Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 36
FÓLK| HELGIN Það hefur verið nóg að gera undanfarna daga hjá Óskari við að undirbúa tvenna tónleika sem verða í menningar- húsinu Hofi í dag. Tilhlökkun og spenna í loftinu, enda Óskar búinn að fylla húsið. Það var létt yfir tenórnum þegar við slógum á þráðinn til hans. „Ég var beðinn um það upphaflega að vera með páskatónleika í Hofi þegar húsið var nýtt. Það var vilji að fá heima- mann til að koma fram í húsinu,“ segir Óskar, sem er alinn upp í Skagafirði en hefur búið á Akur- eyri í rúmlega 40 ár. Tónleikarnir eru til heiðurs Gunnari Þórðarsyni sem verður hljómsveitarstjóri. Meðal þeirra sem fram koma eru Egill Ólafs- son, dúettinn Þú og ég, skip- aður Jóhanni Helgasyni og Helgu Möller, Harpa Birgisdóttir og Hjalti Jónsson. Óskar hefur haldið tónleika í Hofi um páska á hverju ári síðan húsið var opnað svo þetta er árlegur viðburður. „Gunni Þórðar hefur alltaf verið með mér á þessum tónleikum en ég ákvað fyrir löngu að heiðra höfðingjann með lögum eftir hann núna. Ég var langt á undan þeim fyrir sunnan að stinga upp á heiðurstónleik- um,“ segir Óskar og hlær. GAMALL GULLMOLI Óskar er bifvélavirki að mennt og hefur löngum starfað við fagið. Hann segist skipta vinnutíma sínum til helminga: 50% er söngur og 50% gerir hann upp gamla bíla. „Ég er ekki lengur að gera við bíla heldur geri ég upp öldunga. Ég safna fornbílum sjálfur og geri upp fyrir aðra. Gömul ökutæki hafa alltaf verið mér hugleikin. Núna er ég að gera upp 45 ára gamlan Land Rover úr Skagafirði sem er búinn að vera ónýtur lengi. Hann á eftir að verða mikill gullmoli. Ég er líka að gera upp gamlan traktor fyrir bónda í Skagafirði. Elsti bíllinn sem ég hef gert upp er slökkviliðsbíll frá Akureyri en hann er jafngamall mér, 61 árs. Hann er núna til sýnis við slökkvi- stöðina í upprunalegu útliti,“ segir Óskar sem hefur gert upp marga fornbíla. „Maður er hálfruglaður að þessu leyti,“ segir hann og bætir við að hann vilji alltaf vita sögu þess bíls sem hann gerir upp. „Helst vil ég líka hafa þá úr heimabyggð.“ LÍK OG GAMALMENNI Óskar er ættaður úr Skagafirði og segist oft koma þangað. Þegar hann er spurður hvort hann eigi sumarhús þar, svarar hann: „Söngvari og bifvélavirki hefur ekki efni á sumarbústað. Starfið er mitt áhugamál og svo nýt ég þess að vera með fjölskyldunni. Meira þarf ég ekki,“ segir Óskar, sem er kvæntur Jónínu Sveinbjörnsdóttur en þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. „Verst er að tvö barna- börnin eru búsett í Danmörku.“ Hinn 3. maí verða Álftagerðis- bræður með tónleika í Eldborgar- sal Hörpu og hlakkar Óskar mikið til þess að koma suður. Bræður hans, Sigfús, Pétur og Gísli, koma mest fram saman eða með kórum. Óskar er sá eini sem er með eigin tónleika. „Ég held að við séum að verða búnir að fylla kofann,“ segir hann. „Annars var einn grínisti sem sagði að okkar helstu að- dáendur væru lík og gamalmenni,“ segir Óskar og skellir upp úr en það deyr varla nokkur maður fyrir norðan án þess að Óskar sé fenginn til að syngja yfir honum. Hann segist vera bókaður langt fram í tímann í jarðarfarir, það eigi bara stundum eftir að dagsetja bókunina. EINRÆNN MEÐ KÖFLUM Óskar er þekktur húmoristi og aldrei langt í sprellið hjá honum. Hann viðurkennir að stundum sé hann glannalegur í orðum. „Þess vegna er oft gert grín að mér en ég er ekkert viðkvæmur fyrir því. Menn þurfa að ná sér niðri á mér. Ég hef gaman af því að segja sögur og láta fólk hlæja og skemmta sér. Það er nauðsynlegt að hafa létt andrúmsloft í kringum sig.“ En áttu ekki erfiða daga eins og aðrir? „Jú, jú, ég er ekki alltaf í stuði. Ég er í rauninni frekar einrænn. Mér finnst gott að dútla í bílunum þegar ég er í þannig skapi.“ Syngurðu yfir bílunum? „Nei, það geri ég aldrei og ekki heldur í sturtu. Áður fyrr var ég sígalandi en er löngu hættur því. Ég get æft söng í huganum. Það sner- ist allt um söng þegar ég var að alast upp. Annaðhvort var talað um hesta eða söng þannig að umræður á æskuheimilinu voru einhæfar,“ segir hann. Óskar er yngstur bræðra sinna og segir þá eldri vera farna að reskjast. Þess vegna séu þeir farnir að draga sig nokkuð í hlé. Hann segir plötu ekki á döfinni. „Eru þær ekki deyjandi fyrirbæri?“ spyr hann. LÖGIN Í SJALLANUM Um páskana ætlar Óskar að njóta fjölskyldunnar þegar tón- leikarnir eru að baki. „Eftir páskana er ég síðan fullbókaður í jarðarförum. Ég þekki oft þá sem er verið að jarðsetja og það gefur mér mikið að kveðja þá með fallegum söng.“ Þegar hann er spurður hvaða lög sé mest beðið um í jarðar- förum segir hann lagaflóruna vera breiða. „Rósin er alltaf mjög vinsæl, sömuleiðis Liljan en svo er mikið beðið um dægur- lög eins og Vor í Vaglaskógi, Ég er kominn heim og fleiri slík. Þetta eru lög sem menn heyrðu í Sjallanum í gamla daga,“ segir tenórinn vinsæli sem segist vera með nokkur fiðrildi í maganum vegna tónleikanna í dag en ekki síður tilhlökkun. ■ elin@365.is HÚMORISTI „Annars var einn grínisti sem sagði að okkar helstu aðdáendur væru lík og gamalmenni,“ segir Óskar um Álftagerðisbræður og vinsældir þeirra. DÚTLAR Í FORNBÍLUM OG SYNGUR Í HLJÓÐI MIKIÐ AÐ GERA Óskar Pétursson, söngvari og einn Álftagerðisbræðra, gerir upp fornbíla á milli þess sem hann syngur í jarðarförum og heldur tónleika, ýmist einn eða með bræðrum sínum. Hann nýtur þess að skemmta fólki. VINSÆLDIR Óskar er búinn að fylla Hof á tvennum tónleikum í dag. Þann 3. maí verður hann í Hörpu ásamt bræðrum sínum og miðasala er langt komin. Það má því með sanni segja að þetta séu vinsælir bræður. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Engjateigi 5 | Sími 581 2141 | www.hjahrafnhildi.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 B -0 4 5 C 1 7 6 B -0 3 2 0 1 7 6 B -0 1 E 4 1 7 6 B -0 0 A 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.