Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 12
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 Verið velkomin í öflugan nemendahóp! Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2015 María Guðnadóttir Meistaraverkefni: Komur aldraðra á bráðamóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss vegna meiðsla á árunum 2011–2012 Friðgeir Andri Sverrisson Meistaraverkefni: Háþrýstingssjúkdómar á meðgöngu og námsárangur barna. Framskyggn hóprannsókn Heiðrún Hlöðversdóttir Meistaraverkefni: Langtíma heilsufarslegar afleiðingar eftir eldgosið í Eyjafjallajökli Vigdís Jóhannsdóttir Meistaraverkefni: Blóðgjafar á Íslandi: lýðgrunduð rannsókn á landsvísu frá 2005 til 2013 MIÐSTÖÐ Í LÝÐHEILSUVÍSINDUM Hvernig líður þjóðinni? Meistara- og doktorsnám í lýðheilsuvísindum Meistaranám í lýðheilsu (MPH, Master of Public Health) er tveggja ára þverfræðilegt nám sem veitir hagnýta þekkingu á framkvæmd heil brigðis- rannsókna og útfærslu forvarnar aðgerða. Námið er mikilvægur undir búningur fyrir þá sem ætla sér forystuhlutverk á hinum fjölmörgu sviðum heilbrigðismála. Í boði er: » kennsla frá helstu sérfræðingum Íslands á sviðum lýðheilsu og líftölfræði » valnámskeið úr fjölmörgum fræðasviðum Háskóla Íslands, þar á meðal: heilsuhagfræði, heilsusálfræði, næringarfræði, opinberri stjórnsýslu, umhverfisfræði og vinnuvernd » kennslu- og rannsóknarsamstarf við fremstu mennta- stofnanir heims, þar á meðal Harvardháskóla í Boston og Karolinska Institutet í Stokkhólmi » rannsóknarsamstarf við innlendar stofnanir, þar á meðal: Hjartavernd, Krabbameinsfélag Íslands, LSH og Embætti landlæknis Kynningarfundur 9. apríl kl. 12:00 í stofu 107 í Stapa við Hringbraut www.publichealth.hi.is BRETLAND Kosningabarátta fyrir þingkosningarnar í Bretlandi komst á flug í sjónvarpskappræð- um leiðtoga stjórnmálaflokkanna síðastliðinn fimmtudag. Kappræð- urnar voru ein- stakar í breskri stjórnmála- sögu fyrir þær sakir að þetta er í annað sinn sem kappræð- um er sjónvarp- að í Bretlandi og í fyrsta sinn tóku leiðtogar sjö stjórnmálaflokka þátt. Hefðin er sú að stóru flokkarnir tveir, Íhaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn, taka einir þátt í slíkum viðburðum en nærvera fulltrúa hinna flokkanna þykir vera til marks um það að stóru flokkarnir séu að missa tök sín á breskum stjórnmálum. Kosningarnar þykja því snúast að miklu leyti um árangur minni flokkanna og möguleika þeirra á að mynda ríkisstjórn með stóru flokkunum eða verja þá falli. Samkvæmt öllum helstu kosn- ingaspám þykir líklegt að enginn flokkur nái hreinum meirihluta og því eru á kreiki miklar vanga- veltur um hugsanlegt stjórnar- mynstur. Skoski þjóðarflokkurinn gæti óvænt haft mikil áhrif á mynd- un næstu ríkisstjórnar, en sam- kvæmt mörgum könnunum mun flokkurinn sigra í flestum kjör- dæmum í Skotlandi og bæta all- verulega við sig þingmönnum. Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hefur útilokað að mynda ríkisstjórn með Skoska þjóðar- flokknum en hefur þó ekki úti- lokað að þiggja stuðning hans til að verja minnihlutastjórn flokks síns falli. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, tekur í svipaðan streng og Miliband og segir að það sé kappsmál fyrir þau að halda Íhaldsflokknum frá völdum en til þess myndu þau kjósa að verja stjórn Verkamannaflokksins falli. Fylgi við ríkisstjórn Íhalds- flokksins og Frjálslyndra demó- krata stendur höllum fæti vegna fylgishruns Frjálslyndra eftir góðan árangur þeirra í þingkosn- ingunum 2010. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, þykir ekki hafa staðið við mörg þeirra loforða sem hann varpaði fram í síðustu kosningum. Aðspurður um hugsanlega samstarfsfélaga í ríkis stjórn hefur Clegg sagt að hans fyrsta val væri að vinna áfram með Íhaldsflokknum en hann gæti líka séð fyrir sér ríkis- stjórn með Verkamannaflokknum. David Came- ron, forsætis- ráðherra Bret- lands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur neitað að tjá sig um mögu- legt stjórnar- mynstur fyrr en eftir kosn- ingar. Cameron hefur ekki úti- lokað samstarf við UKIP, Breska sjálfstæðis flokkinn. Nigel Farage, leiðtogi UKIP, segist geta hugsað sér að verja ríkis stjórn Íhaldsflokksins falli gegn því að haldin verði þjóðar- atkvæðagreiðsla um veru Bret- lands í Evrópusambandinu fyrir árslok 2015. Áður hefur Cameron lofað því að slík atkvæðagreiðsla verði haldin fyrir árslok 2017 nái flokkur hans að halda áfram í rík- isstjórn. Kosningar í Bretlandi fara fram 7. maí næstkomandi. stefanrafn@frettabladid.is Litlir flokkar í lykilstöðu Íhaldsmenn útiloka ekki samstarf við Breska sjálf- stæðisflokkinn. Skoski þjóðarflokkurinn vill verja minnihlutastjórn Verkamannaflokksins vantrausti. PÓLITÍSKUR REFUR Ómögulegt er að spá um það hver næsti ábúandi í númer 10 verður NORDICPHOTOS/AFP ED MILIBAND DAVID CAMERON ➜ Nýjasta spá YouGov Verkamannaflokkurinn 262 þingsæti Græningjaflokkurinn 1 þingsæti Skoski þjóðarflokkurinn 35 þingsæti Aðrir flokkar 21 þingsæti Frjálslyndir demókratar 30 þingsæti Íhaldsflokkurinn 297 þingsæti Breski sjálfstæðisflokkurinn 4 þingsæti Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi sem þýðir að ekki er nóg að skoða heildarfylgisprósentu fl okkanna. Því þarf að skoða gögn úr hverju kjördæmi fyrir sig til að geta ákvarðað lokaþing- mannatölu. Fyrirtækið YouGov tekur saman gögn úr öllum kjördæmum og uppfærir vikulega. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -F 8 F C 1 7 6 8 -F 7 C 0 1 7 6 8 -F 6 8 4 1 7 6 8 -F 5 4 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.