Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Flottir bolir 11.900 kr. 36–48Str: KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 26 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Áform eru um að gera upp fyrsta raf- bílinn, sem notaður var hér á landi. Bíllinn, sem fluttur var til landsins ár- ið 1979 hefur verið í geymslu á Egils- stöðum síðustu ár. Gísli Gíslason, forstjóri rafbílasöl- unnar Even, segist hafa byrjað að leita að bílnum fyrir ári, lengi vel án árangurs því flestir sem talað var við töldu að búið væri að farga bílnum. Nýlega hafi svo komið í ljós að Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari og fyrrverandi sjónvarpsþula, hafði bjargað bílnum og komið honum í skjól á Egilsstöðum. „Ég vildi heiðra minningu Gísla Jónssonar prófessors með því að bjarga bílnum,“ segir Rósa en Gísli flutti hann til landsins árið 1979. Rósa segir bílinn hafa gengið kaupum og sölum í nokkur ár áður en hún festi kaup á honum árið 1995 þegar hún rak augun í hann, illa farinn við girðingu á Reykjavíkurflugvelli. Fluttur inn fyrir rúmum 35 árum Rafbíllinn sem um ræðir er af gerð- inni Electra Van 500 en hann var flutt- ur til landsins frá Bandaríkjunum. Gísli Jónsson prófessor flutti bílinn inn í þeim tilgangi að kanna hvort notkun rafbíla hentaði hér á landi. Sextán rafgeymar knýja bílinn. Hann vegur 1.066 kg, en tekur einungis þrjá farþega auk ökumanns. Ein hleðsla dugir í 50-80 km en drægni nútímaraf- bíla er allt að 500 km. Ásamt Háskóla Íslands sýndu fjölmörg fyrirtæki áhuga á bílnum á sínum tíma og styrktu Gísla í vegferð sinni fyrir notkun rafbíla. Leitar styrkja til lagfæringar Rósa segir að í mörg ár hafi ekki fengist fjármagn til að gera bílinn upp. Gísli leitar nú styrkja til þess en bíllinn er illa farinn eftir langa ævi. „Þegar bíllinn er tilbúinn munum við sýna hann með viðhöfn og reyna að finna honum varanlegan stað,“ segir hann. Gísli segir að einnig standi til að gera heimildarmynd um verkefnið. „Ómar Ragnarsson hefur tekið að sér að vera sögumaður. Við ætlum að fylgja bílnum eftir frá því hann verð- ur sóttur, lagaður og gerður upp.“ Að auki muni myndin fjalla um sögu raf- bílvæðingar hér á landi. Rósa segir Ómar hafa fylgst vel með þegar Gísli Jónsson kynnti bílinn fyrir lands- mönnum á sínum tíma og njóti Gísli Gíslason því góðs af því að fá hann með í gerð myndarinnar. Mikið verk er fyrir höndum, í ljósi ástands bílsins. Gísli er þó bjartsýnn á að innan árs verði hann orðinn tilbúinn til sýningar. „Af því við telj- um að rafbílavæðingin sé hafin hér á landi og fólk endi á rafbílum sem nota íslenska orku, er gaman að eiga fyrsta rafbílinn,“ segir Gísli Gíslason forstjóri. Rafbíll í endurnýjun líf- daga eftir langan dvala  Gera bílinn upp í minningu Gísla Jónssonar prófessors Electra Van 500 Rafbíllinn veður íslenskan snjó. Gísli Jónsson flutti bílinn inn árið 1979 fyrir atbeina Háskóla Íslands og fjölmargra fyrirtækja. Illa farinn Bíllinn er í slæmu ástandi eftir viðburðaríka ævi og mikil ferða- lög landshluta á milli. Hann bíður nú upplyftingar á Egilsstöðum. Sýningin „Saga líknandi handa“ var opnuð í Guðnýjarstofu í Görð- um á Akranesi í gær í tilefni þess að í ár eru liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Ingibjörg Pálmadóttir, bæjar- fulltrúi á Akranesi, átti frum- kvæðið að sýningunni og er í for- svari fyrir henni. Ljósi er varpað á starf kvenna, sögu líknandi handa, á árunum 1886 til um 1950 í þeim tilgangi að heiðra allar konur sem hafa af fórnfýsi og umhyggju líkn- að, huggað og grætt mein. Skyggnst er inn í störf ljósmæðra og þróun heilbrigðisþjónustu rakin. Sýndir eru búningar hjúkrunar- kvenna og koma munir meðal ann- ars frá Þjóðminjasafninu, Stykkis- hólmi og Hvammstanga. Sigurlín Gunnarsdóttir, önnur tveggja hjúkrunarkvenna sem hófu störf við opnun Sjúkrahúss Akra- ness 1952, opnaði sýninguna. Ljósmynd/Myndasmiðjan Opnun Regína Ásvaldsóttir bæjarstjóri Akraness, Sigurlín Gunnarsdóttir yfirhjúkrunakona og Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs klippa borða. Saga líknandi handa á Görðum á Akranesi  Sýning um sögu hjúkrunar opnuð Framkvæmdum á göngu- og hjóla- stígum við Grensásveg hefur verið frestað fram til næsta árs. Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir ástæðuna vera þá að óhagkvæmt er að fara í út- boð á stórri aðgerð sem þessari þegar langt er liðið á árið. „Það næst ekki hagstætt verð þegar verkið er boðið út á þessum tíma. Til þess að fá sem hagstæðasta verðið er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst á árinu,“ segir Hjálmar og bætir við að það séu ýms- ir íbúar í hverfinu sem hafa mikinn áhuga á að þetta verði gert, þrátt fyrir að þrengingar á Grensásvegi séu um- deildar. „Við munum nota tímann til að rýna í þetta, bæði kostnað og hönn- unina,“ segir Hjálmar en kostnaður við framkvæmdir hleypur á 160 til 200 milljónum króna. Hjálmar segir að farið verði í aðrar framkvæmdir á hjólastígum, m.a. verður fyrsti áfangi hjólastígs með- fram Bústaðavegi frá Reykjanes- braut að Snorrabraut lengdur. Morgunblaðið/Ómar Útboð Besta verðið fæst í ársbyrjun. Framkvæmdum á Grensásvegi frestað Lítil flugvél varð eldsneytislaus yfir Hellisheiði í gær. Fyrr en varði drapst á hreyfli vélarinnar en flug- manninum tókst að lenda á fáförn- um línuvegi. Stuttu síðar feykti vindur vélinni af veginum og út í hraun, með þeim afleiðingum að hjól féll undan vél- inni, sem skemmdist nokkuð við óhappið. Meiðsl flugmannsins voru hins vegar minniháttar. Flugvél lenti á vegi og fauk út í hraun Níu umsækjendur voru um embætti forstjóra Matvælastofnunar (MAST) en umsóknarfrestur rann út 5. júní sl. Þetta kemur fram í til- kynningu frá atvinnuvegaráðu- neytinu. Umsækjendurnir eru: Drífa Sig- fúsdóttir, Guðjón Helgi Egilsson, Jón Gíslason, Kjartan Hreinsson, Kristinn Hugason, Ólafur Odd- geirsson, Reynir Jónsson, Sigur- borg Daðadóttir og Þorvaldur H. Þórðarson. Veita á embættið frá og með 1. ágúst. Níu sækja um emb- ætti forstjóra MAST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.