Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Side 48
Hver sigrar í ár? SEXTUGASTA EUROVISION-KEPPNIN FER FRAM Í VÍNARBORG LAUGARDAGINN 23. MAÍ. FULLTRÚAR 27 ÞJÓÐA KEPPA TIL ÚRSLITA EN ÍSLAND ER EKKI ÞEIRRA Á MEÐ- AL AÐ ÞESSU SINNI. STIGABLAÐIÐ ER HANDHÆGT HJÁLPARTÆKI Í SAMKVÆMUM SEM HALDIN VERÐA Í TILEFNI AF KEPPNINNI. ÝMISKONAR VEÐMÁL ERU ALGENG VIÐ ÞETTA TÆKIFÆRI EN BEST ER AÐ FARA SÉR ENGU ÓÐSLEGA. Höllin í Vínarborg er tilkomumikil og það var gleði í loftinu hjá þeim sem komust áfram eftir seinni undanúrslit á fimmtudag. Lokakeppnin fer fram laugardaginn 23. maí og hefst útsending RÚV kl.19. AFP Kjetil Morland og Debrah Scarlett sungu Noreg inn í úrslitin með laginu „A Monster Like Me“. Norðurlöndin eiga aðeins tvo fulltrúa í úrslitum: Noreg og Svíþjóð. Hin serbneska Bojana Stamenov flaug áfram í úrslitin. Serbneska atriðið vakti athygli enda sýningin á sviðinu ansi tilkomumikil. Monika Linkyte og Vaidas Baumila frá Litháen sungu lagið „This Time“. Þau hlutu náð fyrir augum kjósenda í Evrópu og keppa því til úrslita á laugardag. Lagið Unbroken í flutningi Maríu Ólafs- dóttur verður ekki með á laugardag. Nadav Guedj frá Ísrael var ánægð- ur með að komast í úrslitin. Conchita Wurst geislaði á sviðinu í Vínarborg í undanúrslitum og á eflaust eftir að koma fram einnig á sjálfu úrslitakvöldinu. Ungverjaland sendi söngkonuna Boggie til leiks og hún söng sig inn í hjörtu Evr- ópubúa með laginu „Wars for Nothing“. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.