Morgunblaðið - 12.06.2015, Page 10

Morgunblaðið - 12.06.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Hátt kjötinnihald – Ekkert kornmeti Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Hágæða hunda- og kattafóður Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Það var eins og fleira í lífinu,hrein tilviljun,“ segirReynir Ingibjartsson, höf-undar nýrrar bókar um 25 gönguleiðir á Þingvallasvæðinu, spurður um aðdraganda bókarinnar. Um er að ræða gönguleiðir í Þing- vallaþjóðgarði, umhverfis Þingvalla- vatn og við fornar og nýjar leiðir til Þingvalla. Lagt var upp úr því að leiðirnar lægju í hring svo göngufólk fengi meira út úr hverri göngu. Með- algönguleiðirnar eru um 3-6 kíló- metrar og henta jafnt ungum sem öldnum. Hverjum gönguhring fylgir kort með fjölda örnefna sem geyma sögu svæðisins. Er þessi bók Reynis um Þing- vallasvæðið hans sjötta gönguleiða- bók. Áður hafa komið út 25 göngu- leiðir á höfuðborgarsvæðinu, Hvalfjarðarsvæðinu, Reykjanes- skaganum, Snæfellsnesi og Borg- arfirðinum, sem gera um 150 göngu- leiðir alls. „Ég hef það fyrir venju þegar ég er að velja leiðirnar að fara hverja leið tvisvar og því eru göng- urnar orðnar að minnsta kosti 300 talsins,“ segir Reynir léttur í bragði. Ekki gleyma láglendinu Reynir segist ekki vilja kynna sig sem göngugarp enda séu göngu- leiðirnar hans til þess fallnar að allir geti gengið þær, hvort sem þeir séu göngugarpar eður ei. „Við kunningi minn gerðum eitt sinn með okkur samkomulag um að hann sæi um gönguleiðir fyrir fjöllin og ég sæi um gönguleiðir fyrir láglendið,“ segir hann um ástæður þess að í bókum hans séu nær eingöngu leiðir á jafn- sléttu sem séu nánast öllum færar. „Það eru allir að klífa fjöll núna og þá gleymist láglendið svolítið.“ Þá séu til dæmis göngur í kring- um vötn allra meina bót og hafi góð áhrif á sálarlífið. Sumar leiðirnar um Þingvallasvæðið innihalda þó eitt og eitt fell til að veita víðtækara útsýni. Tuttugu og fimm nýjar leiðir „Það er svo merkilegt, það er eins og þessar bækur hafi verið for- ritaðar,“ segir Reynir sposkur þegar talið berst að því af hverju talan 25 hafi hlotið náð höfundar við fjölda leiða og hvort margar leiðir bíði þess að líta dagsins ljós. Segir hann engar gönguleiðir hafi orðið eftir í skúff- unni þegar bókin var sett saman. „Ég settist bara með kort og fór að velja leiðir til að ná þessari breidd, það er að segja gönguleiðir í þjóð- garðinum, umhverfis Þingvallavatn- ið og gömlu leiðirnar að Þingvöllum. Þegar ég hafði valið leiðirnar þá endaði það einfaldlega í 25 göngu- leiðum.“ Segist hann jafnan byrja á þekktum stað og ganga svo út frá honum til þess að ná nýjum leiðum sem enn eru óþekktar. „Ég velti svo fyrir mér hvort mér hafi hreinlega verið ætlað að gera þetta enda er þetta sannkallað draumaverkefni,“ segir Reynir sem hefur frá unga aldri haft brennandi áhuga á sögu og landafræði, sem hann nær að sam- Þarf bara að opna dyrnar og stíga út Reynir Ingibjartsson, höfundur fimm gönguleiðabóka um Suðvesturland og Vest- urland, hefur sent frá sér sjöttu bókina sem er um Þingvallasvæðið. Leiðirnar eru 25 talsins og liggja um Þingvallaþjóðgarðinn, umhverfis Þingvallavatn og við fornar og nýjar leiðir að Þingvöllum. Ekkert því að vanbúnaði að skunda á Þing- velli þar sem náttúran og sagan er við hvert fótmál. Ljósmynd/Kristján Pétursson Fagurt Þingvellir skarta jafnan sínu fegursta eins og sést á gönguleiðum í bók Reynis. Tindaskagi sést fjær t.v. og Hrafnabjörg og Kálfstindar t.h. Ljósmynd/Kristján Pétursson Sýn Draumasund við Hestvík í gönguleið 17. Fjær sést Búrfell í Grímsnesi. Unaður og kvöl er sýning sem skóáhugafólk og meintir skófíklar ættu ekki að láta framhjá sér fara verði þeir á ferðinni í London næstu mánuðina. Sýningin Pleasure and Pain, þar sem gefur að líta skó frá ýmsum tímabilum, verður opnuð á morgun í Victoria og Albert- safninu. Meðal ríflega 200 skópara eru gullskreyttir sandalar frá tímum forn-Egypta og margar af ýktustu út- færslum þessa þarfaþings mann- kynsins allt til vorra daga. Sýningarhaldarar leggja áherslu á að skoða skó út frá menningar- og tískustraumum í aldanna rás og leit- ast við að varpa ljósi á hvernig nýj- asta tækni gerir kleift að hanna og framleiða skó með sífellt hærri hæl- um og stórbrotnara sniði. Auk fornra og sögulegra skópara sem eru til sýn- is hefur margt fræðgarfólk og skó- safnarar lánað safninu sína fínustu skó sem aldrei áður hafa verið til sýn- is. Þótt af nógu sé að taka á sýning- unni er þar aðeins brot af 2.000 para skósafni V&A, sem spannar um þrjú þúsund ár. Þar kennir margra grasa og ekki verður annað séð en mennirnir hafi frá örófi alda verið hallir undir öfgar í hönnun fóta- búnaðar. Sýningin Pleasure and Pain stendur til 31. janúar 2016. Eins og alla jafna er vert að gefa mörgum sýningum í V&A gaum, t.d. yfirlitssýningu á hönnun breska fatahönnuðarins Alexander McQueen heitins, Savage Beauty, sem stendur til 2. ágúst. Victoria og Albert-safnið í London Öfgafullur unaður og kvöl þar sem skórinn kreppir Josephine Baker-skór Þótt söngkonan og dansarinn Josephine Baker (1906- 1975) dansaði oftast berfætt varð hún skóhönnuðinum innblástur árið 1988. Silkiskór frá 18. öld. Dæmigerður skóbúnaður kvenna kringum 1730. Silkiskór með ávölum hælum og uppbrettri tá. Tónlistar- og myndlistarhátíðin Ymur stendur í fyrsta skipti fyrir Tilrauna- kenndum sólarhring, sem hefst í kvöld kl. 18, þann 12. júní. Ymur fer fram í Listagilinu á Akur- eyri, nánar tiltekið í sal myndlistar- félagsins og listrýminu Kaktus, þar sem Populus Tremula var áður til húsa. Gangur sem liggur út frá sal myndlistarfélagsins verður einnig nýttur undir tónleika og gjörn- ingahald og ef veður leyfir verður dagskráin færð út á grasblett fyrir framan. Stefnt verður saman kór- verkum, elektrónískri tónlist, til- raunakenndri metaltónlist, vídeólist, hljóðlist og lifandi gjörningum. Markmið hátíðarinnar er að stefna saman mismunandi listformum og er áhersla lögð á frumraunir, til- raunir og skapandi flæði en síðast en ekki síst eru mistök sérlega vel- komin. Tilraunakenndur sólar- hringur í Listagilinu Mistök sérlega velkomin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.