Morgunblaðið - 12.06.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 12.06.2015, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 FÆDDIST ÞÚ UNDIR HEILLASTJÖRNU? Lesendur okkar eru vitanlega fæddir á öllum tímum ársins og í mismunandi stjörnumerkjum. Áskrifendur Morgunblaðsins eru hins vegar stjörnurnar sem blaðamenn okkar taka mið af í daglegu starfi. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í áskriftarleiknum. Fylgstu með þegar við drögum út vinningshafann þann 17. júlí. Til stendur að opna nýja grunnsýn- ingu á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Grunnsýningin sem nú er uppi er orð- in hátt í 10 ára gömul eins og safnið sjálft, en stefnt er að því að ný sýning verði opnuð vorið 2017. Sigrún Kristjánsdóttir, deildar- stjóri á Borgarsögusafni Reykjavík- ur, segir að stefnt verði að því að hafa sýninguna nútímalega og með fersku yfirbragði. Þó að einblínt verði á sjáv- arútveginn sem atvinnugrein, allt frá því fiskurinn er veiddur og þar til hann kemur á diskinn, verði efnið jafnframt skoðað í víðu samhengi. „Sjónarhornið er víðara og jafnframt því að segja sögu sjávarútvegsins sem atvinnugreinar, tækniframfara og menningar höfum við einnig per- sónuleg sjónarhorn, sögu fólksins. Það verða frásagnir fólks sem segir frá sinni reynslu af tilteknum hlutum sem verið er að fjalla um í gegnum alla sýninguna,“ segir Sigrún. Í hinni nýju sýningu mun sjónum einnig verða beint að hlutverki kvenna og barna en mikil áhersla verður lögð á að fjölbreyttur hópur fólks komi við sögu. Hollenskir hönnuðir Guðbrandur Benediktsson safn- stjóri segir tímabært að huga að nýrri grunnsýningu fyrir safnið enda sé líftími sýninga á minjasöfnum yfir- leitt nokkur ár. „Þegar safnið var sameinað öðrum söfnum Reykja- víkurborgar og varð hluti af Borgar- sögusafni Reykjavíkur, fyrir rétt rúmu ári, var sett það markmið að efla Sjóminjasafnið enn frekar en byggja á þeim trausta grunni sem þar hefur verið lagður.“ Segir hann mikið í lagt til að sýningin muni heppnast vel. „Hollenskir sérfræðingar hafa verið fengnir til að vinna með okkur, sem er mjög spennandi. Þessir hönn- uðir hafa marga fjöruna sopið, til dæmis við hið glæsilega sjóminjasafn Dana í Helsingör, en safnið var eimitt tilnefnt til evrópskra safnaverðlauna um daginn,“ segir Guðbrandur. Sýn- ingin verði samstarfsverkefni margra aðila, systursöfn hérlendis og erlend- is muni koma að því, en einnig verði leitað til fyrirtækja og stofnana með samstarf eða stuðning í huga. Mark- miðið sé að sýningin nái til fólks um þennan undirstöðuþátt í menningu okkar og sögu. brynjadogg@mbl.is Ný sýning á Sjóminja- safnið í Reykjavík  Stefnt að opnun sýningar vorið 2017  Nýjar áherslur Fiskvinnsla Gripirnir á nýju sýningunni eru að hluta úr safnkosti Sjóminja- safnsins en ýmislegt kemur frá öðrum systursöfnum hérlendis og erlendis. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ólafur R. Dýrmundsson man ekki eftir viðlíka ærdauða og fréttir ber- ast af í vor, á áratuga ferli hans sem ráðunautur hjá Bændasamtökum Ís- lands. „Þetta er ekki einfalt mál, menn þurfa að hafa augun opin gagnvart mörgum þáttum. Það er eitthvað ekki í lagi alveg frá rækt- un, fóðrun og yfir í sjúkdómavarnir. Þetta þarf að rannsaka vel.