Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 22
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðviku- daginn 8. júlí um virkjan- ir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbygg- ingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagn- rýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna. Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnend- ur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangs- stærð í samningum sveitar- stjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“ Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undan- farna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Ramma- áætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á rétt- um enda, hve mikið og til hvers. Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleif- ur sendi frá sér fyrir nokkr- um misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn fram- leiddrar orku sem þau telji nauð- synlegt að afla út frá þjóðhags- legri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (lofts- lagsmál) í fyrirsjáanlegri fram- tíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Ramma- áætlun … Á meðan ekkert ligg- ur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tím- ans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sér- staklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í sam- göngum og fiskiskipum.“ Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heil- brigða skynsemi. Leiðari Fréttablaðsins og hvatning Hjörleifs Óróleiki um kaup og kjör lýsir ekki því sem er að gerast í heilbrigðiskerfinu. Ég er hjúkrunarfræð- ingur með meistaranám í siðfræði. Ég hef alla tíð unnið á Landspítala og haft unun af. Í starfi á ég samvinnu við einstak- linga og fjölskyldur sem eru að takast á við alls konar, margþætt og flók- in heilsufarsleg og félags- leg viðfangsefni. Þegar ég mæti fólki á sjúkrahúsinu er það jafnvel á erfiðasta tímanum í lífi þess. Ég hef það hlutverk að veita alltaf gæða geðhjúkrun, hvernig svo sem birtingarmynd veikinda þeirra er. Allar manneskjur hafa nefnilega jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu. Sem meðferðaraðila ber mér umfram allt að hafa hagsmuni skjólstæðinga minna að leiðar- ljósi. Mér ber að byggja störf mín á þekkingargrunni og viðhalda þekkingu minni. Ég ber virðingu fyrir þeim sem ég þjónusta. Ég veit að það að mynda gott með- ferðarsamband við skjólstæðing skiptir meira máli en nákvæmlega hvaða meðferð er veitt. Ég þarf líka að huga að eigin líðan, því ég sjálf er vinnutækið mitt. Ég er auðmjúk fyrir því að geta gert mistök. Ég hef trú á skjólstæðingum mínum og því að líðan þeirra og heilsa geti batnað. Bjart- sýni er smitandi og eykur bata- horfur. Það sem ég geri í vinnunni er ekki úr lausu lofti gripið. Ég er ein af þeim sem hverfa frá starfi í haust. Það er tap fyrir Landspítala sem hefur lagt mikið í að þjálfa mig. Ég sætti mig ekki við að fag- stéttin mín sé ein þeirra örfáu stétta sem virðast eiga að bera fulla ábyrgð á stöðugleika í land- inu. Ég læt ekki segja mér það að fagstéttin mín sé of mikilvæg til að leggja niður störf – en hvorki nógu mikilvæg til að halda í starfi eða sýna virðingu. Ég tek ekki þátt í þessu. Ég tek ekki þátt í þessu Ári eftir árásir Ísraels á Gaza er svæðið enn í rúst- um. Orsök þess er að Ísra- elar telja að byggingarefni, líkt og sement, stál og möl, séu ekki æskileg fyrir íbúa Gaza og hafa þeir mark- visst unnið að því að hamla innflutningi þessara efna til Gaza en minna en 1% af því sem þarf til endurbygg- ingar hefur skilað sér. Þessi takmarkaði aðgangur að efnum hefur komið í veg fyrir upp- byggingu heimila sem og annarra húsakynna, líkt og skóla, spítala og fleira sem telst til grunnstoða sam- félagsins. Afleiðingar árása ísraelska hers- ins voru hörmulegar en eyðilegging var gríðarleg, margir voru drepnir og fjöldi fólks er enn á vergangi. Á meðan árásirnar stóðu yfir