Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 24
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 alltaf til einhverjir sem vilja ekki vita af einhverju í kringum sig og láta sem það sé ekki til og nýlundan styggir.“ Ekki vísvitandi að hneyksla En varstu vísvitandi að takast á við einhverjar mýtur? „Takast á er fullrausnarlega til orða tekið. Það klisjusafn sem Íslandssagan er var farin að valda óþoli. En Jónas og Ragnheiður urðu mörgum drjúg átylla til fordæmingar.“ Fleiri plötur þínar og lög hafa valdið hneykslan, til dæmis Litlir sætir strákar. Ertu vísvitandi að hneyksla? „Nei, það er nú þannig að ég er ekki vísvitandi að hneyksla. En ef mér finnst eitthvað fallegt og eiga erindi þá birti ég það. Fallegt getur átt við bæði element í lagi og texta nú eða flutningi og í þessu til- felli átti Kenneth Knudsen píanó- leikari útsetninguna sem varð stór partur af karakter lagsins. Ég var meðvitaður um að lagið Litlir sætir strákar gat mætt versta misskiln- ingi og fyrst í stað hugðist ég taka það upp eingöngu fyrir sjálfan mig en útkoman var slík að mér fannst að það jaðraði við glæp gegn mann- kyni að sitja á því. En ég man ekki betur en að á sínum tíma hafi Litlir sætir strákar og Tvær stjörnur verið í svipuðum flokki en enginn kannast við það í dag að Tvær stjörnur hafi verið litnar hornauga, en það var þannig. Þetta var álitið ergi og öfugugga- háttur.“ Nú eru Tvær stjörnur sungnar í brúðkaupum og jarðarförum og Orfeus og Efridís líka. Ertu orðinn jarðarfararskáld? „Ég er auðvitað jarðarfari og skiljanlega dauðvona en prótókollinn var stífari hér áður fyrr.“ En þú ert kominn inn í virðulegar stofnanir, hefur verið verðlaunaður og fleira. Upplifirðu það að nú sértu viðurkenndur? „Ég sagði einhvern tíma að ég hefði aldrei komist svo langt inn að það væri ekki auðfarið út. Og viðurkenningar og svoleiðis dót eru léttar í vasa og eru enginn passi, enginn VIP-passi eða þvíum- líkt.“ Þannig að þú ert ekkert að setjast í helgan stein? „Ég hef alltaf verið þar. Setið á helgum steini.“ Viðreisn, ekki uppreisn Þú segist ekki hafa verið að ögra vísvitandi, en það hefur óneitan- lega verið sláttur á þér. Upplifirðu þig sem uppreisnarmann? „Nei, ég upplifi mig sem mjög þægan mann sem er alltaf að reyna að fara mjúk- um höndum um hlutina í kringum mig þannig að enginn verði sár. En þegar ég söng Passíusálmana fyrst með mínum eigum lögum, árið 1973, þá voru fluttir leiknir tveir sálmar í útvarpinu með gítarundirleik og munnhörpu. Það urðu allar síma- línur rauðglóandi. Mönnum fannst þetta slík helgispjöll. Síðan voru panelumræður um þetta í lok vikunnar, um efni útvarps- ins, og einn af þátttakendum var Jakob Jónsson, klerkur í Hallgríms- kirkju. Fulltrúar útvarpsins áttu von á því að fá ægilegar vítur yfir sig frá kirkjunnar manni og voru viðbúnir hinu versta. Jakob sagði hins vegar að þetta sýndi fram á að Passíusálm- arnir ættu erindi hvenær sem væri í hvaða búningi sem væri. Tímarnir breyttust en sálmarnir væru sígildir. Ýmsir af þjóðkirkjunnar geist- legu voru þó ekki alveg sáttir við þessa meðferð og eru ekki enn þann dag í dag.“ Bókfylli af óútgefnu efni Ertu alltaf að semja? „Það er svona mismikið. Ef plata er í smíðum þá er maður sífellt að klára og fín- pússa, en eins og stendur dreg ég lapp irnar. Það kemur svona lag og lag, sérstaklega ef tilefni krefur. Á 17. júní síðastliðnum dvaldi ég á Hrafnseyri og söng prógramm á þjóðhátíðardaginn og ég komst ekki hjá því að gera eitthvað með Hrafns eyrarundrið. Það var eigin- lega, ja, ekki samkvæmt pöntun, jú, ég pantaði það hjá sjálfum mér. Mér fannst ég ekki geta gripið til þess sem áður var gert af minni hálfu um Jón. Mér þótti það ekki við hæfi. Það væri ekki við hæfi.