Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 78
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 54 Ég er orðin smá mamma í mér og það fer með mér út á völlinn líka. Margrét Lára Viðarsdóttir Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Samruni Gildis-lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni, Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga verður haldinn á Hótel Ísafirði föstudaginn 17. apríl. kl. 17.00. Reykjavík 31. mars 2015, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2015 www.gildi.is SPORT FÓTBOLTI „Að sumu leyti líður mér eins og ég sé að byrja upp á nýtt. Það er svolítið skrítið að koma aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en hún kom aftur inn í íslenska landsliðið á Algarve- mótinu á dögunum en hún hafði þá verið fjarverandi í eitt og hálft ár þar sem hún eignaðist barn. Margrét Lára og stelpurnar í landsliðinu verða í eldlínunni í Kórnum í dag klukkan 14.00 er þær spila við sterkt lið Hollands í vináttulandsleik. „Hugarfarið hjá mér hefur líka breyst svolítið. Ég er farin að þroskast og taka meiri ábyrgð en áður. Maður hugsar meira um að hjálpa liðinu fyrst og fremst og leikmönnunum í kringum sig. Ég er orðin smá mamma í mér og það fer með mér út á völlinn líka. Ég er ekki lengur á vellinum á eigin for- sendum að reyna að bæta eitthvert markamet,“ segir Margrét Lára en var hún þá bara að hugsa um sjálfa sig áður? „Nei, ég segi það nú ekki. Þetta er bara öðruvísi núna. Ég hef sjö ára meiðslasögu á bakinu, er að eldast og veit að ég er ekkert að fara til Potsdam. Forsendurnar hjá mér hafa breyst og ég í leiðinni.“ Losnar aldrei við meiðslin Eins og Margrét kemur inn á glímdi hún við erfið meiðsli aftan í læri í mörg ár en það lagaðist eftir barnsburðinn. Sá gamli draugur er þó byrjaður að banka aftur upp á. „Ég hef verið að lenda í smá vandræðum út af þessu. Það var búið að vera mikið álag og ég hélt að ég væri orðin alveg laus við þetta en það er ljóst að ég verð að lifa við þetta það sem eftir er af mínum ferli. Álagið á mér var því minnkað aftur og ég er í fínu jafn- vægi núna.“ Framherjinn magnaði er kom- inn aftur á mála hjá sænska liðinu Kristianstad þar sem hún gerði það gott áður. „Það er mjög gaman og frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum aftur. Það eru forréttindi að hafa boltann að atvinnu og maður verð- ur að kreista það aðeins lengur,“ segir Margrét Lára en hún verður 29 ára gömul í sumar. Ætlar í master í sálfræði Á meðan hún hefur spilað fótbolta hefur hún líka menntað sig og er farin að huga að því sem tekur við er hún leggur skóna á hilluna. „Óneitanlega er ég farin að horfa fram á veginn því ég hef markmið varðandi atvinnu síðar meir. Ég er búin að klára BS í sál- fræði og íþróttafræði og stefni á mastersnám í sálfræði. Meðan lík- aminn er í góðu standi og ég hef svona gaman af þessu þá held ég áfram. Ég er búin að lofa þjálfar- anum að fara í það minnsta með á næstu lokakeppni sem er 2017. Það væri gaman að toppa þar sem leikmaður með liðinu. Ég horfi því þangað og mun taka stöðuna eftir það.“ Margrét Lára er markahæsti leikmaður í sögu kvennalands- liðsins með 71 mark í 97 landsleikj- um. Hvorki hún né aðrir leikmenn landsliðsins voru á skotskónum á Algarve-mótinu þar sem liðið skor- aði ekki eitt einasta mark. „Við reyndum að taka það jákvæða úr mótinu. Það var fullt af flottum hlutum sem við vorum að gera. Við einbeittum okkur að varnarleiknum og hann gekk mjög vel. Það má heldur ekki gleyma því að við vorum að spila á móti bestu þjóðum heims,“ segir Margrét en engu að síður hefur íslenska lið- inu oft gengið vel á þessu móti og meðal annars komist í úrslit. Þetta var slakasta frammistaða Íslands á mótinu. „Þetta var æfingamót og við fengum út úr mótinu það sem við þurftum fyrir utan stigin. Ég held samt að það sé mikilvægt að við vinnum þennan leik gegn Hollandi. Ekki síst fyrir andlegu hliðina. Að fá sigurtilfinninguna aftur.