Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 6
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
1815 2015
HIÐ ISLENSKA
BIBLIUFELAG
200 ARA
Biblían er
góð gjöf
NÝSKÖPUN Gamalt húsráð íslenskra
sjómanna varð kveikja að verkefni
Matís og Háskólans á Akureyri þar
sem reynt er að varpa ljósi á hvort
slím úr karfaauga hafi eftirsóknar-
verða lífvirkni. Markmiðið er að
nýta efni sem úr augnslíminu koma
í ýmsan iðnað, svo sem í snyrti-
vörur og fæðubótarefni.
Rannveig Björnsdóttir, dós-
ent við Háskól-
ann á Akureyri
og fagstjóri hjá
Matís, segir að
þrátt fyrir að
allir sjómenn
viti af græðandi
virkni vökvans
sem úr karfa-
auganu kemur þá
hafi efnasamsetn-
ing hans og eiginleikar aldrei verið
skoðaðir.
Fyrstu niðurstöður segir Rann-
veig vera í raun margþættar.
Andoxunarvirkni fannst í augn-
slími karfans, en þó ágæti hennar
sé mögulega umdeilt þá sé ljóst að
nýtingarmöguleikarnir geta verið
margvíslegir. „Andoxunarvirkni
er mjög áhugaverð í snyrtivöru-
iðnaði, sem styður eitt megin-
markmið rannsóknarinnar. Við
vitum auk þess hvað er af prótein-
um, fitu og vökva í augn slíminu.
Einnig hvort eitthvað tapist við
mismunandi verkun eða vinnslu;
frystingu eða þurrkun við mis-
munandi aðstæður. Bakteríu-
hamlandi áhrif mældust ekki í
augnvökvanum,“ segir Rannveig
og því sé næsta takmark að leita
til dæmis bólgueyðandi áhrifa og
að sama skapi verkjastillandi og
græðandi áhrifa.
„Við höfum hugsað okkur að
skoða líka önnur fiskaugu, því fersk
karfaaugu eru ekki auð fengin, en
hvort ferskleiki skiptir hér öllu
máli vitum við ekki fyrir víst. Mig
langar að skoða augun í laxi og
bleikju,“ segir Rannveig og bætir
við að eiginleikar augnvökva karf-
ans séu mjög sérstakir, en hann er
sérstaklega seigfljótandi og erfitt
að ná innvolsi augnanna í sundur.
„Því væri fróðlegt að vita hvort
vökvinn er ekki gott íblöndunar-
efni, og mér varð hugsað til allra
þessara náttúrusnyrtivara þar sem
grunnurinn er keyptur erlendis.
Takist þetta eru tvær flugur slegn-
ar í einu höggi; eiginleikar fást frá
grunninum til viðbótar við þá sem
upphaflega er sóst eftir,“ segir
Rannveig sem þegar hefur fundið
fyrir áhuga sérfræðinga í þróun
snyrtivara. svavar@frettabladid.is
Leita lækningamátt-
ar í augnkúlu karfa
Matís Akureyri og Háskólinn á Akureyri hafa rannsakað efnasamsetningu og líf-
virkni slíms úr karfaaugum til að grennslast fyrir um hvort það gæti nýst í iðn-
aðarframleiðslu. Augu fleiri fisktegunda hafa vakið athygli rannsakenda.
HÚSRÁÐ Að troða sárum fingri í auga karfans hefur sannast að hafi græðandi
áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
RANNVEIG
BJÖRNSDÓTTIR
■ Sú venja hefur lengi verið viðhöfð á íslenska fiskveiðiflotanum að þegar
sjómenn stinga sig á oddhvössum uggum karfa þá hafa þeir einfaldlega
skorið í augu fiskjarins og borið slímið í stungusárið.
■ Með því að nota slímið með þessum hætti hafa sjómenn komið í veg
fyrir sýkingu og einnig hefur verkurinn orðið minni en ella og bólgusvörun
hverfandi samanborið við þegar augnslím er ekki borið á sárið.
■ Hafist var handa við verkefnið í fyrrasumar, þegar Friðrik Þór Bjarnason,
sjávarútvegsfræðingur frá HA, fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna
til rannsóknarinnar. Sótt hefur verið um framhaldsstyrki til frekari rann-
sókna en verkefnið var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands
árið 2015.
Notað gegn sýkingu, verkjum og bólgu
FRAKKLAND Gögn úr seinni flugritanum sem fannst
í braki Germanwing-flugvélarinnar sem brotlenti
í Ölpunum 24. mars síðastliðinn staðfestir grun
rannsakenda um að aðstoðarflugmaður vélarinnar,
Andreas Lubitz, hafi með ásettu ráði grandað vél-
inni.
