettum yfirtökum á fyrirtækjum sem þeir kunnu ekki að stýra og með peningum sem voru ekki til. Voruð þið vel fjármögnuð í upphafi? „Nei, við byrjuðum með litlar upphæðir sem við fengum með annarri vinnu og frá fjölskyldumeðlimum. Svo fengum við fjár- festa inn í fyrirtækið sem komu með til- tölulega lítið hlutafé sem átti þó að duga okkur til að Nikita yrði heimsþekkt fyr- irtæki. Og það gerði það. Maður lærði mikið á þessum tíma. Tvisvar á ári stóð ég fundi með dreifingaraðilum alls staðar að úr heim- inum. Þar fórum við yfir nýjar vörulínur og nýjar markaðsherferðir. Yfirskrift þessara funda var „Information and motivation“. Ni- kita var í raun tvískipt fyrirtæki, annar hlut- inn sá um hönnun og framleiðslu á fatnaði og hinn sá um markaðssetningu, sölu og dreifingu. Ég var mikið á flakki á þessum árum, var talsvert í Hamborg og San Francisco. Einnig vorum við með skrifstofu í Baskalöndunum, á landamærum Frakklands og Spánar. Svo var ég á vörusýningum víða um heim þar sem við vorum að sýna og selja okkar vörur. Einnig sótti ég fundi með framleiðendum. Við vorum með framleiðslu í nokkrum lönd- um, mest í Kína, en einnig Túnis og Víet- nam. Í Argentínu framleiddum við tugi þús- unda af handprjónuðum húfum. Þarlendar konur á aldrinum 40 til 60 ára sátu og prjón- uðu fyrir okkur um árabil.“ Nikita selt og Bakatil verður til Hvað gerðist árið 2010 sem breytti þessu öllu? „Erlent fyrirtæki sýndi áhuga á að kaupa Nikita í heilu lagi, og við vildum selja. Þá hófst ákveðið ferli sem var þungt og flókið og innihélt fjölmarga lögfræði- og endur- skoðendafundi. Nokkurra ára mjög lærdóms- ríkt tímabil. Frá upphafi hafði verið hluti af viðskiptaáætlun okkar að selja Nikita á ein- hverjum tímapunkti. Tilhugsunin var því ekki erfið. Hið erfiða var að allan tímann sem við vorum að byggja fyrirtækið upp fyr- Uppi á Esju varð hugmynd til FYRIR SKÖMMU VAR STOFNAÐ NÝTT FYRIRTÆKI SEM BER NAFNIÐ BAKATIL. FORSVARSMAÐUR ÞESS ER RÚNAR ÓMARSSON SEM LENGI VAR KENNDUR VIÐ FYRIRTÆKIÐ NIKITA SEM HANN STOFNAÐI OG RAK Á ALÞJÓÐLEGUM MARKAÐI ÁSAMT FLEIRUM UM LANGT ÁRABIL EN VAR SELT FYRIR NOKKRUM ÁRUM. Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com „Staðan væri líklegast betri ef íslensk fyrirtæki hefðu í meiri mæli vaxið innri vexti fremur en að standa í stórum skuldsettum yfir- tökum á fyrirtækjum sem þeir kunnu ekki að stýra og með peningum sem voru ekki til,“ segir Rúnar Ómarsson athafnamaður. * Það er algengurmisskilningur aðútlendingar séu spenntir fyrir íslenskum vörum af því einu að þær komi frá Íslandi. Það er hvergi þannig … Við höfum öll keypti Prins Polo. En við höfum samt aldrei staðið í verslun og beðið um „bara eitthvað pólskt“ fyrir afganginn. Viðtal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.