Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 22
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
Tilfelli fær tilfelli
Það er afmæli fram undan. Sjö-
tugur? „Menn eru alltaf að bása
og flokka alla hluti, raða og telja.
Og ekki síst árin. Ég held ég hafi
ekki tilfinninguna gagnvart þess-
um aldri.“
Þú upplifir þig þá ekki sjötugan?
„Nei, ég hef ekki þá tilfinningu sem
mér finnst ég ætti að hafa en ég hef
hins vegar ekki hugmynd um hver
eða hvers konar hún er. Miðað við
mínar ranghugmyndir þá hélt ég
að þetta væri öðruvísi. Það á þó
kannski ekki við um allan aldur en
gaman væri að finna þann aldur
hvar allir fíla sig þegar að honum
kemur.“
Megas er ekki með tónleika í
tilefni af afmælinu á prjónunum,
segir svo mikið af tónleikum í gangi
að síst sé á það bætandi. En er
hann hættur að performera? „Nei,
ég er ekki hættur því. Ég er bara
ekki alveg í því stuði um þessar
mundir. Maður er aðeins að byrja
á því að hreyfa sig, en maður dans-
ar ekki alveg eins liðugt og áður.“
Líkt og áður segir er Megas í
endurhæfingu á Grensás og ber
hann því vel söguna. Þar inni sé
allt eins og best verði á kosið. Þar
séu ungir og gamlir að endurræsa
sig eftir ýmiss konar áföll.
Þú hefur nú ort um einhverjar
heilbrigðisstofnanir … „Já, reynd-
ar aðallega þær sem ég hef minnst
af að segja. Þetta er partur af líf-
inu. Menn þurfa af og til að losna úr
umferð og menn geta alltaf dottið
af baki.
Hjá mér var það æð í höfði sem
gaf sig. Ég veit ekki alveg hvað það
heitir, en í gamla daga hét það „til-
felli“. Það kom af stað einhverju
illu ferli í heilanum sem kostaði
einhverjar stöðvar starfsgetuna.
En á meðan maður heldur lífi má
alltaf fá til baka það sem maður
missir að einhverju leyti.“
Megas, eitt alræmdasta tilfellið
í íslenskum menningarheimi, fékk
því tilfelli, en gengur vel að vinna
úr því og líður vel með lífið og til-
veruna í dag.
Hafnar ekki handanlífinu
Nú ertu að verða sjötugur og
nýbúinn að fá tilfelli, setur þetta
þig í þær stellingar að fara að velta
tilverunni fyrir þér, líta yfir farinn
veg og hvernig gangan verður fram
undan, eða er þetta bara enn einn
dagurinn? „Ég held að þetta sé bara
enn einn dagurinn. Að svo miklu
leyti sem maður þarf að skipuleggja
sig fram í tímann þá gerir maður
það. Ekkert frekar eða síður nú en
endranær. Að líta yfir farinn veg,
ég er held ég bara ekki í því. Eina
retróspektívið er að syngja gamalt
efni og ég ligg ekki mikið í því að
rannsaka ferlið. Þetta er bara ein
samfella, engin þróun, engin pró-
gressjón, þetta er allt sami kanón-
inn. Nema þá helst að mér hafi
fleygt fram í einhverjum tækni-
legum smáatriðum. En það sem
ég var að semja þegar ég var barn
stendur fyllilega jafnfætis því sem
ég sem í dag.
Menn fóstra auðvitað hin ólíkustu
verkefni, en það er alltaf gjarnan
einhver brú yfir í það næsta. En eins
og ég sagði, menn flokka og bása,
skilgreina og búa til tímabil.“
Þannig að þú situr ekki þessa
dagana og veltir fyrir þér tilvistinni
og ódauðleikanum? „Ekki meir en
hver annar.“
En handanlífið, trúirðu á það?
„Ég myndi halda að meiri en minni
líkur séu á framhaldslífi.“
Edrúlífið flatti eitthvað út
Talandi um tímabil, þú áttir þitt
edrútímabil, en því lauk. „Edrúlíf
er klisja sem menn hafa kosið að
misskilja á allan mögulegan hátt.
En þarna er átt við árin sem ég
stundaði AA-fundi. Af þeim mætti
segja margar sögur til næsta bæjar
en nafnleyndin bannar það. Ég held
ég hafi fengið þar gott veganesti til
seinni tíma.“
Þú fannst þig ekki í edrúlífinu?
