Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 10
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
Við lifum nú tíma þar sem fjölmiðlun
skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr.
Með samruna fjölmiðla, tölvutækni
og fjarskipta hefur fjölmiðlalandslagið
breyst til muna og nýir miðlar litið dags-
ins ljós. Þessi veruleiki kallar á áleitnar
spurningar um tjáningarfrelsið og frið-
helgi einka lífs, ábyrgð á ummælum,
lögsögureglur og stöðu og framtíð
tungumála á fámennum málsvæðum. Mikilvægi rannsókna á
sviði fjölmiðlunar hefur því sjaldan verið meira en nú.
Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar
Meistara- og diplómanám
í fjölmiðla- og boðskipta-
fræðum
– í samstarfi Háskólans á Akureyri
og Háskóla Íslands
Helstu námskeið:
Kenningar í fjölmiðla- og boðskiptafræðum
Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi í alþjóðlegu
samhengi
Stafrænir miðlar
Fjölmiðlar: Framleiðsla, notendur og áhrif
Stjórnmál og fjölmiðlar
Aðferðir í fjölmiðlarannsóknum
Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands bjóða í staðnámi og fjarnámi nýtt meistara- og diplómanám um
fjölmiðla og boðskipti. Meginmarkmið nýja námsins er að auka skilning okkar á flóknu, fjölbreyttu og
síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi.
Nánari upplýsingar:
Margrét S. Björnsdóttir sími: 867 7817, netfang: msb@hi.is
Valgerður A. Jóhannsdóttir sími: 899 9340, netfang: vaj@hi.is
Birgir Guðmundsson netfang: birgirg@unak.is
Umsóknarfrestir:
Háskóli Íslands: 15. apríl meistaranám, 5. júní diplómanám.
Háskólinn á Akureyri: 5. júní meistara- og diplómanám.
Aðgangskröfur:
BA-, BEd-, BS-, próf eða sambærilegt með 1. einkunn í meistara-
námið, en þeir sem eru með lægri einkunn fá inngöngu í diplóma -
námið.
Fjölbreyttir
atvinnumöguleikar
Auk rannsókna, greininga, upplýsingamiðlunar
eða kennslu á vegum stofnana og fyrirtækja
veit ir námið góðan undirbúning undir ráð gjafar-
og stjórnunarstörf á fjölmiðlum eða tengdum
stofnunum, hjá alþjóðastofnunum, stjórnmála-
flokkum, auglýsinga- og kynninga fyrirtækjum,
samtökum eða fyrirtækjum sem eiga mikið undir
samstarfi við fjölmiðla.
www.stjornmal.hi.iswww.unak.is
Nýtt nám: Fjölmiðla- og boðskiptafræði
Kíktu á úrvalið
í vefversluninni
á michelsen.is
FOSSIL
36.700 kr.
Daniel Wellington
24.500 kr.
CASIO
5.700 kr.
JACQES LEMANS
19.900 kr.
Fallegar
fermingar-
gjafir
ASA HRINGUR
13.400 kr.
ASA LOKKAR
7.800 kr.
ASA HÁLSMEN
19.300 kr.
SAMGÖNGUR Stéttarfélögin í Þing-
eyjarsýslum hafa endursamið við
Flugfélagið Erni um afsláttarkjör
fyrir félagsmenn stéttarfélaganna
á flugleiðinni milli Húsavíkur og
Reykjavíkur. Flugmiðinn mun
kosta 8.500 krónur og gildir samn-
ingurinn út sumarið 2015.
Flugfélagið Ernir flýgur frá
Reykjavík til Bíldudals, Gjög-
urs, Húsavíkur, Vestmannaeyja
og Hafnar. Upp á síðkastið hafa
stéttar félögin í Þingeyjarsýslum
samið um verð fyrir félagsmenn
sína og hefur samstarfið gengið
ágætlega. Er þetta liður í því að
halda úti flugi á þessari flugleið.
- sa
Ernir og Framsýn semja:
Flugmiðinn á
8.500 krónur
BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar sótti á öðrum tímanum
í gær ársgamalt barn til Vest-
mannaeyja. Læknir í Eyjum taldi
nauðsynlegt að koma barninu
undir læknishendur í Reykjavík.
Vegna veðurs var ófært fyrir
sjúkraflugvél og var því óskað
eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Fram kemur í tilkynningu frá
Gæslunni að flugið hafi gengið
vel og að þyrlan hafi lent með
barnið rétt fyrir klukkan fjögur.
Sjúkrabíll tók á móti barninu og
flutti það á Landspítalann. - vh
Þyrla Landhelgisgæslunnar:
Sóttu barn til
Vestmannaeyja
ÞYRLAN Ekki var hægt að lenda flugvél
og þess vegna var óskað eftir hjálp
Gæslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL „Þetta er farið að
minna svolítið á stíl Jónasar frá
Hriflu,“ segir Guðmundur Stein-
grímsson, formaður Bjartrar
framtíðar, um þingsályktunar-
tillögu forsætisráðherra um nýja
viðbyggingu Alþingis eftir teikn-
ingum Guðjóns Samúelssonar.
