Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 04.04.2015, Qupperneq 10
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Við lifum nú tíma þar sem fjölmiðlun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr. Með samruna fjölmiðla, tölvutækni og fjarskipta hefur fjölmiðlalandslagið breyst til muna og nýir miðlar litið dags- ins ljós. Þessi veruleiki kallar á áleitnar spurningar um tjáningarfrelsið og frið- helgi einka lífs, ábyrgð á ummælum, lögsögureglur og stöðu og framtíð tungumála á fámennum málsvæðum. Mikilvægi rannsókna á sviði fjölmiðlunar hefur því sjaldan verið meira en nú. Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar Meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskipta- fræðum – í samstarfi Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands Helstu námskeið: Kenningar í fjölmiðla- og boðskiptafræðum Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi í alþjóðlegu samhengi Stafrænir miðlar Fjölmiðlar: Framleiðsla, notendur og áhrif Stjórnmál og fjölmiðlar Aðferðir í fjölmiðlarannsóknum Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands bjóða í staðnámi og fjarnámi nýtt meistara- og diplómanám um fjölmiðla og boðskipti. Meginmarkmið nýja námsins er að auka skilning okkar á flóknu, fjölbreyttu og síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi. Nánari upplýsingar: Margrét S. Björnsdóttir sími: 867 7817, netfang: msb@hi.is Valgerður A. Jóhannsdóttir sími: 899 9340, netfang: vaj@hi.is Birgir Guðmundsson netfang: birgirg@unak.is Umsóknarfrestir: Háskóli Íslands: 15. apríl meistaranám, 5. júní diplómanám. Háskólinn á Akureyri: 5. júní meistara- og diplómanám. Aðgangskröfur: BA-, BEd-, BS-, próf eða sambærilegt með 1. einkunn í meistara- námið, en þeir sem eru með lægri einkunn fá inngöngu í diplóma - námið. Fjölbreyttir atvinnumöguleikar Auk rannsókna, greininga, upplýsingamiðlunar eða kennslu á vegum stofnana og fyrirtækja veit ir námið góðan undirbúning undir ráð gjafar- og stjórnunarstörf á fjölmiðlum eða tengdum stofnunum, hjá alþjóðastofnunum, stjórnmála- flokkum, auglýsinga- og kynninga fyrirtækjum, samtökum eða fyrirtækjum sem eiga mikið undir samstarfi við fjölmiðla. www.stjornmal.hi.iswww.unak.is Nýtt nám: Fjölmiðla- og boðskiptafræði Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is FOSSIL 36.700 kr. Daniel Wellington 24.500 kr. CASIO 5.700 kr. JACQES LEMANS 19.900 kr. Fallegar fermingar- gjafir ASA HRINGUR 13.400 kr. ASA LOKKAR 7.800 kr. ASA HÁLSMEN 19.300 kr. SAMGÖNGUR Stéttarfélögin í Þing- eyjarsýslum hafa endursamið við Flugfélagið Erni um afsláttarkjör fyrir félagsmenn stéttarfélaganna á flugleiðinni milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Flugmiðinn mun kosta 8.500 krónur og gildir samn- ingurinn út sumarið 2015. Flugfélagið Ernir flýgur frá Reykjavík til Bíldudals, Gjög- urs, Húsavíkur, Vestmannaeyja og Hafnar. Upp á síðkastið hafa stéttar félögin í Þingeyjarsýslum samið um verð fyrir félagsmenn sína og hefur samstarfið gengið ágætlega. Er þetta liður í því að halda úti flugi á þessari flugleið. - sa Ernir og Framsýn semja: Flugmiðinn á 8.500 krónur BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti á öðrum tímanum í gær ársgamalt barn til Vest- mannaeyja. Læknir í Eyjum taldi nauðsynlegt að koma barninu undir læknishendur í Reykjavík. Vegna veðurs var ófært fyrir sjúkraflugvél og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fram kemur í tilkynningu frá Gæslunni að flugið hafi gengið vel og að þyrlan hafi lent með barnið rétt fyrir klukkan fjögur. Sjúkrabíll tók á móti barninu og flutti það á Landspítalann. - vh Þyrla Landhelgisgæslunnar: Sóttu barn til Vestmannaeyja ÞYRLAN Ekki var hægt að lenda flugvél og þess vegna var óskað eftir hjálp Gæslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL „Þetta er farið að minna svolítið á stíl Jónasar frá Hriflu,“ segir Guðmundur Stein- grímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um þingsályktunar- tillögu forsætisráðherra um nýja viðbyggingu Alþingis eftir teikn- ingum Guðjóns Samúelssonar. Bygging hússins er liður í fyrir- huguðum hátíðarhöldum vegna aldar afmælis fullveldis Íslands 2018. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða og nýrrar Valhallar á Þing- völlum sama ár. „Byggingar eiga að vera byggð- ar eftir þörfum, í samræmi við faglegt ferli og hannaðar af hæfi- leikaríkum samtímaarkitektum. Ekki til að fagna afmæli,“ segir Guðmundur. „Forgangsröðunin hlýtur að vera húsnæði sem tryggir fyrsta flokks heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í forsætis- nefnd. Þá segir Jón Þór að alvarlega beri að skoða Landssímahúsið eða annan ódýrari kost fyrir skrif- stofuhúsnæði þingmanna. Árið 2007 komu fram tillögur um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir alþingismenn, sem unnar voru í samráði við skipulagsráð Reykja- víkur. Núna fá íslenskir arkitektar samtímans hins vegar „tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni“, eins og segir í til- lögu forsætisráðherra. Í tillögunni segir enn fremur: „Um leið og horft er til fram- tíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfyllt- ir í þágu framtíðarkynslóða.“ Katrín Jakobsdóttir, formað- ur Vinstri grænna, segist styðja að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða. Hinar tillög- urnar þarfnist frekari skoðunar. „Nýbygging Alþingis á að heyra undir forsætisnefnd en ekki fram- kvæmdavaldið,“ segir Katrín. Áætlun um að reisa Hús íslenskra fræða hefur legið fyrir í áratug og var fyrsta skóflu- stungan tekin í marsmánuði 2013. Til stóð að framkvæmdum lyki á næsta ári. Úr því verður þó ekki, þar sem ný ríkisstjórn veitti ekki fé til framkvæmdanna og hefur holan við Arngrímsgötu 5 verið að mestu ósnert. Nú er hins vegar lagt til að húsið, sem kallað er þjóðargjöf í tillögunni, rísi árið 2018. Þá er lagt til að endurreisa Val- höll á Þingvöllum, en gamla bygg- ingin brann árið 2009. ingolfur@frettabladid.is Tillögurnar þarfn- ast frekari skoðunar Stjórnarandstaðan furðar sig á vinnubrögðum forsætisráðherra við tillögu um bygg- ingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Húss íslenskra fræða og nýrrar viðbyggingar við þinghúsið. Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. AFTUR TIL FORTÍÐAR Svona lítur tillaga Guð- jóns Samú- elssonar út. NÁTTÚRA Nefnd sem úr skurðar um fjölda sauðfjár í afrétt- inn Almenninga í Rangárþingi eystra hefur ákveðið að leyfa beit 60 lambáa, að hámarki 180 kindur, í sumar. Gróðurþekjan á Almenningum í dag er 36 pró- sent samkvæmt mælingum. Ágúst H. Bjarnason plöntu- vistfræðingur skilaði sér- atkvæði í nefndinni og taldi svæðið ekki geta tekið við svo miklum fjölda sauðfjár. Vildi hann takmarka beit í Almenn- ingum við 10 fullorðnar kindur með lömb. Taldi hann æskilegt að hlífa landinu fyrir ofbeit og koma upp beitarhólfi fyrir bændur á svæðinu. - sa 36 prósenta gróðurþekja: Fjölga lambfé í Almenningum SAMGÖNGUR Víða liggja raf línur lágt á hálendi Íslands vegna mikilla snjóalaga. Með hækk- andi sól aukast ferðalög á fjöll- um og getur því skapast mikil hætta á svæðum þar sem sleða- menn eru á ferðinni. Sérstaklega er vakin athygli á stöðu mála að Fjallabaki þar sem mikil snjóalög eru í kring- um Sigöldulínu 4. Bendir Lands- net útivistarfólki á að fara með ýtrustu varkárni um svæðið og kynna sér hvar háspennulínur liggja um þau svæði sem áætlað er að ferðast um. - sa Hættuástand til fjalla: Raflínur liggja lágt vegna snjóa 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 9 -A F A C 1 7 6 9 -A E 7 0 1 7 6 9 -A D 3 4 1 7 6 9 -A B F 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.