Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Matur og drykkir R agnheiður Eyjólfsdóttir, betur þekkt sem Raxel, hélt matar- boð fyrir samstarfsfélaga sína á dögunum. „Ég er að klára vinnu við bókina Eitthvað illt á leiðinni er, bók með draugasögum 19 ungra rithöfunda sem kom út í apríl. Ég ætla því að bjóða nokkrum í mat sem hjálpuðu mér extra mikið við að gera það verkefni að veruleika,“ segir hún. Raxel er alin upp og búsett í miðbæ Reykjavíkur en hefur einnig búið víða erlendis, í New York, París og Búdapest. Hún er menntuð kennari og hönn- uður og hefur starfað við verkefnastjórn. Síðustu ár hefur hún stýrt frístundarheimilum í miðborginni og Hlíðum, einnig ýmsum barna- viðburðum. Hún segist iðin við að halda matarboð og margir bera henni sög- una vel fyrir slíkt, enda afbragðskokkur hér á ferð. „Ég hef ekki boðið í mat í langan tíma þar sem hafa verið miklar annir í vinnu og svo fékk ég mér hvolp í janúar. Þetta er því fyrsta matarboðið eftir að hvolpurinn kom á heimilið,“ segir Raxel. „En mér finnst gaman að bjóða spontant í mat og ég á líka mjög skemmtilega vinnufélaga sem mér finnst gaman að elda fyrir. Ég legg mismikla vinnu í matarboðin og finnst alveg geta verið veisla í farteskinu á einfaldan hátt með því að leggja fallega á borð og elda fallegt pasta. Galdurinn er mögulega að eiga stóran pott og stórar skálar til að bera matinn fram í.“ Mikilvægast segir hún þó að maturinn komi úr góðum jarðvegi og fallegri hugsun og á hún þá við að að- búnaður dýra sé góður og að þau séu alin af alúð frekar en gróða- hyggju. „Sama gildir um allan mat, ég vel oft að kaupa ekki af ákveðnum fyrirtækjum vegna framkomu þeirra við neytendur, nátt- úruna eða koma fram af óvirðingu.“ Skiptir máli hvaðan maturinn kemur Aðspurð hvaðan gælunafnið Raxel er komin segir hún að henni hafi alltaf þótt hún eiga að heita Axel. „Þegar ég var barn fannst mér skrítið að foreldrar mínir hefðu gefið mér nafnið Ragnheiður en ekki Axel. Mér finnst ég alltaf hafa heitið Axel og það tók mig langan tíma að þora að segja öllum það og líka að skrifa mig það. Ég má samt ekki heita nafninu mínu í þjóðskrá og finnst því alltaf eins og það vanti einhvern hluta í mig á opinberum vettvangi,“ seg- ir hún einlæg. Mataráhugi hennar er fremur nýr af nálinni en hefur stigmagnast undanfarið. Hún les sér mikið til um matargerð og sekkur sér stundum í eitthvert ákveðið viðfangsefni. Síðast var það núðlusúpugerð. „Ég held að áhugi minn á matargerð hafi stigmagn- ast hjá mér við það að ferðast og upplifa ólíka matarmenningu og finna að það búa sögur í matargerðinni. Ég held að hugsanlega hafi upplifunin heillað mig og það er eitthvað sem ég hugsa mikið um, þessi smáatriði,“ segir Raxel. „Mér finnst líka skemmtilegast að elda fallegan mat og tek svona tarnir og fæ æði fyrir ákveðnum hlutum. Mér hefur alltaf fundist gaman að elda pasta og að búa það til, einnig eftirrétti, sushi og sjávarfang.“ Raxel finnst gaman að elda fallegan og góðan mat og eldar mest af fingrum fram. Hún þróar réttina sína án uppskrifta og hennar einkennisréttir eru humarpasta og ís sem hún býr til alveg frá grunni. Hvolpurinn hennar Raxel, Lúlú, kíkir forvitinn í myndavélina hjá ĺjósmyndara. FÆR ÆÐI FYRIR ÁKVEÐNUM HLUTUM „Upplifunin heillaði mig“ * Ég held að áhugi minn á matargerðhafi stigmagnast hjá mér við það aðferðast og upplifa ólíka matarmenningu. RAGNHEIÐUR EYJÓLFSDÓTTIR LAUNAÐI NOKKRUM GÓÐ- UM FÉLÖGUM SÍNUM GREIÐANN ER HÚN BAUÐ Í DÝR- INDIS MATARBOÐ Á DÖGUNUM, EN FÉLAGARNIR HÖFÐU LAGT HÖND Á PLÓG VIÐ SKEMMTILEGT VERKEFNI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.