Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 2
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FORNLEIFAR Fornleifauppgröftur hefur leitt í ljós skálabyggingu sem hugsanlega er frá landnámstíma. „Við vorum sem sagt að byrja að grafa fyrr í sumar þar sem þarna á að rísa hótel,“ segir Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur. „Við vissum af rituðum heimildum að þarna var bær kallaður Lækj- arkot sem var reistur árið 1799. Hann var síðan rifinn árið 1887 og timburhús var byggt í staðinn. Markmið rannsóknarinnar var í raun að kanna húsin tvö en svo kemur í ljós að það er þarna eldri bygging undir,“ segir hún. „Við áttum ekki von á þessu. Við vissum að það var þarna eldri byggð við Aðalstræti og á Alþingisreitnum. Þar var aðalbyggðakjarn- inn á þessum tíma en þessi fundur bætir við söguna.“ - srs Fornleifafræðingar fundu landnámsskála við uppgröft: Óvæntur fundur við Lækjargötu SKÁLI KEMUR Í LJÓS Uppgröftur hefur staðið síðan í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Norðangjóla og dálítil úrkoma N- og A-lands og svalt í veðri en bjartviðri suðvestan til á landinu og hiti þar 10 til 15 stig. Aftur kalt í veðri aðfaranótt föstudagsins. GRIKKLAND Alexis Tsipras, for- sætisráðherra Grikklands, lof- aði Evrópuþinginu í gær að Grikkir myndu skila ítarleg- um tillögum um breytingar á ríkisrekstri á fimmtudag. Til- lögurnar eru forsenda þess að viðræður um samning um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland geti hafist. Jean-Claude Juncker sagði á blaðamannafundi í fyrradag að loknum leiðtogafundi evruríkj- anna að tillögurnar yrðu að ber- ast fyrir föstudagsmorgun. Ang- ela Merkel, kanslari Þýskalands, óskaði eftir að fá þær á fimmtu- dag svo hægt væri að bera þær undir þýska þingið. „Í staðinn fyrir að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu hafa önnur sambandsríki sætt sig við breyt- ingar á ríkisrekstri, annað en Grikkland. Ráðuneyti þitt hefur verið hamfarakennt,“ sagði Manfred Weber, leiðtogi íhalds- manna á þinginu, og vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem gríska þjóðin hafnaði kröfum lánardrottna Grikkja um breyt- ingar fyrr í mánuðinum. Leiðtogi frjálslyndra demó- krata á þinginu, Guy Verhof- stadt, sagði að Grikkir þyrftu að koma með ítarlega áætlun, ekki bara hugmyndir. Nigel Farage, leiðtogi flokks andstæðinga Evrópusambands- ins, hvatti Tsipras til að segja skilið við evruna alfarið þar sem verkefnið hefði mistekist. - þea Alexis Tsipras ávarpaði Evrópuþingið í gær og uppskar misjöfn viðbrögð evrópsku þingmannanna: Grikkir lofa að skila tillögum á fimmtudag LOFORÐ Alexis Tsipras lofaði Evrópu- sambandinu að koma með þær tillögur sem af honum er krafist á fimmtudag- inn. NORDICPHOTOS/GETTY LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur lagt hald á meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki. „Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmars- dóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar til þess að kókaín fannst í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu. Tollverðir á Keflavík- urflugvelli hafa þó fundið töluvert magn af kókaíni. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæslu- varðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögur hundruð grömm- um af kókaíni og hollenskar mæðg- ur voru handteknar í byrjun apríl í vor. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ fer grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögur hund- ruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö millj- ónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það, sem myndi skila enn meiri hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna, sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímu- efnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk sem hafi meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur, hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er vinnan fljót að fara og peningarnir og flest sem maður er að gera.“ snaeros@frettabladid.is Meira af kókaíni í ár en tvö síðustu ár Kókaínfíklum hefur ekki fjölgað í meðferð hjá SÁÁ þó að hald hafi verið lagt á meira magn af fíkniefninu. Neysla á kókaíni dróst saman eftir efnahagshrunið 2008. Yfirlæknir segir þetta geti þýtt fleiri fíkla í meðferð innan tíðar. MÝTUR Þórarinn Tyrfingsson segir að fljótt fjari undan hjá fólki sem er fíkið í kókaín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK skv. upplýsingum frá lögreglu 2013 2014 2015* 830 gr 980 gr 2.280 gr *1. jan.-29. júní ➜ Haldlagt kókaín VEÐUR SJÁ SÍÐU 26 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Alicante Flugsæti aðra leið með sköttum. Frá kr. 17.900 STJÓRNMÁL „Ég lít svo á að könn- unin sé enn ein vísbendingin til okkar um að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu,“ segir Katrín Júlíusdóttir, varaformað- ur Samfylkingarinnar, um nýja könnun MMR. Samfylkingin hefur aldrei mælst með minna fylgi. Katrín bendir á að nýlega hafi formaður verið kosinn í Samfylk- ingunni. „Það þurfa allir að skoða sína stöðu. Það er ekkert bara for- maðurinn. Við þurfum að fara vandlega yfir þetta í sameiningu, öll. Af hverju við séum ekki að ná betri árangri en þetta.“ VG mælist þriðji stærsti flokk- urinn samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist taka tölum könnunarinnar með fyrirvara. Lítil breyting hafi verið á fylgi flokksins síðastliðin tvö ár þrátt fyrir að vera þriðji stærstur nú. „Við gleðjumst yfir því að þokast aðeins upp á við. Með þeim fyrir- vara þó að við erum búin að vera mjög stabíl í tvö ár, í kringum níu til ellefu prósent.“ Samkvæmt könnuninni eru Píratar stærstir með 33,2 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn næstur með 23,8 prósent. Þá eru Vinstri græn með 12,0 prósent, Framsóknar- flokkurinn með 10,6 prósent og Samfylkingin með 9,3 prósent. Björt framtíð rekur lestina með 5,6 prósent. - snæ Varaformaður Samfylkingar harðorður eftir útreið í skoðanakönnun MMR: Tökum okkur saman í andlitinu Það þurfa allir að skoða sína stöðu. Ekki bara formaðurinn. Katrín Júlíusdóttir HLJÓMGRUNNUR Katrín segir ljóst að Samfylkingin nái ekki til þjóðarinnar eins og staðan er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -2 1 0 C 1 7 5 6 -1 F D 0 1 7 5 6 -1 E 9 4 1 7 5 6 -1 D 5 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.