Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 16
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi flugþjónustu- svæðis á Keflavíkurflugvelli / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu deiliskipulags á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. „Keflavíkurflugvöllur – Flugstöðvar- svæði, svæði A, breyting E“. Breytingin tekur til lóðanna Blikavallar 2 - 4, Kjóavallar 2 og 2a. Lóðarmörkum er breytt, lóðirnar Blikavöllur 2 og 4 sameinaðar og lóðin Kjóavöllur 2a felld niður. Byggingarmagn er minnkað lítillega og bílastæðum breytt. Breytingar verða á kafla 3.03 í skilmálahefti, að öðru leyti eru skilmálar óbreyttir. Breytingartillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar (www.kefairport.is/skipulagsmal) frá og með 7. apríl 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta gert athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 20. maí 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar merkt: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Keflavíkurflugvelli, 30. mars 2015. F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar. RAFVÆDD FRAMTÍÐ Í SÁTT VIÐ SAMFÉLAG OG UMHVERFI Landsnet býður til opins vorfundar um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur félagsins á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 9. apríl milli kl. 9-11. Morgunhressing í boði frá kl. 8:30 og meðan fundur stendur yfir. Skrásetning á heimasíðu Landsnets, landsnet.is, eða í síma 563 9300. Allir velkomnir! Dagskrá: Ávarp Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar – og viðskiptaráðherra. Landsnet 10 ára – horft fram á veginn Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets. Öruggt rafmagn í takt við samfélagið Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Jarðstrengir á hærri spennu á Íslandi Friðrika Marteinsdóttir jarðfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu. Áhugasamir, sem eiga þess ekki kost að mæta á fundinn, geta fylgst með beinni útsendingu frá honum á heimasíðu Landsnets. Jafnframt er hægt að senda fyrirspurnir á twitter með merkingunni #landsnet Víðerni og vírar í sátt við samfélagið Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Gagnaver: Ný starfsemi á Íslandi í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi raforku Eyjólfur Magnús Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. AT H YG LI / M AR S 20 15 ÍRAN „Við létum frá okkur vel söðlaðan hest í skiptum fyrir lélega múlbindingu,“ sagði Hos- sein Shariatmadari, einn nánasti ráðgjafi Ayatollah Ali Khameini, æðsta klerks Írans, um kjarnorku- samkomulag Írana við fastaþjóðir Sameinuðu þjóðanna, Þýskaland og Evrópusambandið. Ummælin þykja vera einkennandi fyrir við- brögð pólitískra harðlínumanna í Íran. Samninga- nefndirnar náðu saman á fimmtu- daginn um að takmarka getu Írana til auðg- u n a r ú ra ns . Þ ega r ut a n - ríkisráðherra Írans, Mohamm- ad Javad Zarif, sneri heim úr samningalotunni í Sviss var hann hylltur sem þjóð- hetja af hófsömum öflum í Íran en líkt og fram hefur komið hafa harðlínumenn þó tekið illa í sam- komulagið. Það þótti lykilatriði að Hassan Rouhani, forseti Írans, og Khameini, æðsti klerkur, höfðu áður lagt blessun sína yfir samn- ingaferlið. Rouhani hefur þegar tjáð sig á jákvæðum nótum um niðurstöðu samninganna en loka- afstaða Khameinis mun þykja skipta sköpum þar sem hann mun hafa lokaorðið fyrir hönd Írana. Samkomulagið hindrar mjög mikið getu Írana til að auðga úran en gegn því munu Bandaríkin og Evrópusambandið slaka á við- skiptahindrunum við Íran. Sam- komulagið í Sviss er þó í raun ekki lokasamkomulag heldur ein- ungis drög að samningsramma sem stefnt er á að fullklára fyrir 30. júní. Þó svo að samningamenn hafi farið almennt ánægðir frá borð- inu eru fleiri neikvæðar raddir á kreiki. Benjamín Netanjahú, for- sætisráðherra Ísraels, segir ríkis- stjórn sína alfarið á móti sam- komulaginu en að hans mati þarf að gera út af við kjarnorkuáætlan- ir Írana fyrir fullt og allt. „Samn- ingurinn stöðvar ekki vegferð Írana í átt að kjarnorkusprengj- unni,“ sagði Netanjahú á blaða- mannafundi í gær. „Samkomulagið leggur veg fyrir Írana í átt að kjarnorkusprengj- unni, sem gæti orðið neisti sem gæti hrundið af stað kjarnorku- vopnakapphlaupi um öll Mið-Aust- urlönd sem yki líkurnar á hrika- legu stríði,“ sagði Netanjahú. Samningalotan í Sviss er talin vera stórt skref fram á við í sam- skiptum Írans og Bandaríkjanna. „Það eru 35 ár síðan við ræddum við Írana með jafn hreinskipt- um hætti,“ sagði John Kerry, utanríkis ráðherra Bandaríkjanna, í samtali við CNN. Þó að Kerry fagni þessu skrefi ítrekar hann að enn eigi eftir að ljúka samkomu- laginu endanlega og að ef Íranar virða ekki samkomulagið sé auð- velt að koma viðskiptaþvingunum aftur á. stefanrafn@frettabladid.is Ekki allir sáttir við kjarnorkusamning Samkomulag náðist um slökun viðskiptaþvingana og takmörkun á getu Írana til að auðga úran síðastliðinn fimmtudag. Harðlínumenn í Íran og ríkisstjórn Ísraels gagnrýna samkomulagið. Lokasamkomulag þarf að vera tilbúið fyrir 30. júní. MOHAMMAD JAVAD ZARIF SAMNINGAHÓPURINN Lotan í Sviss þótti ganga vel upp en enn á eftir að fullklára samninga. NORDICPHOTOS/AFP Sam- komulagið leggur veg fyrir Írana í átt að kjarn- orkusprengj- unni, sem gæti orðið neisti sem gæti hrundið af stað kjarnorku- vopnakapphlaupi um öll Mið-Austurlönd. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 7 -D F 8 C 1 7 6 7 -D E 5 0 1 7 6 7 -D D 1 4 1 7 6 7 -D B D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.