Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 60
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 36 Brandarar Aníta Nótt 7 ára sendi okkur mynd af þessu páskalega húsi. Aðalfundur KEA verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi þriðjudaginn 28. apríl kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Tillögur sem óskað er eftir að verði afgreiddar á fundinum skulu berast stjórn skriflega eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og ársreikningur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðunni www.kea.is Aðalfundur KEA Ég tók bílpróf í gær. Einmitt það. Stóðstu prófið? Ég veit það ekki enn þá. Prófdómarinn er víst enn þá í taugaáfalli. Lítil stelpa: Góðan daginn, ég ætla að fá einn poka af fuglafræjum. Afgreiðslumaður: Hvað áttu marga fugla? Stelpan: Engan enn þá, en ég er að fara að gróðursetja. Presturinn: Hlustar þú stundum á samvisku þína? Palli: Nei, á hvaða rás er hún? Hvers vegna lagðirðu engin hnífapör við diskinn hans Jóa frænda? Ég hélt að hann þyrfti engin, þú sagðir að hann æti eins og svín! Hvað ætlar þú að gera í páskafríinu, Aldís Elfa? „Fyrst fer ég með mömmu, afa og ömmu í sveitina í nokkra daga. Við ætlum að borða páskaegg og leita að páskahænunni sem mætir á hverju ári og verpir súkkulaðieggjum í hænsnakof- anum hjá langafa. Það hefur samt enginn séð hana enn þá nema langafi. Síðan fer ég á Hvolsvöll til Hrafnhildar ömmu og eyði restinni af páskunum með pabba, Klöru og Daníel Breka, litla bróður mínum.“ Ferðu oft í sveitina? „Já, í ömmuhús á Böðmóðsstöðum. Þar leik ég mér, fer í heimsókn- ir. Ég fer stundum til langafa og langömmu en oftast til Hrann- ars, frænda míns. Við gerum fullt skemmtilegt saman, skoð- um dýrin, förum á hestbak með Huldu Köllu, frænku minni, leik- um okkur og drullumöllum.“ Segðu mér meira frá dýrunum sem þú þekkir. „Já, ég á hund hjá pabba mínum sem heitir Skotta en í sveitinni eru hestar, beljur, kindur, hænur, kanínur, hundar og köttur. Uppáhalds- dýrin mín eru hestar, ég fæ stundum að fara á hestbak.“ Hefur þú séð dýr fæðast? „Já, einu sinni sá ég lamb fæðast þegar ég var hjá Ásu ömmu í Grindavík.“ Hvað heitir besti vinur þinn eða vinkona? „Helena er besta vinkona mín, við erum alltaf í fyndnum og skemmtilegum leikjum saman.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Píta og pitsa.“ Hvað finnst þér skemmti- legast af öllu að gera? „Mér finnst skemmtilegast að syngja, leika mér í tölvunni og fara í sund.“ Ertu farin að spá í hvað þig langar að verða þegar þú verð- ur stór? „Ég ætla að verða lækn- ir og tölvufræðingur sem býr til tölvuleiki.“ Fer í sveitina að leita að páskahænunni Aldís Elfa Franzdóttir, sex ára, umgengst hesta, kýr, kindur, kanínur, hunda og kött í sveitinni hjá langafa þar sem páskahænan verpir súkkulaðieggjum. ÆVINTÝRASTELPA „Einu sinni sá ég lamb fæðast þegar ég var hjá Ásu ömmu í Grindavík,“ segir Aldís Elfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bragi Halldórsson 142 Konráð og Lísaloppa horfðu forviða á þessa þraut. „Hvað getur þetta nú eiginlega átt að vera?“ spurði Konráð. „Við verðum að lesa leiðbeiningarnar,“ sagði Lísaloppa. Hún las upphátt fyrir þau bæði. „Hér stendur,“ sagði hún. „Úr þessu stafarugli má lesa tvö orð sem oft standa á litlum hurðaskiltum.“ Konráð glennti upp augun og leit á Lísuloppu. „Á hurðaskiltum?“ sagði hann undrandi. „Hvað er nú það sem oft er skrifað á hurðir,“ hann gat ekki munað eftir neinu nema myndum á klósettskiltum. Getur þú leyst þessa gátu? Manstu eftir einhverju tveim orðum sem oft standa á hurðaskiltum? SVAR: Ef lesin er annar hver stafur frá vinstri og hins vegar aftur á bak, frá hægri, sérðu þessi tvö orð. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 8 -D B 5 C 1 7 6 8 -D A 2 0 1 7 6 8 -D 8 E 4 1 7 6 8 -D 7 A 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.