glímdi almenningur við þann vanda að finna sér ekki skjól fyrir árásun- um, árásum frá her sem gerði ekki greinarmun á almenningi eða hern- aðarlegum skotmörkum. Hræðsla hafði ríkan rétt á sér þar sem Ísra- elar gerðu óhikað árásir á sjúkra- bíla, spítala og skóla, og jafnvel á staði sem höfðu verið sérmerktir af alþjóðlegum samtökum sem skjól fyrir almenning. Í átökunum særð- ust 83 heilbrigðisstarfsmenn, 21 lét lífið, 16 sjúkrabílar eru ónothæfir eftir árásir og 17 spítal- ar urðu fyrir alvarlegum árásum og þar af eru 6 sem enn eru óstarfhæfir. Heilbrigðiskerfið var fyrir árásina að hruni komið eftir 8 ára umsátur Ísra- els, með takmarkað magn af tækjum, vatni og raf- magni. Gífurlega margir þjást af áfallastreiturösk- un meðal almennings eftir fyrri árásir ísraelska hers- ins og hefur sú tíðni hækkað upp úr öllu valdi eftir síðustu árás. Ísland beiti sér Yfir 10.000 Palestínumenn særðust í árásunum, á meðal þeirra meira en 3.000 börn. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum er áætl- að að 2.251 Palestínumaður hafi látið lífið, þar á meðal 260 konur og 551 barn. Nýburadauði tvöfald- aðist á meðan á árásunum stóð og fór frá 7% í 14% á Shifa-sjúkrahús- inu. Talið er að um 4.800 fæðingar hafi átt sér stað meðan á árásunum á Gaza stóð og erfiðar samgöngur gerðu það að verkum að erfitt var fyrir margar þungaðar konur að komast að spítölunum. Mörg þeirra heimila sem voru eyðilögð voru heimili sjúklinga og þegar þeir voru tilbúnir að vera útskrifaðir höfðu margir þeirra ekkert húsaskjól og voru því áfram á yfirfullum spítöl- um. Spítalar voru þó enginn griða- staður og þegar ísraelski herinn varpaði sprengju nálægt Al Durra- barnaspítalanum 24. júlí varð spít- alinn sjálfur fyrir miklum skemmd- um og eyðileggingu. Tveggja ára barn lést í árásinni og um 30 börn til viðbótar særðust en einnig sjö starfsmenn spítalans. Eftir árásirn- ar var spítalinn talinn ónothæfur. Samkvæmt Genfarsáttmálan- um ber öllum ríkjum að bregðast við og koma í veg fyrir áframhald- andi brot á alþjóðlegum mannrétt- indalögum. Ísrael hefur ítrekað brotið á mannréttindum Palestínu- manna og því þarf að bregðast við. Stjórnvöld á Íslandi verða að beita sér fyrir því af fullum krafti að umsátur og árásir á Palestínu verði stöðvaðar tafarlaust og að Ísraels- menn verði látnir svara fyrir það grimma ofbeldi sem þeir beita Pal- estínumenn. Ísrael verður að hætta hernámi, árásum og drápum á Pal- estínumönnum. Gaza, ári eftir stríðið Gríðarlega kostnaðarsamt að láta bætur fylgja lág- markslaunum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson 29. maí 2015 á eyjan.is. Mig langar að tala til þeirra sem stjórna land- inu. Reyna að hjálpa þeim að skilja hvernig sumt fólk hefur það á Íslandi. Und- anfarið hafa þessir menn mætt í fjölmiðla og reynt að færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bæta kjör þeirra sem verst hafa það. Það er jú þannig, að það er hlutverk stjórn- málamanna að hlusta á fólk. Setja sig í þess spor og reyna að vinna fyrir það með því að ráðstafa auð- lindum og lífsgæðum sem til eru á hverjum tíma á sem sanngjarnastan hátt. Ástæðan fyrir þessum skrifum er að mér finnst ekki nógu miklu ráðstafað til þeirra sem eru veikir, aldraðir eða óvinnufærir. Þetta fólk á ekki marga áhrifamikla banda- menn í samfélaginu. Það sést á kjörum þeirra sem halda mörgum í faðmi skulda og fátæktar og hefur oft hræðileg áhrif á sálarlíf fólks, oft fólks sem er veikt fyrir. Undan- farið höfum við séð hverja stéttina á fætur annarri fara í verkfall, og stór ástæða fyrir því er að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman. Það er talað um 300.000 króna lágmarkslaun. Að mínu mati er það of lágt, þá á eftir að greiða skatta og skyldur. Skatt- leysismörkin þurfa að vera 300.000 kr. Þá kemur aftur að öryrkjum, sem Bjarni og Sigmundur vilja ekkert fyrir gera, eins og þeir hafa gefið út. Ég þekki sjúkling