Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Í nýju tölublaði Þjóðmála fjallarJakob F. Ásgeirsson um stjórnarskrármál og varar við því sem hann kallar nútímavæðingu stjórnarskráa.    Hann bendir á að hæpið sé aðgera breyt- ingar eftir tíðar- anda hverju sinni og að það sé „regin- firra að það þurfi að geirnegla allt sem viðkemur stjórnar- háttum í stjórnar- skrá“. Velheppn- aðar stjórnarskrár séu „fáorðar og kjarnyrtar með rætur í sögu og stjórnarháttum lands síns“.    Hann tekur fyrir nokkrar afþeim mögulegu breytingum sem ræddar hafa verið í tengslum við íslensku stjórnarskrána og seg- ir til að mynda að það sé „mikil glámskyggni að halda að friður skapist um fiskveiðistjórnarkerfið með því að setja ákvæði í stjórnar- skrána um að „auðlindir í náttúru Íslands“ séu „í þjóðareign“ og að þær beri að „nýta á sjálfbæran hátt öllum til hagsbóta“.    Þá nefnir hann „nýjasta útspilið,um að brýna nauðsyn beri til að setja í stjórnarskrána ákvæði um framsal valdheimilda ríkisins vegna þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi,“ sem hljómi ekki sann- færandi.    Og hann bendir á að „við höfumhingað til getað óhindrað tek- ið þátt í öllu því alþjóðasamstarfi sem okkur hefur staðið til boða. Nema ætlunin sé að greiða fyrir hugsanlegri inngöngu í Evrópu- sambandið?!“.    Getur verið að sú ástæða búi aðbaki hugmyndinni? Er ESB-aðild ástæðan? STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 5 súld Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 12 heiðskírt Glasgow 21 heiðskírt London 22 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 26 léttskýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 18 alskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 21 alskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:01 23:55 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:17 23:38 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Kynntu þér nýjan kjarasamning VR og greiddu þitt atkvæði rafrænt á Mínum síðum á vr.is. Kosningu lýkur 22. júní kl. 12 á hádegi. Þitt atkvæði skiptir máli. Reykjavíkurborg hefur gengið frá samning við Sam- tökin ’78 um hin- segin fræðslu í reykvískum grunnskólum. Sóley Tómas- dóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, stað- festir það í sam- tali við Morgunblaðið. „Núna, þegar gengið hefur verið frá flestöllum formlegum réttindum hinsegin fólks á Íslandi skiptir mjög miklu máli að við leggjum okkar af mörkunum til þess að breyta hugar- fari og menningu þannig að fólk sé raunverulega frjálst að kynhneigð, kyngervi og öðru því sem hinsegin baráttan hefur gengið út á,“ segir Sóley og bætir við að það verði að fræða krakka um frelsi þeirra og fjölbreytileika mannlífsins, og efla virðingu fyrir því. „Það er það sem þessi samningur kemur til með að ganga út á. Við vonumst til þess að þessi fræðsla hjálpi okkur í þeim efnum,“ segir hún en fræðslan hefst líklega í haust. Hinsegin fræðsla í Reykjavík  Samtökin ’78 munu annast fræðsluna Ganga Frá Gleði- göngunni 2013. Til stendur að bæta við starfsfólki tímabundið hjá embætti sýslu- mannsins á höfuðborgarsvæðinu eft- ir að verkfalli lýkur. „Við erum nátt- úrlega að sanka að okkur fólki en bara að leita að vönu fólki sem getur gengið beint til verka. Við höfum fengið fólk sem hefur verið áður en eigum eftir að fá fleiri,“ segir Þór- ólfur Halldórsson, sýslumaður á höf- uðborgarsvæðinu. Hinir nýju starfs- menn verða ráðnir í tímabundin störf meðan unnið er á þeim fjölda mála sem safnast hefur upp síðustu 10 vikur meðan á verkfalli lögfræð- inga hefur staðið. Um fjölda starfs- manna sem fengnir verða til að að- stoða segir Þórólfur; „Ég hef nú ekki tekið það saman en þeir verða nokkrir.“ Starfsmennirnir eru bæði sérfræðingar og almennir starfs- menn, en starfsmönnum embættis- ins verður jafnframt boðin auka- vinna. Þórólfur segir þó verklagið hald- ast óbreytt. „Þegar lögfræðingarnir koma aftur til starfa fara fyrstu klukkutímarnir í að skipuleggja þetta á hverju sviði. Sviðsstjórarnir á hverju sviði hafa yfirumsjón með sínum málaflokkum. Við sem erum hér núna reynum að undirbúa eins vel og við getum komu þeirra svo hægt sé að setja mál í farveg eins fljótt og kostur er,“ segir Þórólfur. brynjadogg@mbl.is Sýslumaður þarf aðstoð eftir verkfall  Fjölga þarf starfsmönnum til að vinna á málabunka eftir að verkfall leysist Morgunblaðið/Ómar Sýslumaður Málabunkar bíða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.