Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 33
FERÐIR LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2015 Kynningarblað Landmannalaugar, Filippseyjar, ferðatöskur og heilsuferðir. Í desember árið 2013 seldi Elíza Lífdís Óskarsdóttir íbúðina sína, sagði upp vinnunni og ákvað að stíga rækilega út fyrir þægindarammann. „Það var alls ekki á stefnuskránni, þegar ég var svona rétt að detta í 27 ára aldurinn, en ég notaði ágóðann af íbúðarsölunni til að fara í köf- unarferðalag um heiminn sem stóð í fjóra mánuði. Þegar ég kom heim til Íslands, heimilis- laus, með vísa kortið rauðgló- andi og alla reikninga ógreidda þá hugsaði ég með mér að þetta hlyti að redd- ast. Það gerir það alltaf,“ segir Elíza og brosir. Það gerði það svo sannarlega því nokkrum dögum síðar fékk hún símtal um að það vantaði skálavörð í Landmanna- laugar. Hún pakkaði niður í tösku, var komin þangað tveimur dögum síðar og er nánast búin að vera þar síðan. Ljúft líf í Landmannalaugum „Ætli orðið ljúft lýsi ekki líf- inu í Landmannalaugum best. Ég bý á einum af fegurstu stöð- um á landinu og fæ að upplifa það í gegnum alla þá sem hing- að koma, einmitt í þeim tilgangi að njóta þess sem náttúra Ís- lands hefur upp á bjóða. Vissu- lega koma dagar þar sem allt er erfitt, blindbylur og ekkert við að vera, en dagarnir þegar himinn- inn er heiður og sólin skín eða þegar tunglið lýsir upp skamm- degið, stjörnurnar blika á himn- inum og norðurljósin dansa fyrir ofan mig gera það að verkum að ég á erfitt með að ímynda mér betri stað til að vera á.“ Magnið af snjó kom á óvart Skálavörður gegnir margþættu starfi en Elíza segist vera allt í senn, þerna, smiður, hjúkka, píp- ari, sáluhjálpari, vélvirki, kokk- ur, veðurfræðingur, raf virki og upplýsingamiðstöð. „Skála- verðir þurfa líka að eiga auðvelt með að tala við fólk og koma vit- inu fyrir það ef það er að æða út í einhverja vitleysu, sér í lagi ef það þekkir ekki landið eða veðr- áttuna hérna. Það mikilvægasta er samt að kunna að hella upp á kaffi. Eins ómerkilega og það kann að hljóma þá er það held ég það sem skiptir mestu. Það sem hefur hins vegar komið mér mest á óvart er hversu miklum snjó þarf að moka hérna.“ Ekki einmanalegt starf Straumurinn af Íslendingum í Landmannalaugar eykst þegar daginn fer að lengja en í vetur hefur fólk í gönguskíða- og snjó- þrúguferðum, dagstúrum og helgarafslöppun komið þangað. „Það hefur bara liðið ein helgi þar sem enginn hefur komið, þá var kolófært, mjög mikil lausa- mjöll og Jökulkvíslin erfið yfir- ferðar, þá kom enginn bíll hing- að í rúma viku. Það kom samt gönguskíðahópur og þyrla, svo ég var ekki alveg ein alla vikuna,“ segir Elíza. Aðspurð neitar hún því samt að starfið sé einmana- legt. „Ég held ég hafi oftar verið einmana í bænum umkringd fólki heldur en hér. Í bænum eru allir svo uppteknir af sjálfum sér en hér gefur fólk sér tíma, sest niður með kaffi og spjallar um daginn og veginn. Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki sakna þess stundum að hafa einhvern annan í húsinu með mér, sérstaklega á kvöld- in þegar kemur að eldamennsk- unni, mér finnst ótrúlega gaman að elda en að elda fyrir einn er mjög leiðigjarnt til lengdar.“ Leyniheimsókn og norðurljós Þegar Elíza var búin að vera í mánuð í Landmannalaugum birtust fjórir félagar hennar úr björgunarsveitinni upp úr þurru á laugardegi. „Þau komu í leyni- heimsókn sem mér þótti afskap- lega vænt um. Það skemmdi sannarlega ekki fyrir að það kvöld upplifði ég f lottustu norður- ljós sem ég hef á ævi minni séð. Við stóðum úti langt fram á nótt öskrandi upp yfir okkur eins og smákrakkar,“ segir hún og hlær. Hjónasæng í Hel Elíza fer í frí í lok apríl enda lokað þá í skálanum vegna leys- inga en hún snýr aftur um leið og opnað er í júní. Hún hefur ekki áhyggjur af því að sér leið- ist enda gerir hún ýmislegt sér til dægrastyttingar, meðal ann- ars býr hún til snjóhús. „Eins undarlega og það hljómar og eins leiðinlegt og mér þykir að moka frá hurðum þá er ég búin að moka snjóhús með fullri loft- hæð sem rúmar auðveldlega átta manns og hefur meira að segja innbyggða hjónasæng. Það fékk hið lýsandi nafn Hel og er án efa f lottasta netkaffihús/öl- stofa landsins.“ Allt í senn pípari, vélvirki og þerna Elíza Lífdís Óskarsdóttir skálavörður á erfitt með að ímynda sér betri stað til að vera á en undir himni fullum af blikandi stjörnum og dansandi norðurljósum í Landmannalaugum. Hún segir að það mikilvægasta sem skálavörður þurfi að kunna sé að hella upp á gott kaffi. Þessar myndir af dansandi norðurljósum tók Ragnheiður Guðjónsdóttir, vinkona Elízu, þegar hún og fleiri komu í óvænta heimsókn til Elízu í Landmannalaugar. Elíza Lífdís Óskarsdóttir Elíza hefur verið skálavörður í Landmannalaugum frá því í haust en tók sér frí um jólin. Nú hefur hún dvalið þar sleitulaust í rúmar átta vikur. Ég held ég hafi oftar verið einmana í bænum umkringd fólki heldur en hér. Í bænum eru allir svo uppteknir af sjálfum sér en hér gefur fólk sér tíma, sest niður með kaffi og spjallar um daginn og veginn. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 A -5 7 8 C 1 7 6 A -5 6 5 0 1 7 6 A -5 5 1 4 1 7 6 A -5 3 D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.