„Þarna voru æði margar hliðar en
svo kom að því að mér fannst sumar
þeirra fletja út og rjúfa tengsl. Það
var eitthvað sem ég saknaði. Eitt-
hvert sambandsleysi við djúpið.“
Efnin hafa alltaf verið hluti af
þínu lífi, eða kannski það að vera
ekki í efnaleysi? „Efnin eru partur
af efnisheiminum en þær eru ýmsar
aðferðirnar við sköpun og þar má
segja að sérhver drepi sínar flær
með sínu lagi.“
Er þetta partur af þinni lífssköp-
un, eða kannski lífsstíl? „Nei, þetta
er bara partur af umferðarmögu-
leikum.“
Nýr tónn sem skar í fín eyru
Fyrsta plata Megasar, samnefnd
honum, kom út árið 1972. Óhætt er
að segja að hún hafi vakið athygli
og umtal.
Ef þú hefðir sem ungur maður þá
horft til ársins 2015, ertu þá á svip-
uðum stað nú og þú hélst að þú yrðir,
eða varstu ekkert að hugsa út í það?
„Mitt hugmyndaflug náði ekki svo
langt að höndla slíkt. Nei. Ég hafði
verið að dunda mér við að búa til
smálög við mína texta og annarra
frá því ég var 11 ára gamall. Það
hafði lengi verið gnægð af trúbador-
um erlendis en ég hafði við litla hefð
að styðjast. Sá vísnasöngur sem þar
tíðkaðist gekk ekki í útgefendur hér
á landi. Enda var mín fyrsta plata
gerð og gefin út í Noregi.“
Hún vakti mikla athygli og umtal,
áttirðu von á því? „Maður skil-
ur það betur í dag, þegar maður
lítur á umhverfið sem hún kom út
í, hvaða plötur voru yfirleitt gefn-
ar út, hvernig á því stóð. Hún þótti
gróf þótt mér fyndist hún blíðleg á
sínum tíma. Þýðlegur díalógur. Það
var mín ranghugmynd ef ég tek mið
af því sem þá var efst á baugi. Það
voru einkum námsmenn sem þekktu
Åkeström og Vreeswijk og þeir ósk-
uðu eftir hliðstæðu heima fyrir.
Það fjölgaði í hópnum eftir næstu
plötu, þá kveiktu poppararnir. Ég
fékk t.d. mjög góða dóma hjá Pétri
Kristjáns.“
En það er alltaf einhver angi sam-
félagsins sem hefur átt erfitt með að
akseptera þig og margar plötur hafa
vakið mikið umtal? „Já. Það eru
Megas. Þeir eru fáir mennirnir sem hafa vakið jafn mikið umtal og hann. Nafnið eitt og sér vekur upp
viðbrögð hjá fólki og leitun er að
manneskju sem ekki hefur skoð-
un á Megasi. Fólk elskar hann eða
hatar, en fáum er sama um hann.
Allt þetta hellist yfir blaðamann-
inn sem fær það verkefni að taka
viðtal við Megas. Tveggja síðna
helgarviðtal í tilefni af sjötugs-
afmælinu sem verður á þriðjudag.
Þegar við bætist að blaðamaður-
inn hefur verið aðdáandi frá því
að hann sem smápúki heyrði fyrst
í Megasi hjá foreldrum sínum er
ekki laust við að verkefnið vaxi í
augum. En verkefni eru til að tak-
ast á við þau og í huga þess sem
hér ritar þyrfti sá eða sú sem neit-
aði samverustund með Megasi að
fara að endurskoða forgangsröðun-
ina í lífinu.
Það er hins vegar með allt þetta
í farteskinu sem ég, ásamt ljós-
myndara, sæki Megas á Grensás,
en þar er hann í endurhæfingu. Og
Megas ferðast heldur ekki einn;
með í för er ferillinn, plöturnar,
lögin og ljóðin í rúma fjóra ára-
tugi. Þegar upp í bílinn er komið,
að ég tali nú ekki um þegar sest
hefur verið á Hótel Borg yfir kaffi,
hverfur þessi tilfinning þó og eftir
standa, eða sitja, tveir menn að
spjalla um ævi og verk annars
þeirra.
Þarf að
vera í
sambandi
við djúpið
Megas hefur verið hneykslunarhella í tæpa
hálfa öld. Hann verður sjötugur í næstu viku og
fær bók um sig í afmælisgjöf. Hann fór hratt,
hægði á sér, kynntist mörgum nýjum hliðum,
fannst ýmislegt fletjast út og hraðaði för sinni.
Hann þvertekur fyrir að vilja hneyksla. Hann er í
raun þægur.
Þarna voru æði
margar hliðar en svo kom
að því að mér fannst sumar
þeirra fletja út og rjúfa
tengsl. Það var eitthvað sem
ég saknaði. Eitthvað sam-
bandsleysi við djúpið.
UPPLIFI MIG ÞÆGAN Megas upplifir sig sem þægan mann sem sé alltaf að reyna að fara mjúkum höndum um hlutina í kringum hann þannig að enginn verði sár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
9
-8
3
3
C
1
7
6
9
-8
2
0
0
1
7
6
9
-8
0
C
4
1
7
6
9
-7
F
8
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
8
8
s
_
3
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K