Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 47
24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 ir litla peninga, þurftum við að taka ákvarð- anir sem miðuðu að því að gera fyrirtækið söluhæft. Til þess þurfti að gera ótalmargt, t.d. varðandi vörumerkjarétt, alþjóðleg reikningsskil og samstæðuuppgjör og ým- islegt fleira auk þess að koma vörunni á markað og selja hana með framlegð. Fjár- festar koma eðlilega ekki að svona fyrirtæki nema hafa einhverjar hugmyndir um hvern- ig þeir komist út úr þeim aftur. Annaðhvort kaupir þá fyrirtækið eða stofnendurnir fjár- festana út, einhver annar kaupir þá út eða þá að fyrirtækið er selt í heilu lagi. Hið síð- ast talda var það sem við stefndum að.“ Hvernig var að leysa upp samstarfið? „Margvíslegar tilfinningar fylgja því að slíta samstarfi við fólk sem maður hafði unn- ið með í tíu ár. Þetta var erfitt, ekki aðeins fyrir okkur samstarfsfólkið, heldur líka fyrir dreifingaraðilana sem höfðu unnið með okk- ur í mörg ár og voru orðnir ágætir vinir okkar. Maður varð því að beita sjálfan sig og aðra nokkurri hörku. Segja sem svo; þetta eru bara viðskipti. Þá var gott að hafa í upphafi ferðalagsins gert upp við sig að þannig yrði þetta að vera.“ Seldist fyrirtækið vel? „Já, það var selt á sex og hálfa milljón evra til stórs finnsks eignarhaldsfélags, sem á mörg sambærileg fyrirtæki, en þó ólík. Fyrirtækið var skuldsett en við komum standandi út úr þessari sölu og sannarlega reynslunni ríkari. Ég átti að vinna í fyr- irtækinu í tvö ár eftir söluna. En mér leist ekki á hvernig þeir héldu á málum og samdi um að fá að fara fyrr út.“ Hvernig leið þér á þessum tímamótum? „Það var einkennilegt. Maður hafði verið í vinnunni næstum allan sólarhringinn í öll þessi ár. En ég var ekki fullur af tómleika. Ég var þá þegar kominn með hugmyndir um að einbeita mér að því sem ég hafði gert best hjá Nikita. Ég hafði gegnt starfi fram- kvæmdastjóra fyrirtækis með 35 starfs- menn, án þess t.d. að hafa mikinn áhuga á starfsmannahaldi sem slíku. Áhugi minn hafði jafnan fyrst og fremst beinst að ferl- inu; frá því að hugmynd kemur upp og þangað til vara er komin á markað. Slagorð Bakatil er því: Frá hugmynd á markað. Við viljum vinna að því að leiða saman hæfi- leikaríkt fólk á Íslandi, fjárfesta með áhuga á alþjóðlegum tækifærum, og viðskiptavini um heim allan. Ættum að skilgreina okkar heimamarkað stærri Hafa gjaldeyrishöftin mikil áhrif í þessu sambandi? „Flest höft hafa letjandi áhrif á fyrirtæki og fólk sem er að hugsa um að stofna fyr- irtæki. Þau geta þó auðvitað skapað tæki- færi fyrir hugmyndaríkt fólk! En ég held að flestir átti sig á að óháð núverandi höftum eru og verða tækifæri til staðar til að þróa vörur á Íslandi og selja erlendis. Og höftin munu fara. Því er engin ástæða til að sitja, gera ekki neitt og kenna höftunum eða öðr- um aðstæðum um. Alveg eins, eða frekar, væri hægt að spyrja: Er ekki vont fyrir ykkur að vera svona landfræðilega einangruð? Jú, það er slæmt. Við erum eins og Bandaríkjamenn segja: Out of sight out of mind. En það sem háir okkur þó mest er smæð íslenska heima- markaðarins. Að búa til fyrirtæki á Íslandi tekur skamman tíma, boðleiðir eru stuttar og fullt af hæfileikaríku fólki. En að vaxa úr litlu fyrirtæki og á það stig að geta tekist á við alþjóðlega markaðssetningu er mjög erf- itt. Ákveðið millistig vantar. Tvær til þrjár manneskjur eiga almennt erfitt með að reka alþjóðlegt fyrirtæki, til slíkrar umsetningar þarf fleira fólk, eða allavega góðar bakradd- ir. Kannski væri sniðugt að skilgreina okkar heimamarkað stærri en bara Ísland. Íslensk fyrirtæki ættu t.d. að horfa til þýskumæl- andi Evrópu. Fjárhagslega stöndugt svæði, ekki langt frá, og fólk þar skilur og virðir Ísland og Íslendinga og er tilbúið að skoða hvað kemur héðan, þótt það falli auðvitað ekki fyrir öllu sem íslenskt er. Það er al- gengur misskilningur að útlendingar séu spenntir fyrir íslenskum vörum af því einu að þær komi frá Íslandi. Það er hvergi þannig. Þessi hugmynd er hugsanlega sprottin frá því að Íslendingur, hvort sem er á vörusýningum eða strönd erlendis er auð- vitað mjög sérstakt eintak. Útlendingurinn segir: „Really, are you from Iceland? How exciting!