Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
„Það er töluvert umstang sem
fylgir þessu. Við útbúum sér-
stakar brunavarnargötur og varn-
argarða en því næst er kveikt í
gróðurlendi. Í kjölfarið vinnum við
að því að hefta útbreiðslu og
slökkva eldinn með aðstoð þyrlu,“
segir Þórður Bogason, slökkviliðs-
maður og kennari við Brunavarn-
arskóla ríkisins en hann er stadd-
ur í Noregi um þessar mundir á
námskeiði um skógarelda. Þar
hefur hann verið síðan á mánudag
en námskeiðið er hvort tveggja
bóklegt og verklegt.
Verið að horfa til framtíðar
Ísland er sennilega ekki best
þekkt fyrir að vera skógsælt land
en aðspurður segir Þórður að ver-
ið sé að horfa til framtíðar. Á und-
anförnum árum hafi mikið verið
gróðursett en eitthvað sé af eldri
skógum í landinu sem geti kviknað
í. Hann bætir við að þegar eld-
hætta sé til staðar þurfi slökkvilið-
ið að vera undirbúið og að næg
þekking þurfi að vera til staðar á
landinu svo hægt sé að bregðast
við þeim aðstæðum sem kunna að
koma upp.
Að námskeiðinu loknu mun það
koma í verkahring Þórðar að út-
búa kennsluefni um skógarelda.
Þórður segir það nokkuð al-
gengt að fulltrúar slökkviliðsins
séu sendir á námskeið erlendis.
„Bæði Mannvirkjastofnun og
slökkvilið hafa verið að senda fólk
á námskeið en það er mikilvægt
fyrir okkur að þekkja vinnubrögð
og læra af því sem gerist í ná-
grannalöndunum,“ segir Þórður.
Slekkur
skógarelda
í Noregi
Sækir þjálfun á
skógareldanámskeiði
Ljósmynd/Þórður Bogason
Æfingar Norðmenn eiga þyrlu sem
eingöngu fæst við skógarelda.
Ákveðið var á fundi sveitarstjórnar
Borgarbyggðar í gær að breyta
skólahaldi á Hvanneyri. Björn
Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitar-
stjórnar, segir að meirihlutinn hafi
staðið einhuga að tillögunni en
minnihlutinn sat hjá í atkvæða-
greiðslu um tillöguna.
„Við ætlum að breyta skólahaldi á
Hvanneyri frá því sem verið hefur
frá sumri 2016,“ segir Björn en á
Hvanneyri hefur verið kennsla fyrir
1. til 4. bekk með 25 til 30 nemendur
að jafnaði. „Við ætlum að leggja
skólann af í þeirri mynd sem hann
hefur verið,“ segir hann og bætir við
að samtal verði tekið við foreldra-
samfélagið um það hvert krakkarnir
fari í skóla. Skóli er á Kleppjárns-
reykjum, í Borgarnesi og einnig væri
hægt að hýsa 1. og 2. bekk í leik-
skólahúsnæði á Hvanneyri.
„Við erum bara að leita leiða til að
hagræða í rekstri okkar. Með því að
ná betri framlegð getum við stutt
betur við skóla okkar og stofnanir,“
segir hann en um 60 prósent af út-
gjöldum sveitarfélagsins fara til
fræðslumála, sem er ívið hærra en
gengur og gerist í öðrum sveitar-
félögum bætir hann við. Sveitarfé-
lagið hyggst selja húsnæðið, en einn-
ig verður gamli húsmæðraskólinn á
Varmalandi seldur og húsið sem nú
hýsir tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Grunnskólanum á Hvann-
eyri lokað sumarið 2016
Borgarbyggð selur nokkrar fasteignir sem eru í eigu þess
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hagræðing Til stendur að breyta skólahaldi á Hvanneyri.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Talsverðar birgðir makrílafurða frá
síðustu vertíð eru enn í frysti-
geymslum hér á landi, auk þess sem
framleiðendur eiga óseldan makríl í
geymslum í Hollandi. Hermann
Stefánsson, framkvæmdastjóri Ice-
land Pelagic, sem er eitt stærsta fyr-
irtækið í útflutningi á makríl, áætlar
að enn séu óseld hátt í 10 þúsund
tonn og verðmætið gæti núna verið
yfir milljarð króna, en það hefur
lækkað frá því í fyrrahaust. Áætla
má að í fyrra hafi verið fryst um 120-
130 þúsund tonn af makríl. Mikil
óvissa er um útflutning á makríl í ár
og það verð sem fæst fyrir afurðirn-
ar, auk þess sem blikur eru á lofti um
göngur makríls í sumar.