Gögnin sýna að Lubitz átti við sjálfstýringu flug-
vélarinnar með þeim afleiðingum að hún lækkaði
flugið og jók hraða óeðlilega mikið.
Eldri rannsóknargögn höfðu sýnt fram á að Lubitz
hefði læst dyrunum að flugstjórnarklefanum meðan
flugstjórinn fór afsíðis. Þá hafa saksóknarar í
Þýskalandi upplýst að Lubitz hafi leitað á netinu að
upplýsingum um sjálfsvígsaðferðir og öryggisatriði
flugstjórnarklefa viku fyrir ódæðisverkið.
Flugvél Germanwings var á leið frá Barcelona til
Düsseldorf og hrapaði í Ölpunum nærri kommún-
unni Seyne-les-Alpes. 150 manns létu lífið. - srs
Fleiri gögn sýna fram á að hrap flugvélar Germanwings hafi ekki verið slys:
Ásetningur Lubitz staðfestur
SKÝR ÁSETNINGUR Lubitz leitaði upplýsinga á netinu um
öryggi í flugstjórnarklefum. NORDICPHOTOS/AFP
FILIPPSEYJAR Ruben Enaje var á meðal þeirra sem létu krossfesta sig
í gær, á föstudaginn langa, í Pampagna, á Filippseyjum. Fjöldi fólks
fylgdist með athöfninni sem er árviss viðburður. Hópur kaþólikka
lætur húðstrýkja sig til blóðs áður en þeir eru negldir á krossa. - vh
Fjölmargir flykktust til Pampagna til að fylgjast með:
Krossfestur á föstudaginn langa
SÁRSAUKI Ruben Enaje lét krossfesta sig á föstudaginn langa. NORDICPHOTOS/GETTY
KENÍA 147 námsmenn voru skotnir
til bana í háskólanum í Garissa í
Kenía á fimmtudag. Ódæðismenn-
irnir voru hluti af hryðjuverka-
hópnum Al-Shabab sem starfar
að mestu í Sómalíu. Al-Shabab er
hluti af hryðjuverkaneti al-Kaída.
Fjöldi námsmanna náði að flýja út
í skóg eða forðast aftöku með því
að þykjast vera látinn.
Árásin átti sér stað að nóttu til
á heimavist skólans meðan flestir
nemendurnir voru í fastasvefni.
- srs
Bönuðu 147 stúdentum:
Réðust inn í
háskóla í Kenía
KJARAMÁL Fyrstu félagsmenn
BHM fara í verkfall á þriðjudaginn
en næsti fundur samninganefnda
ríkisins og BHM í kjaradeilu
aðildar félaga bandalagsins er ekki
boðaður fyrr en á miðvikudag.
Páll Halldórsson, formaður BHM,
gagnrýnir að ekki verði fundað í
deilunni fyrr en eftir að verk föllin
hefjast.
„Ríkið hefur ekkert hreyft sig,
þeir hafa boðið okkur þrjú og hálft
prósent í kauphækkun, en það er
alveg ljóst mál að það dugar ekki.
Þess vegna stöndum við núna
frammi fyrir því að verkföll munu
hefjast á þriðjudaginn og okkur
þykir það mjög hart að menn séu
ekki tilbúnir að leggjast í vinnu við
að leysa úr því máli,“ segir Páll.
„Við höfum krafist þess að menn
legðust yfir þessa deilu til að finna
lausnir áður en til verkfalla kemur
en ríkið er ekki tilbúið til þess,“
segir Páll.
„Inni á Landspítalanum eru
nokkrir hópar sem leggja niður
störf, lífeindafræðingar, geisla-
fræðingar, ljósmæður og náttúru-
fræðingar á rannsóknarstofum
og síðan starfsmenn sýslumanns í
Reykjavík. Þetta mun hafa veru-
leg áhrif og okkur finnst nokkuð
frumstætt að menn þurfi fyrst að
fara í slagsmál áður en farið er að
ræða í fullri alvöru lausnir á þessu
máli.“ - þþo
Formaður BHM undrast að ríkið sé ekki tilbúið að setjast niður til samningaviðræðna yfir páskana:
Verkföll hefjast strax eftir páskahátíðina
UNDRANDI Páll Halldórsson, formaður
BHM, segir verkföllin koma til með að
hafa mikil áhrif á samfélagið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
9
-2
0
7
C
1
7
6
9
-1
F
4
0
1
7
6
9
-1
E
0
4
1
7
6
9
-1
C
C
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
8
8
s
_
3
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K