Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 18

Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015                                    !   !! !!" "!# #"" $!% !"  #% $%" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  !$  !"$ %% # #%# #! $ !#%   $%   ! ! !"" !!$ "! # $" !" ## $% ! #"$" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Áætlun um samruna MP banka og Straums fjárfestingarbanka hefur verið samþykkt og undirrituð af stjórnum beggja félaga. Í kjölfarið verður tillaga að samruna félaganna lögð fyrir hlut- hafafundi hjá félögunum 22. júní næst- komandi. Ákveðið hefur verið að sameinaður banki verði til húsa í Borgartúni 25 þar sem starfsstöð Straums er nú. Í sam- eiginlegri tilkynningu frá félögunum segir að vinna við undirbúning samrun- ans hafi gengið vel og samkvæmt áætl- unum, en stefnt sé að því að samein- aður banki hefji starfsemi sína með haustinu undir nýju nafni. Sameinaður banki MP og Straums fær nýtt nafn ● Íslandsbanki lauk í gær útboði á ein- um óverðtryggðum og tveimur verð- tryggðum flokkum sértryggða skulda- bréfa. Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 20 var stækkaður um 920 milljónir króna með ávöxtunarkröfunni 3,35% og verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 1.880 milljónir króna með ávöxtunarkröfunni 3,43%. 97% tilboða var tekið. Íslandsbanki lýkur útboði á sértryggðum skuldabréfum STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífskjararannsókn Hagstofunnar sýnir að tekjujöfnuður var meiri á Íslandi á árinu 2014 en árið á und- an. Þannig jókst kaupmáttur ráð- stöfunartekna hjá lægsta tekjuhópi og millitekjuhópi rannsóknarinnar milli ára en kaupmáttur hæstu tekna stóð nokkurn veginn í stað. Á meðfylgjandi skýringarmynd sést að bilið milli hinna tekjuhæstu og hinna tekjulægri jókst töluvert fram til ársins 2009. Algjört hrun varð á ráðstöfunartekjum hinna launahæstu það ár og á árinu 2010. Frá árinu 2011 hafa hóparnir náð örlítilli viðspyrnu en á síðasta ári brá svo við að neðri hóparnir tveir bættu stöðu sína meðan efsti fimmtungurinn gerði það ekki. Við mat á ráðstöfunartekjum er tillit tekið til fleiri þátta en atvinnu- tekna, meðal annars vaxtabóta, húsaleigubóta, örorkulífeyris og barnabóta. Tveir mælikvarðar Við mat á tekjujöfnuði notast Hagstofan bæði við svokallaðan fimmtungsstuðul og Gini-stuðul en báðir benda þeir í sömu átt, það er að tekjujöfnuðurinn aukist. Fyrr- nefndi stuðullinn sýnir hversu miklu hærri tekjur einstaklingar í efsta hluta tekjudreifingarinnar hafa í samanburði við þá sem eru í hinum lægsta. Á liðnu ári var hæsti hópurinn að meðaltali með 3,1 sinni hærri ráðstöfunartekjur en lægsti hópurinn en mestur hafði munurinn orðið á hópunum á árinu 2009, þegar munurinn var 4,1. Fá- ar þjóðir hafa birt niðurstöður sín- ar á því hvað fimmtungsstuðullinn mældist árið 2014 en ári fyrr mældist stuðullinn hvergi lægri en hérlendis að Noregi undanskildum. Árið 2013 stóð stuðullinn í 3,4 hér á landi en á sama tíma stóð hann að meðaltali í 5,5 innan Evrópu- sambandsins. Gini-stuðullinn er nokkuð flókn- ara fyrirbæri en fimmtungsstuðull- inn en hann sýnir samþjöppun tekna, það er hvernig heildartekjur samfélagsins dreifast meðal lands- manna. Hann myndi standa í gild- inu 100 ef allar tekjur samfélagsins tilheyrðu sama einstaklingi en 0 ef allir hefðu jafnar tekjur. Árið 2014 stóð Gini-stuðullinn í 22,7 og hefur aldrei mælst lægri. Þannig lækkaði stuðullinn úr 24 frá árinu 2013. Hæst stóð hann þó á árinu 2009, þegar hann mældist í gildinu 29,6. Þegar Ísland er borið saman við aðrar þjóðir kemur í ljós að sam- kvæmt Gini-stuðlinum er jöfnuður næstmestur hér á landi, þ.e. á eftir Noregi. Skattar