Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 34

Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Sigurpáll Geir Sveinsson er íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Mosfells-bæjar, sem varð til við sameiningu Golfklúbbs Kjalar og Bakka-kots í byrjun ársins. „Helsta breytingin er að golfklúbburinn er kominn með tvo velli og Davíð Gunnlaugsson er í fullu starfi með mér yfir sumartímann og svo eru þrír aðrir sjálfstætt starfandi í golf- kennslu. Félagar í golfklúbbnum hafa því aðgang að fimm kennurum. Þótt það sé rólegra hjá okkur yfir vetrartímann eru golfarar orðnir meðvitaðri um að það þýðir ekki að mæta í golfkennslu 15. maí og halda að maður sé tilbúinn í golfið 1. júní. Það tekur tíma að venjast breyttum hreyfingum og veturinn er tíminn til að sækja golfkennslu.“ Sigurpáll varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari í golfi en hefur lítið keppt undanfarið. „Þegar maður er í fullu starfi við að kenna er tank- urinn búinn til að undirbúa sig fyrir keppnismót. Ég hef enga löngun til að spila meðal þeirra bestu og vera ekki að berjast meðal þeirra bestu. Ég spila samt með félögum mínum og tek eitt og eitt mót.“ Þegar golfinu sleppir hefur Sigurpáll áhuga á skotveiði. „Ég nota sumarfríin á haustin í að eltast við gæsir, endur og rjúpur. Það á hug minn allan á haustin. Í tilefni dagsins ætla ég að fara út að borða á góðum stað og fara svo á Ísland-Tékkland um kvöldið. Svo ætla ég að halda opið golfmót á Hellishólum í Fljótshlíð 29. ágúst sem heitir Afmælismót Sigga Palla.“ Á Hlíðavelli Sigurpáll á öðrum af tveimur golfvöllum Mosfellinga. Heldur afmælismót í haust á Hellishólum Sigurpáll Geir Sveinsson er fertugur í dag S igríður Auður fæddist í Reykjavík 12.6. 1965 og ólst upp í Vesturbænum og síðar á Seltjarnar- nesi: „Ég á því rætur að rekja í Vesturbæinn en þar átti hún Sigríður, amma mín, heima. Ég er skírð í höfuðið á henni. Amma Sigga var greind, vel les- in og skemmtileg kona sem ég tengdist sterkum böndum. Hún vildi allt fyrir barnabörnin sín gera og gætti þess að við kynntumst vel. Á sumrin fór fjölskyldan mikið upp í Borgarfjörð, en þar átti amma sumarhúsið Árdal. Þar var gott að vera, fallegur staður og nóg hægt að hafa fyrir stafni, eins og að klifra á fjöll og vaða í ám. Stór- fjölskyldan átti þarna góðan sama- stað.“ En Sigríður Auður átti einnig samastað fyrir norðan: „Ég átti mjög góðar stundir í Eyjafirði þar sem afi minn og amma í föðurætt, Helgi og Gunnfríður, voru bændur. Það er ómetanlegt að hafa kynnst því að vera í sveit. Þegar amma og afi fluttu til Akureyrar eftir að þau hættu búskap var ég mikið hjá þeim á sumrin. Í minningunni var alltaf sól á Akureyri. Amma Gunn- fríður var mikill listamaður. Hún prjónaði, bakaði og allt lék í hönd- unum á henni, kanilsnúðarnir hennar eru mér enn í fersku minni. Afi var bókasafnari og ættfræði- áhugamaður. Hann sagði mér ótal sögur af fólki og miðlaði fróðleik um ættir og uppruna sem ég kunni nú ekki alveg að meta á þeim tíma.“ Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri – 50 ára Fjölskyldan Sigríður Auður og Vilhjálmur Örn með dóttur sinni, Unni Svölu, í sólinni í Marthe- hérði á Ítalíu 2013. Nýtur frelsis á fjöllum Í Washington Sigríður og Unnur heimsækja Svölu, móðursystur Sigríðar. Reykjavík Þorlákur Máni Snæbjörnsson fæddist 16. apríl 2015 kl. 10.14. Hann vó 3.410 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir og Snæbjörn Marinó Reynisson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Þýskar hágæða pönnur frá AMT Allt fyrir eldhúsið • AMT eru hágæða pönnur úr 9mm þykku áli. • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita. • 3 ára ábyrgð á verpingu. • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna. • Nothæf fyrir allar eldavélar. • Má setja í uppþvottavél. Íslenska og þýska kokkalandsliðið nota AMT pönnur. WORLD’S BESTPAN „ “ THE * “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association * Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.