Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 2
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FERÐAÞJÓNUSTA Þessir ferðamenn virtu fyrir sér Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Það er af sem áður var þegar allt var lokað á þess- um degi. Í gær voru til að mynda ýmsir veitingastaðir, kaffihús og matvörubúðir opnar. Einnig var hægt að fara í sund í þremur sund- laugum í borginni og verður það líka hægt á páskadag. Þeir ferða- menn og heimamenn sem dvelja í borginni um páskana þurfa því ekki að hafa áhyggjur. - vh Það er af sem áður var, víða er opið um páskahelgina: Páskastemning í höfuðborginni FÖSTUDAGURINN LANGI Mikið af ferðamönnum er á landinu og láta þeir lokanir um páskana lítið á sig fá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SAMFÉLAG „Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir máls- hætti sem hafa verið settir í páska- egg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spak- mæli sem vekja fólk til umhugs- unar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara. Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjöl margar greinar og bækur um íslenskar mál- hefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðli- legar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasam- félaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minn- ist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungu- taki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigða- ríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“ Í málsháttum eru vanalega sann- indi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja máls- hætti liðinn undir lok? Sölvi seg- ist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orð- tök, til er eldgamalt orðtak: Eng- inn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orð- tök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merk- ingu.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Kvarta yfir neikvæð- um málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, segir málshætti krydd í tungutaki Íslendinga. GAMALGRÓINN SIÐUR Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugs- unar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigða- ríkum máls- háttum, sem eru svo hnit- miðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein. Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri. Salur borgarstjórn- ar var aðeins skip- aður konum þann 31. mars. Tilefnið var 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. „Þetta var einkar hátíðleg stund,“ segir Sóley Tómas- dóttir, forseti borgarstjórnar. Bara konur FIMM Í FRÉTTUM: SUMARSTÖRF OG FYRIRKOMULAG TÚRISMANS Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráð- herra, ákvað að verja 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði til að standa straum af kostnaði við átaks- verkefni til að skapa störf fyrir náms- menn í sumar hjá opinberum stofn- unum og sveitar- félögum, líkt og gert hefur verið sl. fimm sumur. Edward H. Huijbens , prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að aukn- um straumi ferðamanna til landsins verði að mæta með fleira starfs- fólki sem sækja verði til útlanda. Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir var ein þeirra sem féllu fyrir aprílgabbi Fréttablaðsins. Að auki vakti myndband unnið úr Kastljósvið- tali við hana mikla lukku á vefnum í vikunni. Framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarút- vegi, Kolbeinn Árnason, var óánægður með fyrir- ætlan ríkisstjórnarinnar um að hækka veiðigjald á makríl um 200 prósent. Fimleikafélag Hafnar- fjarðar vinnur nú að byggingu tveggja nýrra knatthúsa. Byggingarnar eru keyptar af finnsku fyrirtæki sem nefnist Best-Hall. Umboðsmaður fyrirtækisins á Íslandi er Jón Rúnar Halldórsson, for- maður stjórnar knattspyrnudeildar FH. BJÖRGUN Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í gær 320 flóttamönnum sem voru bjargarlausir á fiskibáti á Miðjarðarhafi. Báturinn var um 30 sjómílur norður af Líbíu og þrír aðrir bátar voru á svæðinu. Neyðarkall barst frá bátnum snemma í gærmorg- un, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Flóttamennirnir voru allir færðir um borð í Tý sem sigldi svo áleiðis til Pozzallo á Sikiley en áætlað er að varðskipið komi þangað síðdegis í dag. Áhöfnin á Tý hlúði að fólkinu sem var nokkuð ótta- slegið eftir hrakningana. Í hópnum er fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá eru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær barnshafandi. Aldrei hafa fleiri flóttamenn verið teknir um borð í íslenskt varðskip en áhöfn Týs hefur tekið þátt í fjölmörgum björgunaraðgerðum á svæðinu síðustu mánuði. Talsverðar annir hafa verið á þessu svæði undan- farið samkvæmt Landhelgisgæslunni. Á fimmtudag tók Týr þátt í annarri aðgerð þar sem bátur með flóttafólki sneri við til Líbíu eftir að hafa sent út neyðarkall á svipuðum slóðum og báturinn var á í gær. Áhöfn Týs mun sinna leit og björgun og landa- mæragæslu á þessu svæði fram í miðjan maí en ráð- gert er að skipið komi til Ísland í lok maí. - vh Varðskipið Týr tók þátt í björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi á fimmtudag: Björguðu 320 flóttamönnum Á STJÓRNLAUSUM FISKIBÁT Flóttamennirnir sem áhöfn Týs bjargaði voru á stjórnlausum fiskibát. Hér sjást flóttamenn sem áhöfn skipsins bjargaði í annarri björgun. MYND/TÝR SIMBABVE Joyce Mujuru, fyrrver- andi varaforseti Simbabve, hefur verið rekin úr flokknum Zanu-PF, sem er flokkur forsetans Roberts Mugabe sem setið hefur á stóli forseta í 35 ár. Mujuru þótti eitt sinn líkleg til að taka við stjórntaumum í land- inu af Mugabe en lenti upp á kant við eiginkonu hans. Í desember var hún rekin úr embætti vara- forseta og sökuð um að ætla að ráða forsetann af dögum. Grace, 49 ára eiginkona Mugabes, hefur tekið við flestum verkefnum Muj- uru innan flokksins. - jóe Fyrrverandi varaforseti rekinn: Hrakin á brott úr flokki forseta MENNING Stúdentaleikhúsið frum- sýnir leikritið MIG þann 10. apríl. Leikhópurinn samdi verkið í samstarfi við Öddu Rut Jóns- dóttur leikstjóra. Stúdentaleikhúsið hefur verið starfrækt í átta áratugi. Á þeim tíma hafa margir þjóðþekktir leikarar spreytt sig í uppsetning- um leikfélagsins. Þá hefur félagið unnið til leik- listarverðlauna á innlendum og erlendum vettvangi. Verkið verður sýnt að Strand- götu 75 og almennt miðaverð er 2.500 krónur. - ie Leikhúsgleði í Hafnarfirði: Stúdentar kynna MIG FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN Vor í Barcelona 30. apríl - 3. maí Verð frá 99.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann í tvíbýli á hótel Ayre Gran Via með morgunverði *Verð án Vildarpunkta 109.900 kr. Fararstjóri er Kristinn R. Ólafsson VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair VEÐUR 8° 9° 6° 6° 12 6 6 8 6 Sæmilegasta veður víða um land og yfirleitt rauðar hitatölur. Vindur verður ekki til ama, en víða verður rigning eða súld með köflum. SJÁ SÍÐU 44 4° 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -0 B F C 1 7 6 8 -0 A C 0 1 7 6 8 -0 9 8 4 1 7 6 8 -0 8 4 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.