sem fær 3.097.792 kr. frá Trygg- ingastofnun og Lífeyrissjóði VR. Eftir útsvar, tekjuskatt, útvarpsskatt og slysatrygg- ingu, 611.697 kr., hefur þessi einstaklingur 2.486.125 krónur í beinar tekjur á ári. En eftir það tekur alvaran við. Hús- næðiskostnaður, lyfjakostnaður, sérfræðilækniskostnaður, matvara, sími, internet og samgöngur. Þegar þetta er sett upp á ársgrundvelli er ekki mikið eftir, það er ekkert eftir. Mér hefur reiknast til að viðkom- andi eigi 633 krónur á dag, en þá má ekkert óvænt koma upp á. Ég er með allar tölur tiltækar, ef einhver efast. Ég sendi þær gjarna á hvern sem vill. Niðurlægjandi Fólk á svona kjörum getur ekki leyft sér að kaupa ný og betri gler- augu þegar þau gömlu eru slitin. Betri dýnu þegar sú gamla er byrj- uð að valda bakverkjum. Farið til tannlæknis o.s.frv. Þetta fólk lifir í fátækt, og fátækt er mjög raunveru- legur vandi á Íslandi. Æðstu ráða- menn hundsa þetta fyrir augunum á okkur öllum. Það væri ekki við hæfi að standa í svona skrifum nema koma með hugmynd að lausnum sem eru bara beint fyrir framan nefið á okkur. LAUSN númer 1: Það er að skattleysismörkin verði hækkuð upp í 300.000 krónur. Hverjum gagnast það? Jú, það gagnast öllum, sérstak- lega þeim sem hafa lægstu tekj- urnar. Lífsgæði manneskjunnar að ofan myndu batna töluvert, hefði hún 50.979 kr. meira á mánuði. Það gæti hún fengið ef notuð væri LAUSN númer 2: Ef opinberu gjöldin væru felld niður á þá lægst launuðu. Ofangreind manneskja gæti jafn- vel keypt afmælis- og jólagjafir handa barnabörnunum sínum. Eða farið til tannlæknis án þess að taka lán fyrir því. Þá langar mig til þess að enda á einni kröfu, og það er að hætt verði að kalla fólk bótaþega. Þetta eru laun sem við fáum, því flest höfum við unnið fyrir okkur og fjölskyldum okkar, allt okkar líf. Virðingarleysið gagnvart eldri borgurum þessa lands er svo nið- urlægjandi að það er með ólíkind- um. Þetta er fólkið sem hefur byggt Ísland upp fyrir núverandi og kom- andi kynslóðir. Opið bréf til landstjórnarinnar Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálf- sögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bif- reiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauð- fjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þján- inga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferða- menn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmenn- in okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sum- arhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógir- tir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjóna- kostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vega- gerðin, tryggingafélögin, Bænda- samtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust. Dýraníð – þversögn þjóðar KJARAMÁL Ragnheiður Lára Guðjónsdóttir áhugamaður um kjör hinna lægst launuðu ➜ Það er talað um 300.000 króna lágmarkslaun. Að mínu mati er það of lágt, þá á eftir að greiða skatta og skyldur. UTANRÍKISMÁL Nazima Kristín Tamimi nemi ➜ Stjórnvöld á Íslandi verða að beita sér fyrir því af fullum krafti að umsátur og árásir á Palestínu verði stöðvaðar tafarlaust og að Ísraelsmenn verði látnir … UMFERÐ Þröstur Friðfi nnsson sveitarstjóri Grýtubakkahrepps ➜ Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? ORKUMÁL Ögmundur Jónasson alþingismaður KJARAMÁL Sigurveig Sigur- jónsdóttir Mýrdal hjúkrunarfræðing- ur með M.A. í siðfræði, aðstoðardeildar- stjóri á göngudeild Kleppi ➜ Ég er ein af þeim sem hverfa frá starfi í haust. Það er tap fyrir Landspítala sem hefur lagt mikið í að þjálfa mig. Ég sætti mig ekki við að fagstéttin mín sé ein þeirra örfáu stétta … ➜En Rammaáætlun samkvæmt hugmynd- um Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grund- vallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -7 A A C 1 7 5 7 -7 9 7 0 1 7 5 7 -7 8 3 4 1 7 5 7 -7 6 F 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.