Bygging hússins er liður í fyrir-
huguðum hátíðarhöldum vegna
aldar afmælis fullveldis Íslands
2018. Þá er gert ráð fyrir að lokið
verði við byggingu Húss íslenskra
fræða og nýrrar Valhallar á Þing-
völlum sama ár.
„Byggingar eiga að vera byggð-
ar eftir þörfum, í samræmi við
faglegt ferli og hannaðar af hæfi-
leikaríkum samtímaarkitektum.
Ekki til að fagna afmæli,“ segir
Guðmundur.
„Forgangsröðunin hlýtur að vera
húsnæði sem tryggir fyrsta flokks
heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Þór
Ólafsson, fulltrúi Pírata í forsætis-
nefnd.
Þá segir Jón Þór að alvarlega
beri að skoða Landssímahúsið eða
annan ódýrari kost fyrir skrif-
stofuhúsnæði þingmanna.
Árið 2007 komu fram tillögur
um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir
alþingismenn, sem unnar voru í
samráði við skipulagsráð Reykja-
víkur.
Núna fá íslenskir arkitektar
samtímans hins vegar „tækifæri
til að hanna hús með Guðjóni
Samúelssyni“, eins og segir í til-
lögu forsætisráðherra.
Í tillögunni segir enn fremur:
„Um leið og horft er til fram-
tíðar er fortíðinni sýnd virðing og
draumar fyrri kynslóðar uppfyllt-
ir í þágu framtíðarkynslóða.“
Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstri grænna, segist styðja
að lokið verði við byggingu Húss
íslenskra fræða. Hinar tillög-
urnar þarfnist frekari skoðunar.
„Nýbygging Alþingis á að heyra
undir forsætisnefnd en ekki fram-
kvæmdavaldið,“ segir Katrín.
Áætlun um að reisa Hús
íslenskra fræða hefur legið fyrir
í áratug og var fyrsta skóflu-
stungan tekin í marsmánuði 2013.
Til stóð að framkvæmdum lyki á
næsta ári.
Úr því verður þó ekki, þar sem
ný ríkisstjórn veitti ekki fé til
framkvæmdanna og hefur holan
við Arngrímsgötu 5 verið að
mestu ósnert.
Nú er hins vegar lagt til að
húsið, sem kallað er þjóðargjöf í
tillögunni, rísi árið 2018.
Þá er lagt til að endurreisa Val-
höll á Þingvöllum, en gamla bygg-
ingin brann árið 2009.
ingolfur@frettabladid.is
Tillögurnar þarfn-
ast frekari skoðunar
Stjórnarandstaðan furðar sig á vinnubrögðum forsætisráðherra við tillögu um bygg-
ingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Húss íslenskra fræða og nýrrar viðbyggingar
við þinghúsið. Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans.
AFTUR TIL
FORTÍÐAR
Svona lítur
tillaga Guð-
jóns Samú-
elssonar út.
NÁTTÚRA Nefnd sem úr skurðar
um fjölda sauðfjár í afrétt-
inn Almenninga í Rangárþingi
eystra hefur ákveðið að leyfa
beit 60 lambáa, að hámarki 180
kindur, í sumar. Gróðurþekjan
á Almenningum í dag er 36 pró-
sent samkvæmt mælingum.
Ágúst H. Bjarnason plöntu-
vistfræðingur skilaði sér-
atkvæði í nefndinni og taldi
svæðið ekki geta tekið við svo
miklum fjölda sauðfjár. Vildi
hann takmarka beit í Almenn-
ingum við 10 fullorðnar kindur
með lömb. Taldi hann æskilegt
að hlífa landinu fyrir ofbeit
og koma upp beitarhólfi fyrir
bændur á svæðinu. - sa
36 prósenta gróðurþekja:
Fjölga lambfé í
Almenningum
SAMGÖNGUR Víða liggja raf línur
lágt á hálendi Íslands vegna
mikilla snjóalaga. Með hækk-
andi sól aukast ferðalög á fjöll-
um og getur því skapast mikil
hætta á svæðum þar sem sleða-
menn eru á ferðinni.
Sérstaklega er vakin athygli
á stöðu mála að Fjallabaki þar
sem mikil snjóalög eru í kring-
um Sigöldulínu 4. Bendir Lands-
net útivistarfólki á að fara með
ýtrustu varkárni um svæðið og
kynna sér hvar háspennulínur
liggja um þau svæði sem áætlað
er að ferðast um. - sa
Hættuástand til fjalla:
Raflínur liggja
lágt vegna snjóa
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
9
-A
F
A
C
1
7
6
9
-A
E
7
0
1
7
6
9
-A
D
3
4
1
7
6
9
-A
B
F
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
8
8
s
_
3
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K