og bætur jafna stöðuna Viðskiptaráð Íslands hefur birt úttekt á grundvelli lífskjararann- sóknarinnar. Þar er bent á að með- altekjur hinna launalægstu (neðsta tekjutíundin) nema um 270 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt en að tekjuhæsti hópurinn sé að meðal- tali með um 1.139 þúsund krónur á mánaðarlaun. Þannig séu hinir launahæstu með 4,2 sinnum hærri laun að meðaltali en hinir tekju- lægstu. Ráðið bendir þó á að skatta- og bótakerfið breyti sam- anburðinum milli hópa með afger- andi hætti. Þegar búið sé að taka tillit til þeirra þátta séu laun hinna launahæstu 2,5 sinnum hærri en hinna launalægstu. Þá séu hinir launalægstu með ráðstöfunartekjur sem nema 272 þúsund krónum að meðaltali en hinir tekjuhæstu með 693 þúsund. Fáir undir lágtekjumörkum Í fyrrnefndri rannsókn Hagstof- unnar er fjallað um svokölluð lág- tekjumörk. Sá einstaklingur taldist undir lágtekjumörkum ef ráðstöf- unartekjur viðkomandi voru lægri en 182.600 krónur á mánuði, en það teljast vera tekjur sem nema 60% af miðgildi tekna í samfélag- inu. Árið 2014 voru þeir sem töld- ust undir lágtekjumörkum, eða hið svokallaða lágtekjuhlutfall, 7,9%. Það er sama hlutfall og mældist ár- ið 2012 en það hefur aldrei mælst lægra en þá. Laun eru að jafnast upp á við Mikill jöfnuður » Samkvæmt mælingum Eurostat árið 2013 var lág- tekjuhlutfall hvergi lægra en á Íslandi að undanskildu Tékk- landi. » Sama stofnun mælir hlutfall fólks undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri ein- angrun hvergi lægra en hér- lendis. » Aðeins í Noregi mælist Gini- stuðullinn lægri en á Íslandi.  Launahæsti viðmiðunarhópurinn stendur í stað eftir mikinn samdrátt á árunum eftir bankahrunið  Aukinn tekjujöfnuður skýrist af hækkun lægstu launa Meðalráðstöfunartekjur í tekjufimmtungum á verðlagi ársins 2014 miðað við vísitölu neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands 2004 2014 900 þús. 800 þús. 700 þús. 600 þús. 500 þús. 400 þús. 300 þús. 200 þús. 100 þús. 0–20% 40–60% 80–100% Stjórnendur vænta að jafnaði 4% verðbólgu á næstu 12 mánuðum og að gengi krónunnar muni veikjast um 2%, samkvæmt könnun á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrir- tækja landsins. Könnunin var gerð í maí af Gallup fyrir Samtök atvinnu- lífsins og Seðlabanka Íslands og svöruðu 260 fyrirtæki. Miðgildi væntinga stjórnenda um verðbólgu næstu 12 mánuði er 4,0%, en að meðaltali eru verðbólguvænt- ingarnar 4,4%. Síðast í mars var mið- gildi verðbólguvæntinga hins vegar 3,0% og meðaltalið 2,7%. Sléttur þriðjungur stjórnenda telja að aðstæður í atvinnulífinu verði verri eftir sex mánuði en þær eru nú. Liðlega fjórðungur, eða 27%, væntir þess að aðstæður verði betri. Hvað varðar núverandi aðstæður í atvinnulífinu telur þriðjungur þær góðar en 19% slæmar. Tæplega helmingur svarenda telur aðstæður hins vegar hvorki góðar né slæmar um þessar mundir. Vaxandi skortur virðist vera á starfsfólki í ákveðnum atvinnugrein- um, en fimmtungur stjórnenda segir starfsfólk vanta. Í byggingariðnaði telja 42% stjórnenda skort ríkja á meðan 5-10% stjórnenda í verslun og fjármálaþjónustu segja skort vera á starfsfólki. Á næstu sex mánuðum sjá 23% stjórnenda fram á að fjölga starfs- fólki en 16% gera ráð fyrir fækkun. Þetta jafngildir um 0,3% fjölgun starfsfólks á næstu sex mánuðum, sem myndi svara til 250 starfa á al- mennum vinnumarkaði. Mest fjölg- un er áformuð í byggingarstarfsemi, flutningum og ferðaþjónustu. Morgunblaðið/Golli Skortur Um 42% stjórnenda í bygg- ingariðnaði telja skort á starfsfólki. Verðbólguvænt- ingar komnar í 4%  Þriðjungur stjórn- enda spáir versnandi aðstæðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.