“ En þá er hann að tala um að hon- um finnist spennandi að hitta einhvern frá Íslandi, ekki að hann sé endilega spenntur fyrir að kaupa vörur þaðan. Þetta virðist oft viljandi eða óviljandi misskilið, með slæmum afleiðingum. Á sama hátt er oft slegið föstu að Björk eða Sigur Rós hafi „opnað“ dyr fyrir íslenskum hljómsveitum á erlenda markaði. En það er kannski ekki svo einfalt. Þau hafa sýnt að það eru til dyr og hægt að komast út um þær ef hæfileikar og vilji eru fyrir hendi. En þegar í dyragættina er kom- ið verður hver og einn að vita sitt aðgangs- orð, annars er lokað á nefið á þér. Við höfum öll keypti Prins Polo. En við höfum samt aldrei staðið í verslun og beðið um „bara eitthvað pólskt“ fyrir afganginn. Íslendingum á að ganga betur að mark- aðssetja afurðir sínar erlendis. Við þurfum bara í ríkari mæli að nota þau nútímalegu vinnubrögð sem okkur finnast svo eðlileg þegar um innflutning er að ræða, við út- flutning. Vera samkeppnishæf, með góðum áhrifum á vöruskiptajöfnuðinn og lífsgæðin í landinu. Nýjar áskoranir eftir Nikita Ég þurfti að sanna fyrir mér, eftir söluna á Nikita að ég gæti markaðssett með árangri vörur annarra. Ég kynntist sprotafyrirtækinu Lauf Forks, sem framleiðir mjög sérhæfðan fjöðrunarbúnað fyrir ákveðna týpu af fjalla- hjólum. Hljómar sem mjög takmarkað tæki- færi en er samt gríðarstór markaður og mikil samkeppni. Þetta var góð tenging. Ég hef hjólað frá því ég man eftir mér, bæði á göt- um og fjöllum. Hjá Lauf Forks kom ég inn þegar verið var að hugsa til markaðs- setningar fyrstu vörunnar, tók þátt í að breikka vörulínu Lauf Forks, og sá svo um markaðs- og sölumál í rúmlega eitt ár. Hluti af því var að vinna með eigendum félagsins að því að fá inn nýja sterka hluthafa sem tókst vel. Í framhaldinu komum við vörum Lauf Fork í sölu um allan heim í gegnum leiðandi dreifingaraðila og verslanir á fjalla- hjólamarkaðinum, sem er gríðarstór og fer stækkandi. Vörumerkið er núna heimsþekkt á hjólamarkaðinum og horfur fyrirtækisins afar góðar. Bakatil hefur nú tekið til starfa af fullum krafti. Ýmis fyrirtæki hafa haft samband, sum lítil en önnur stór sem ætla sér stóra hluti á næstum árum. Við erum að vinna með þessum fyrirtækjum, mótum stefnuna með þeim; frá hugmynd á markað og sjáum um mismunandi verkþætti þess ferils. Það er gott að hafa myndað slíkan hóp sem Bakatil er. Við erum í þessu á eigin for- sendum. Ég hef aldrei sótt um styrki til að stofna fyrirtæki og finnst felast í því ákveðin mótsögn. Auk þess að vera mjög tímafrekt upp á von og óvon að vinna að styrk- umsóknum er ákveðin hætta á að fyrirtæki fari að aðlaga hugmyndir sínar styrkveit- ingum fremur en markaðinum sem það ætlar að herja á. Ég tel að við séum með of stórt og flókið styrkjastuðningskerfi m.v. fjár- magnið sem það hefur úr að spila. Mér finnst það eins og ísjaki á hvolfi, hundruð starfs- manna víða um land, en aðeins með nokkrar milljónir króna „til úthlutunar“. Ég líki þessu við „röðina“ eftir fríum pylsum. Þar veistu að þegar röðin kemur að þér eru pylsurnar lík- lega orðnar volgar, brauðin búin og kókið flatt. Mér finnst vænlegra að eyða tímanum í að safna mér fyrir einni og hafa hana ná- kvæmlega eftir eigin smekk. Ég er ekki að mæla gegn styrkveitingum eða tala niður til fólksins sem vinnur í stoð- kerfinu, kerfið þarf bara að vera einfaldara til að peningarnir nýtist betur. Núna minnir ís- lenska nýsköpunarsenan of mikið á ostaköku, þar sem frumkvöðlarnir eru stökka þunna lagið neðst, ofan á er mun þykkara seigfljót- andi stoðkerfi, og efst glassúr og skraut – fögur orð stjórnmálamanna um mikilvægi ný- sköpunar og hversu nútímalegir og framsýnir þeir séu sjálfir. Þessari uppskrift þarf að breyta áður en bakaríið fer á hausinn. Maður spyr sig stundum hvort litlu fyr- irtækin séu til fyrir stuðningskerfið eða öfugt. Þetta eru ekki alls staðar vinsælar skoðanir. En ég hef leyft mér að gagnrýna þetta fyr- irkomulag, enda stendur á vefsíðu atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins „Ef þú hefur skoð- un, láttu hana þá heyrast!“ Mín skoðun er sú að alþjóðleg markaðssetning á íslenskum vörum eða þjónustu þurfi að þróast í takt við kröfur fyrirtækja og neytenda. Fjölskyldan er númer eitt Konan mín, Ásta Sigríður Kristjánsdóttir ljósmyndari, hefur unnið heilmikið í að stofna fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis. Ég get því rætt vinnuna heima ef ég vil, og stundum vinnum við verkefni saman. Mestur tími hjá okkur fer þó í að sinna samsettu fjölskyld- unni okkar, en við eigum samanlagt fjögur börn á aldrinum 4 til 21 árs. Þau kenna manni daglega að það að skilja og eiga sam- skipti hvert við annað er eitthvað sem kemur ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því eigi árangur að nást. Þetta er auðvitað stærsta verkefnið hjá mér, en allt annað er bakatil.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.