“ Eins og aðrir nefnir Ólafur hey- gæðin sem hugsanlega skýringu. Heyfóður á suðvestur- og vestur- landi hafi verið mjög lélegt eftir sumarið í fyrra og raunar hafi sumarið þar á undan verið erfitt til heyskapar. Telur hann hugsanlegt að skemmdu heyi hafi verið rúllað en allavega að það vanti í það orku og prótein og jafnvel vítamín. Margir bændur hafi verið að spara við sig tilbúinn áburð á síð- ustu árum. Það leiði til þess að hey verði næringarminni. Ef heyin eru það léleg að þau dugi ekki nema til viðhalds skepn- anna þarf að gefa fóðurbæti með. Það var lengi gert með fiskimjöli. Það er hins vegar dýrt og hefur í seinni tíð verið skipt út fyrir innflutt sojamjöl, sem er mun lakari fóð- urbætir. Í sambandi við fóður- bætinn og breytingar sem orðið hafia nefnir Ólafur einnig að sumir fóðursalar noti erfðabreyttan maís sem lítið sé vitað um. „Margir bændur hafa verið að stækka búin heldur hressilega. Ég er hræddur um að þeir hafi ekki all- ir verið nógu duglegir við að grisja út gamlar ær. Þær eru vandfóðr- aðar og ef hey eru léleg eru of margar gamlar ær ávísun á vand- ræði,“ segir Ólafur. Hann nefnir fleiri breytingar í sauðfjárrækt sem hugsanlega hafi áhrif. Farið sé að vetrarrýja meginhluta fjárins. Það þýði aukið álag á skepnuna og meiri fóðurþörf og lélegt fóður geti haft meiri áhrif en ella. Dýralæknir hefur nefnt hvort áralöng rækun fitu úr fjárstofninum kunni að hafa slæm áhrif á skepn- urnar við aðstæður eins og voru í vor. Ólafur segir það ekki hafa ver- ið rannsakað. Hann nefnir hins veg- ar að frjósemi hafi mjög aukist í ís- lenska fénu og einnig hafi færst í vöxt að gemlingar séu látnir eiga lömb. Það geti skapað viss vanda- mál. Ólafur segir ekki útilokað að smitsjúkdómar valdi ærdauðanum. Hér er bólusett fyrir þremur sam- stofna sjúkdómum, helmingi færri en í nágrannalöndunum. Segir Ólaf- ur hugsanlegt að bóluefni hafi ekki virkað eða hingað hafi borist nýir smitsjúkdómar. Loks nefnir hann breytingar á bú- fjáreftirliti. Forðagæslumenn sveit- arfélaganna heimsóttu hvern bæ en búfjáreftirlitsmenn Matvælastofn- unar sem tóku við hlutverki þeirra skoða búin ekki reglulega. Segir Ólafur að margir forðagæslumenn hafi getað gripið fljótt inn í atburða- rásina þegar fé var ekki nógu vel fóðrað eða heybirgðir of litlar. Morgunblaðið/Ómar Réttir Sífellt bætast við fleiri dæmisögur um ærdauðann. Þarf að hafa augun opin fyrir mörgu  Ærdauðinn verri en ráðunautur veit um Við kortlagningu ærdauðans berast sífellt nýjar dæmi- sögur. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Lands- samtaka sauðfjárbænda, nefnir að einn bóndi hafi misst upp undir helming bústofnsins. Bændur eru við- kvæmir fyrir því að segja opinberlega frá og er trúnaði heitið þegar upplýsingum er safnað. Dæmin koma víðar að en áður. Nú hafa bæst við sög- ur af Vestfjörðum. Má heita að alvarlegur ærdauði hafi orðið um allt land. Það er helst að Suðurland hafi sloppið. Enn hafa ekki fundist skýringar á vandamálinu en unnið er að kortlagningu og rannsóknum, meðal annars söfnun blóð- sýna og krufningu kindahræja hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keld- um. Matvælastofnun hefur sent spurningalista til sauðfjárbænda. Helmingur fjárstofnsins drapst VANDINN KORTLAGÐUR OG ORSAKA LEITAÐ Ærdauði Unnið er að rannsóknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.