“ Það hafa orðið kynslóðaskipti í landsliðinu og meðan þau gengu yfir tókst liðinu ekki að komast á HM og í kjölfarið kom slakur árangur á Algarve. Nú er þeim lokið og stelpurnar ætla sér stóra hluti í undankeppni EM. Ætlum að vinna riðilinn „Við höfum aldrei unnið riðilinn okkar í undankeppni EM en nú erum við í efsta styrkleikaflokki þannig að möguleikinn á að vinna riðilinn er fyrir hendi. Við ætlum því að vinna þennan riðil og fara beint á EM,“ segir Margrét Lára en hver er munurinn á liðinu í dag og fyrir þremur til fjórum árum? „Það hefur alltaf verið mikill metnaður í kvennalandsliðinu og leikmenn hafa lagt mikið á sig. Við erum með 11-13 leikmenn sem spila erlendis. Fæstar okkar eru þar vegna peninganna heldur erum við þarna af því okkur lang- ar að bæta okkur og verða betri leikmenn. Það hugarfar er í þess- um hópi. Hér eru allar stelpurnar í toppformi og heilt yfir finnst mér allir leikmennirnir vera þannig í dag. Mér finnst unun að horfa á þetta lið og sjá hvað leikmenn eru miklir fagmenn.“ henry@frettabladid.is Tek meiri ábyrgð en áður Margrét Lára Viðarsdóttir segist vera orðin meiri liðsmaður en hún var og hugarfar hennar hafi breyst. Hún veit að ferillinn er farinn að styttast en ætlar að spila með landsliðinu á EM 2017 og skoða svo stöðuna. STEMNING Það var stuð á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. Hér eru Margrét Lára og Guðný Björk Óðinsdóttir á flugi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Leikur ársins í þýska handboltanum fer fram á morg- un þegar tvö bestu lið Þýskalands mætast í leik sem gæti gert út um titilbaráttuna í Þýskalandi. Topplið Kiel tekur þá á móti Rhein-Neckar Löwen. Kiel er með tveggja stiga forskot á toppnum en hefur leikið einum leik meira. Mikil spenna er fyrir leiknum í Kiel og þeir miðar sem fóru í sölu á leikinn seldust upp á 20 mínút- um. Rúmlega 10 þúsund manns munu gera allt vitlaust á leiknum en forráðamenn Kiel sögðust auð- veldlega hafa getað selt tíu þúsund miða í viðbót. „Þetta verður mjög erfitt fyrir okkur að öllu leyti ef Kiel vinn- ur. Kiel er til að mynda með mun betra markahlutfall og ég sé ekki hvar liðið á að tapa stigum. Við verðum, og ætlum, okkur að vinna þennan leik,“ sagði Nikolaj Jacob- sen, þjálfari Löwen, en Kiel varð meistari á markamun í fyrra. Stefan Kretzschmar handbolta- spekingur segir að titillinn sé undir í þessum leik. „Ef Kiel vinnur þá er liðið orðið meistari. Liðið hefur verið að bæta sig í allan vetur og það er mikið sjálfstraust í liðinu. Ég held að liðið tapi ekki fleiri stigum í vetur,“ sagði Kretzschmar. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson spilar með liðinu. Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson spila með Löwen. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 15.10. - hbg Úrslitaleikur í Kiel Uppgjör Kiel og Löwen fer fram í Kiel á morgun. Í LYKILHLUTVERKI Aron Pálmarsson mun spila stórt hlutverk í leiknum gegn Löwen á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY UFC Gunnar Nelson mun mæta Englendingnum John Hathaway í búrinu í Las Vegas þann 11. júlí næstkomandi. Það hefur mikið gengið á hjá Hathaway á ferlinum. Hann hefur unnið 17 bardaga en tapað tveimur. Síðasti bardagi hans var fyrir 13 mánuðum og þá tapaði hann. Hann vann þrjá bardaga þar á undan. Hathaway hefur aftur á móti lítið keppt síðustu ár enda var hann greindur með Crohns-sjúk- dóminn árið 2010 og það hefur háð honum síðustu ár. Crohns-sjúkdómurinn er lang- vinnur bólgusjúkdómur sem einkennist af tímabilum þar sem sjúklingurinn er með hita, kviðverki, niðurgang og jafn- vel megrast en þess á milli er hann einkennalítill/laus, að því er kemur fram á doktor.is. Hathaway keppti einu sinni árið 2011 og tvisvar árið 2012. Þá tók hann sér frí vegna veikind- anna en kom til baka í fyrra. Gunnar keppti síðast í október í fyrra er hann tapaði sínum fyrsta bardaga. Það var gegn Rick Story og tapaði Gunnar á dómara- úrskurði. Hathaway kannast vel við Story en þeir mættust í búrinu árið 2009. Sá bardagi fór allar þrjár loturnar og dæmdu allir dómararnir Hathaway sigur. Hann kláraði því manninn sem stöðvaði Gunnar. Það verður áhugavert að sjá hvernig Hathaway mætir til leiks í Las Vegas. - hbg Hver er John Hathaway? HATHAWAY Hefur lagt manninn sem vann Gunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 9 -2 0 7 C 1 7 6 9 -1 F 4 0 1 7 6 9 -1 E 0 4 1 7 6 9 -1 C C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.