Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 18
4. apríl 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Það skiptir miklu máli fyrir lítið land eins og Ísland að kynna sig. Nafn er vöru- merki og getur staðið fyrir ýmis gæði. Oft eru þessi gæði huglæg en það þýðir þó ekki að þau séu óraunveruleg. París á til dæmis að vera mjög rómantísk borg og marg- ir koma þangað til að upplifa hana. Og þótt maður finni litla róman- tík í bíl með frönskum leigubíl- stjóra eða bíðandi í langri biðröð í steikjandi hita þá þýðir það ekki að hún sé ekki þarna. Maður þarf bara að leita betur að henni. Þess- ar herferðir allar hafa skilað ein- hverjum árangri. Björk Guðmunds- dóttir hefur þó líklega gert meira gagn. Hún kom Íslandi á kortið. Fleiri tónlistarmenn hafa svo fylgt í kjölfarið. Eyjafjallajökull bætti svo um betur. Og jafnvel efnahags- hrunið kom að málum. Fleiri og fleiri jarðar búar vita að við erum til og eru jafnvel forvitnir að fá að vita meira um okkur. Vöru- merkið Ísland stendur á tíma- mótum. Og þá er ég ekki að tala um bresku matvöruversl- anirnar. Árið 1989 fór ég í fyrsta skipti til Ameríku. Það kom mér töluvert á óvart hve fáir vissu nokkuð um Ísland. Þeir fáu sem könnuðust við það voru full- vissir um að þar væri fyrst og fremst kalt og ekkert annað. Það breyttist fljótt. Nokkrum árum síðar var það svo að ef maður var spurður hvaðan maður væri og sagðist vera frá Íslandi, kinkaði fólk kolli og sagði: „Ahh, Bjork!“ Ég held að það hafi verið bein afleiðing af Debut sem kom út 1993. Á amer- ísku grín-korti af heiminum frá árinu 2000 er Ísland kallað Bjork- land. Svo breyttist þetta smátt og smátt og fleiri tónlistarnöfn komu upp í huga fólks þegar það heyrði landið okkar nefnt. Manni leið oft næstum því eins og maður ynni hjá risavöxnu plötufyrirtæki. Nú sýnist mér þetta enn þá vera að breytast. Ég hef ferðast nokkuð um Banda- ríkin undanfarna mánuði og er oft spurður, á förnum vegi, hvaðan ég sé. Ég hef engan hitt sem ekki veit eitthvað um Ísland. Allir þekkja Björk og Sigur Rós og Of Monsters and Men. Flestir sem ég hitti segj- ast hafa heyrt að Ísland sé fallegt og áhugavert land. Fólk veit jafn- vel eitthvað um loftslagið og hefur fyrir víst að það sé alls ekki eins kalt og nafnið gefur til kynna. Það eru langalgengustu viðbrögðin. Ég hitti stundum fólk sem hefur jafn- vel komið til Íslands. Og það er allt- af himinlifandi yfir ferðinni og seg- ist staðráðið í að fara aftur og þá með fleiri með sér. Vörumerkið Ísland stendur á tímamótum Ég man eftir alþjóðlegri könnun sem gerð var fyrir mörgum árum á því hver væri ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það sem var sláandi við niðurstöðurnar var að fæstir aðspurðra vissu yfir höfuð að Ísland væri til. Nokkrir höfðu heyrt um það en gátu ómögulega bent á það á landakorti. Þetta varð mörgum áhyggjuefni. Það er alltaf leiðinlegt þegar aðrir vita ekki af manni og halda að maður sé ekki til. Ég held að það hafi verið í kjöl- far þessarar könnunar sem rykið var burstað af hinu séríslenska orði „landkynning“ og stjórn- málamenn urðu meðvitaðir um gildi þess og mikilvægi að Ísland væri þekkt fyrir eitthvað. Það var farið af stað í margar kynningar- herferðir, sendinefndir héldu út í heim og staðið var fyrir her ferðum til að kynna eitthvað. Sumt af þessu var óttalegt brölt og jaðraði næstum því við örvæntingarfulla athyglisþörf. Sumt hefur verið vel gert og annað ekki. Ísland var til dæmis markaðssett lengi sem ein- hver paradís fyrir lausláta alkó- hólista og því var haldið á lofti að íslenskar konur væru alltaf til í að sofa hjá hverjum sem var, sérstak- lega ef þær væru fullar. Sumar af þessum herferðum voru svo kjána- legar, eins og til dæmis þegar maður í sjónvarpsauglýsingu sást kaupa sér djúpsteiktan fisk í Eng- landi og bað svo um kokteilsósu á hann: Góð hugmynd frá Íslandi. Ég veit ekki hvaðan kokteilsósa er en hún er örugglega ekki frá Íslandi. Ímynd Íslands Ísland hefur upp á gríðar-lega margt að bjóða. Við eigum einstaka náttúru sem á engan sinn líka í öllum heimi. Mér finnst það skylda okkar að vernda hana og varðveita, fyrir okkur sjálf og okkar gesti til að njóta og upplifa. Ástand þeirra mála er ekki