Undanfarin ár hefur makrílvertíð
byrjað er líður á júnímánuð, en mikil
óvissa er um sölu makríls á næstu
mánuðum. Hermann segir að þó svo
að markaður sé fyrir hendi í Rúss-
landi sé efnahagsástandið erfitt í
landinu og rúblan hafi gefið eftir
undanfarið. Rússland hafi síðustu ár
verið langstærsti markaðurinn fyrir
makríl frá Íslandi. Áður hefur komið
fram í fréttum að útflytjendur hafi
lent í erfiðleikum á síðasta ári í við-
skiptum við Rússland vegna gjald-
þrota fyrirtækja þar í landi. Talið er
að verulegir fjármunir kunni að hafa
tapast vegna þessa. Í öðrum tilvikum
hafi greiðslur borist seint, en eitt-
hvað mun þó hafa skilað sér síðustu
mánuði.
Innflutningskvótar í Nígeríu
Ágætir möguleikar séu á útflutn-
ingi til landa í Afríku, eins og verið
hefur síðustu ár, og þá einkum til
Nígeríu, að sögn Hermanns. Þar sé
innflutningskvótum hins vegar út-
hlutað á sex mánaða fresti og tvö síð-
ustu skipti hafi endanlegir kvótar
komið þegar langt hafi verið liðið á
tímabilið. Þannig hafi markaðurinn
opnast í lok maí fyrir tímabilið frá
janúar til júní og kerfið, bæði inn-
flytjenda og viðskiptabanka þeirra,
sé þanið til hins ýtrasta með miklum
innflutningi í júní. Því megi spyrja
hversu mikil spurn verði eftir makríl
frá Íslandi í júlí eftir mikinn inn-
flutning á fiski í júní, það er ef inn-
flutningskvótar verði gefnir út.
Hátt í 10 þúsund tonn óseld af makríl
Verðmætið meira en milljarður
Óvissa um sölu makríls í sumar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Makríll Áætla má að í fyrra hafi verið fryst um 120-130 þúsund tonn.
Óhapp varð í gær þegar rússneska skólaskipið
Kruzenshtern, sem kom til Reykjavíkurhafnar í
fyrradag, sigldi úr Reykjavíkurhöfn.
Skólaskipið sigldi á Tý, varðskip Landhelgis-
gæslunnar, með þeim afleiðingum að Týr skall í
varðskipið Þór. Samkvæmt fyrstu upplýsingum
frá Landhelgisgæslunni virtust skemmdir á báð-
um varðskipunum umtalsverðar og útlit er fyrir
að vinna sé framundan við viðgerðir. Morgun-
blaðið leitaðist eftir frekari upplýsingum um
skemmdir skipanna í gærkvöldi en engin frekari
svör fengust frá Landhelgisgæslunni.
Óhapp í blíðviðrinu í Reykjavíkurhöfn í gær
Ljósmynd/Steingrímur
Rússneska skólaskipið sigldi á varðskip Íslendinga
Veiðimanni sem féll í Þingvallavatn
um hádegisbil í gær er haldið sof-
andi í öndunarvél á gjörgæsludeild
Landspítalans. Maðurinn er rúm-
lega sjötugur Íslendingur og var
hann einn á ferð á veiðistað úti í
vatninu en annar veiðimaður nokk-
uð frá honum sá þegar hann missti
fótanna og datt. Að sögn lögregl-
unnar á Suðurlandi óð sá veiðimað-
ur þegar í land og hljóp nærri kíló-
metra leið að slysstaðnum og óð
eftir einstigi út að þeim stað sem
maðurinn féll. Náði hann þar til
mannsins úti á nokkru dýpi og dró
hann til sín og að landi þar sem
hann hóf endurlífgunartilraunir.
Maðurinn var fluttur meðvitund-
arlaus með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar á sjúkrahús í Reykjavík.
Morgunblaðið/Einar Falur
Slys Maðurinn var einn á ferð við veiði.
Kældur og haldið
sofandi í öndunarvél