Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 23

Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Risi Rússneska skútan sem hvílt hefur við Reykjavíkurhöfn er mikill risi og möstur hennar gnæfa sem listaverk yfir byggingar í miðbænum, Alþingishúsið, Iðnó og Dómkirkjuna. Árni Sæberg Um síðustu helgi var skýrt frá því að 50 þingmenn Íhalds- flokksins í Bretlandi, á þinginu í London og ESB-þinginu, hefðu tekið höndum saman og myndað hóp undir nafninu Conservatives for Britain (CfB) – Íhaldsmenn í þágu Bretlands. Þeir ætluðu að styðja David Came- ron, leiðtoga flokks síns og forsætis- ráðherra, í tilraunum hans til að semja um betri aðildarkjör Breta að ESB. Mistækist forsætisráð- herranum hins vegar að knýja fram „raunverulega róttækar breytingar“ sögðust þingmennirnir ætla að taka höndum saman við „nei-hópinn“ í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB- aðild Breta sem verður í síðasta lagi fyrir árslok 2017. David Cameron brást við þessum nýja félagsskap þingmanna úr eigin flokki með eftirfarandi orðum á blaðamannafundi í tengslum við G7- leiðtogafundinn í Bæjaralandi sunnudaginn 7. júní: „Vilji maður sitja í ríkisstjórninni verður hann að hafa þá skoðun að fyrir okkur liggi að gera nýjan samning til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að niður- staðan verði viðunandi.“ Daginn eftir sagðist Cameron ekki hafa sett ráðherrum sínum þá agareglu að vildi einhver þeirra berjast gegn aðild að Evrópusam- bandinu í komandi þjóðaratkvæða- greiðslu yrði hann að hverfa úr ráðherra- stóli. Brást hann þar við túlkun fjölmiðla á hans eigin orðum og þótti álitsgjöfum hann hafa haldið illa á mál- um, hann hefði í raun bannað ráðherrum að berjast gegn ESB- aðild. Rök forsætisráð- herrans eru að yfirlýst andstaða ráðherra við aðild að ESB gefi til kynna að þeir treysti honum ekki til að ná viðunandi ár- angri í viðræðunum við ESB. Vandi hans er að innan stjórnar hans eru sumir að minnsta kosti mjög opnir fyrir því að segja nei við áframhald- andi aðild að ESB. Hafi hann í hót- unum við þá getur það reynst dýr- keypt. Krefjist Cameron ESB-stuðnings af ráðherrum sínum fer hann aðra leið en sósíalistinn Harold Wilson, þáverandi forsætisráðherra Breta, fyrir réttum 40 árum þegar Bretar kusu fyrst um aðild, þá að Evrópu- bandalaginu (EB) sem bar allt annað svipmót en Evrópusambandið (ESB) þótt kjölurinn sé hinn sami. Wilson batt ekki hendur ráðherra sinna og kusu þeir sem voru lengst til vinstri innan Verkamannaflokks- ins, Tony Benn, Michael Foot og Barbara Castle, gegn EB. Margaret Thatcher var þá leiðtogi Íhalds- flokksins og studdi aðild að EB, einkum með vísan til friðar og ör- yggis. Var EB-aðildin staðfest með 67,2% atkvæða. Íhaldssemi Lúxemborgara David Cameron ætlaði að skapa frið innan Íhaldsflokksins með því að veðja á þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekst greinilega ekki. Ferlið sjálft er honum hættulegt hver svo sem úr- slitin verða. Ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla var í Lúxemborg sunnudag- inn 7. júní. Ríkisstjórn þriggja flokka, frjálslyndra, sósíalista og umhverfissinna, settist þar að völd- um haustið 2013 undir forsæti Xav- iers Bettels eftir að Jean-Claude Juncker, kristilegur sósíalisti, hafði verið forsætisráðherra í 19 ár (hann er nú forseti framkvæmdastjórnar ESB). Nýja stjórnin taldi nauðsyn- legt að lofta út og lagði í því skyni þrjár spurningar fyrir þjóðina: (1) hvort útlendingar sem hefðu búið í Lúxemborg í 10 ár eða lengur mættu kjósa til þings, (2) hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 í 16 ár og (3) hvort setja ætti bann við því að sami forsætisráðherra sæti lengur en 10 ár. Í Lúxemborg er lögskylt að nýta kosningarétt sinn. Svörin voru skýr: aðeins 21,98% vildu kosningarétt út- lendinga, 19,3% vildu lækka kosn- ingaaldur og 30,07% setja þak á starfsár forsætisráðherrans. Úrslitin urðu stjórnarflokkunum áfall. Forsætisráðherrann var þó fljótur að taka fram að þetta breytti engu um stjórnarsamstarfið eða setu sína enda hefði engin spurning- anna snúist um sig. Ýmsir aðrir töldu eðlilegt að hann segði af sér. Hinn 1. janúar 2013 voru íbúar Lúxemborgar 537.039 (55,5% Lúxemborgarar og 44,5% með er- lendan ríkisborgararétt). Hefði til- lagan um kosningarétt útlendinga hlotið samþykki hefði kjósendum á kjörskrá í þingkosningum fjölgað um 35.000 Hinn mikli fjöldi erlendra skatt- greiðenda í Lúxemborg án ríkis- borgararéttar bendir til að nálar- augað inn í þetta auðuga ríki sé þröngt. Forystumenn landsins hafa löngum verið í hópi áköfustu tals- manna aukins evrópsks samruna. Lúxemborgarar vilja þó halda fast utan um sitt og jafnframt sérstöðu í skattamálum til að laða að sem mest fjármagn. Vandrötuð braut Ríkjandi stjórnvöld ráða oft litlu um niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslu, eins og sannaðist í Lúxem- borg og tvisvar hér á landi í Icesave- atkvæðagreiðslum. Þegar David Cameron kynnti að næði hann endurkjöri í þingkosn- ingum árið 2015 yrði kosið um aðild Breta að ESB í síðasta lagi 2017 vildi hann styrkja stöðu sína innan eigin flokks og gagnvart öðrum sem hafa horn í síðu ESB-aðildar Breta. Það var ekki fyrr en kosninganóttina hinn 7. maí 2015 að við honum blasti að hrinda þessu fyrirheiti í fram- kvæmd. Snýst málið nú í höndum hans? Vilji nýrrar ríkisstjórnar í Lúxem- borg eftir 19 ára forsæti Jean- Claudes Junckers til að breyta stjórnarskránni birtist í spurning- unum þremur hér að ofan. Ríkis- stjórnin veðjaði á vitlausan hest, til- lögur hennar voru kæfðar í fæðingu. Hinn 16. júlí 2009 hafnaði naumur meirihluti þingmanna tillögu sjálf- stæðismanna um að þjóðin ætti síð- asta orðið um hvort sótt yrði um að- ild að ESB. Meirihlutinn fór villur vega, umsóknin rann út í sandinn. Nú vill hins vegar enginn flokkur að haldið verði áfram að ræða við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir hafa kúvent sem höfnuðu tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009. Ekki verður gerð krafa til þeirra sem vilja alls engar viðræður við ESB að þeir leggi til að viðræðum verði fram haldið! Á leiðinni frá 2009 hefur skýrst að sá sem vill ræða áfram við ESB verður að vilja afsala sér ráðum yfir 200 mílunum. Hver vill það? Verði einhvern tíma greitt þjóðaratkvæði um ESB-viðræður hér á landi ber tillögumönnum fyrst að svara þess- ari spurningu. Nálaraugað inn í ESB þrengdist við hina misheppn- uðu umsóknartilraun. Að veðja ekki á þjóðaratkvæðagreiðslu á réttum tíma dregur einnig dilk á eftir sér. Eftir Björn Bjarnason »Ríkjandi stjórnvöld ráða oft litlu um niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslu, það sannaðist í Lúxemborg og tvisvar hér á landi í Icesave-atkvæða- greiðslum. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Að veðja á þjóðaratkvæðagreiðslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.