“ Sú saga gengur fjöllum hærra að þú eigir heilu skápfyllin af óútgefn- um lögum, er það rétt? „Ég segi nú ekki skápfylli, en allavega bókfylli til úrvals. Það er afskaplega margt í svörtu bókinni sem aldrei komst í hljóðritun, sumt reyndar voru til- raunir sem ekki áttu erindi.“ Þú talar í þátíð eins og það muni aldrei verða? „Textarnir voru til og finnanlegir en það var erfiðara að finna lögin. Mikið af þessu er því undir glötuðum lögum. Lag var skrifað á sínum tíma en varð við- skila við textann og týndist.“ Er eitthvað í farvatninu varðandi útgáfu? „Eins og á stendur er ekk- ert hægt að fullyrða um útgáfur. Þar er allt í lausu lofti og sér ekki fyrir endann á. En það er ýmislegt að gera í hljóðveri, t.d. að fínpússa upptökur sem voru gerðar af Passíu- sálmunum frá því í Grafarvogs- kirkju í fyrra. Það er ýmislegt sem betur má fara og þar sem það var svo rándýrt fyrirtæki að setja upp svona hljómleika verður maður að leyfa sér þann munað að taka þær upptökur sem eru og laga þær, held- ur en að kalla saman alla útgerðina aftur. Það er auðveldara að standa í því, þetta var kostnaðarsamt og mikið fyrirtæki, allir þessir músík- antar og kórraddir. Einhvers staðar í framtíðinni sé ég eigin verk en enn er allt á huldu. En mig langar til að gera prógramm með tónlist og text- um Þorvaldar Þorsteinssonar. Skömmu áður en hann kvaddi dúkkaði upp diskur með demó- upptökum sem hann hafði gert í Maastricht í Hollandi á náms- árum sínum. Og það voru slík- ar perlur, þessi lög og textar. Og óþekkt. Eitt lagið var sungið við jarðarförina og var mjög áhrifa- ríkt. Við Skúli Sverrisson rædd- um það okkar á milli að það væri gaman að taka þetta betur upp við betri skilyrði og meiri kunnáttu. En þetta er sá hluti af verkum Þorvaldar sem er síst aðgengileg- ur. Það er hægt að komast í fyr- irlestrana og myndlistin er alltaf möguleg til sýningar, en engum datt í hug að hann væri þetta góður kompónisti.“ Svo er Óttar Guðmundsson búinn að skrifa um þig bók? „Já, ég lagði blessun mína yfir hana.“ Ýmislegt fram undan, heldurðu að þú verðir alltaf að? „Afi Nóa sál- uga, Metúsalem, varð tæplega þús- und ára. Maður gerir ekki ráð fyrir því að fara fyrr en maður fer.“ Með það kveð ég Megas. Enfant terrible íslenskrar menningar sem hefur ort ein fegurstu ástarljóð sem til eru á íslenskri tungu. Manninn sem hefur reynt á þanþol íslensk- unnar og sýnt fram á að hún getur verið síkvik en um leið haldið hefð- inni á lofti. Manninn sem sagði þegar hann hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2000 að fyrst og fremst þýddu þau „bönns af monní“ fyrir hann. Þannig hefur hann leikið sér að helgimyndunum og dregið þær niður á okkar eðlislæga plan á rabelaiskan máta. Og kannski fyrst og fremst sýnt okkur fram á að ekk- ert er heilagt, allra síst við sjálf og skoðanir okkar. En ég man ekki betur en að á sínum tíma hafi Litlir sætir strákar og Tvær stjörnur veri í svipuðum flokki. Það er reyndar liðið. Menn kannast ekki einu sinni við það í dag, að Tvær stjörnur hafi verið litnar hornauga, en það var þannig. Þetta var álitið ergi og öfuguggaháttur. Tvær stjörnur– álitið öfuguggaháttur Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu um það ráðið hvert hann fer en ég vona bara hann hugsi soldið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli Já og andlitið þitt málað hve ég man það alltaf skýrt augnlínur og bleikar varir brosið svo hlýtt jú ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á en ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær ég man þig þegar augun mín eru opin hverja stund en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund KEMUR TIL BAKA „En á meðan maður heldur lífi þá á maður ekki svo óafturkvæmt að maður komi ekki til baka með því að hafa reynt á það sem fyrir skakkaföllum varð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 A -3 0 0 C 1 7 6 A -2 E D 0 1 7 6 A -2 D 9 4 1 7 6 A -2 C 5 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.