nógu gott. Að Ísland skuli ekki enn þá eiga veglegt náttúruvísindasafn er hrein og klár þjóðarskömm. Íslensk saga og bókmenntir eru þjóðararfur. Því miður hefur skort pólitíska framtíðarsýn og skilning í þeim málum. Flestir stjórnmálamenn virðast halda að hryggjar stykkið í íslenskri menningu sé lamba- hryggurinn og ekkert geti talist almennilega íslenskt nema hægt sé að éta það. Það er ekki svo. Við gætum gert svo miklu meira af því að draga fram handritin okkar og gera þau aðgengileg okkur sjálfum og gestum okkar. En kjarninn í íslenskri menningu er samt ekki falinn í fortíðinni eða dulinn í framtíðinni. Hann er við sjálf núna. Hann birtist okkur í þeim orðum og tónum sem við gefum frá okkur. Gleðilega páska! Skortir pólitíska framtíðarsýn F réttablaðinu barst aðsend grein 10. júní 2014. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari skrifaði greinina í kjölfar umræðna um vanhæfi Sverris Ólafssonar, meðdómanda Guðjóns í svokölluðu Aurum-máli. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar fjárfestis, sem á dögunum var dæmdur til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Nokkru síðar barst Fréttablaðinu annað erindi. Guðjón hafði hætt við að birta greinina. Ólíkt því sem uppi var á teningnum í Al Thani-málinu, voru allir sakborn- ingar í Aurum-málinu sýknaðir í héraði. Málið er nú til meðferðar í Hæstarétti. Í kjölfar héraðsdómsins myndaðist umræða um tengsl Sverris meðdómara og Ólafs bróður hans. Sérstakur saksóknari kom fram í fjölmiðlum og kvaðst koma af fjöllum. Hann hefði ekki vitað að Sverrir og Ólafur væru bræður, og gaf í skyn að þessi tengsl hefðu valdið vanhæfi Sverris við meðferð málsins. Hæstiréttur hefur nú staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að verjendur í Aurum-málinu fái ekki að leiða dómara málsins í héraði, þá Guðjón og Sverri, til skýrslutöku. Ástæða kröfu verjendanna er sú að ríkissaksóknari gerir þá kröfu fyrir Hæstarétti að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað, vegna meints vanhæfis Sverris Ólafssonar. Meðal málsgagna er tölvupóstur frá Guðjóni St. Marteinssyni og blaðagreinin umtalaða. Í tölvupóstinum segir að Guðjón hafi hætt við birtingu greinarinnar eftir að hafa rætt efni hennar við ríkis- saksóknara og sérstakan saksóknara. Ástæðan er að á þeim tíma sá hann ekki né reiknaði með að krafa ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti yrði ómerkingarkrafa. Í tölvupóstinum segir síðan: „Ég hefði hins vegar birt greinina hefði svo verið.“ Málið er merkilegt fyrir þær sakir að í tölvupósti Guðjóns til lög- manna málsins og í blaðagreininni er fullyrt að Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari, hafi hringt í Guðjón daginn eftir að til- kynnt hafði verið um meðdómendur í málinu. Sérstakur saksóknari hafi sjálfur greint Guðjóni frá tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar. Kveðst dómarinn hafa gert saksóknara grein fyrir að þau skyggðu ekki á hæfi Sverris í málinu. Hafi símtalinu lokið með því að sérstakur saksóknari hafi sagst ekki gera athugasemd við hæfi Sverris og það hafi hann ekki gert við meðferð málsins í héraði. Þetta hefur Sverrir Ólafsson staðfest. Guðjón St. Marteins- son segir sérstakan saksóknara því fara með rangt mál þegar hann neitar að hafa vitað af tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafs- sonar þegar aðalmeðferð hófst í Aurum-málinu. Kunnugir segja það einsdæmi að dómari hafi haldið því fram opinberlega að saksóknari hafi logið um atriði er varðar með- ferðina. Hæstiréttur hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu ástæður til að leiða frekar í ljós hver segi satt og hver ósatt. Varla getur það verið boðleg niðurstaða út frá sanngirnis- og réttaröryggissjónarmiðum? Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að til- gangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafs- sona. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða enda- hnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við. Sérkennileg staða í dómsmáli: Satt eða ósatt? Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -5 6 0 C 1 7 6 8 -5 4 D 0 1 7 6 8 -5 3 9 4 1 7 6 8 -5 2 5 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.