Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Side 37
En það er ekki víst að það nægi sem vísbending um hvernig menn muni stjórna landinu fái þeir að- stöðu til. Nýju framboðin segjast undantekningarlaust ætla sér að feykja burtu spillingu hins fúna fjórflokks, sérdrægni kjörinna fulltrúa hans og óþolandi pukri, undirmálum og óhreinlyndi. Stjórnmálin muni í þeirra höndum snúast um hreinar og tærar hug- sjónir í þágu fólksins. Í því sambandi er fróðlegt að glugga í bókardóm Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um bók- ina Útistöður eftir Margréti Tryggvadóttur. Dómurinn birtist í nýjasta hefti Þjóðmála. Björn er jákvæður í garð verks höfundar og segir m.a.: „Meginkostur hinnar löngu bókar Margrétar Tryggvadóttur um þingmennsku hennar 2009 til 2013 er einlægnin í frásögninni. Hún hlífir engum, hvorki sjálfri sér né öðrum, heldur segir frá hlut- unum eins og þeir koma henni fyrir augu.“ Þegar horft er til umræðuefnis þessa bréfs er ber- sýnilega fengur að slíkri bók, því Margrét var í Borgarahreyfingunni, Hreyfingunni og Dögun og það með Birgittu Jónsdóttur, sem síðar tók þátt í að íslenska Píratahreyfinguna og komst á hennar vængjum aftur inn á þing. Heyrðirðu dynkinn þegar dýrlingurinn féll? Af dómi Björns má hins vegar einnig ráða að bók Margrétar sýni að á ýmsu hafi gengið á kjör- tímabilinu, sem kjósendur Hreyfingar og annar al- menningur var aldrei upplýstur um. Og ekki birtast stærstu átakamálin endilega öll sem stjörnublik á heiðhvolfi hinnar hreinu hugsjónabaráttu: „Við þinglok sumarið 2012 varð mikil rimma innan þing- hóps Hreyfingarinnar um hver skyldi verða fulltrúi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í tvær vikur í október 2012. Þótti Margréti og Þór (Saari) „fullgróft“ að Birgitta léti eins og sjálf- sagt væri að hún sæti allsherjarþingið. Hótaði Birg- itta að hætta öllum samskiptum við Margréti og Þór fengi hún ekki að fara til New York (bls. 451) og krafðist þess síðan að fjárhagur hennar yrði skilinn frá fjárhag þinghópsins, vildi hún þetta skráð í fundargerðarbók þinghópsins þótt hún hefði ekki rætt málið á fundi hans.“ Hæpið er að nokkur „fjórflokkanna“ hafi nokkru sinni sýnt svo mikil tilþrif við val á þingfulltrúa til að fá að vera á þingi SÞ í tvær vikur, að einhver flokkurinn hafi riðað til falls af því tilefni. Það getur vissulega verið skemmtilegt að fá tæki- færi til að spranga á spariskónum um hinar frægu höfuðstöðvar SÞ í fáeina daga. Ísland hefur ekki mikil áhrif þar, svo sem vonlegt er, og óbreyttur þingfulltrúi, sem lítur inn í nokkra daga, er varla svo grænn að halda að sú koma hans muni hafa nokkur minnstu áhrif fyrir einn eða neinn. Þannig að það er dálítið frumlegt, ef ekki frekt, að vera tilbúinn til að kljúfa stjórnmálaflokk í herðar niður af slíku tilefni. Sagt hefur verið um sjálfsævisögur stjórnmála- manna og sjálfsagt fleiri en þeirra að þær geti borið fjölbreytt heiti. En undirtitill þeirra langflestra ætti þó að vera einn og hinn sami: Hvers vegna í ósköp- unum hafði ég alltaf rétt fyrir mér? Björn Bjarnason segir að bókin Útistöður eftir Margréti Tryggvadóttur sé í hópi undantekning- anna frá þeirri reglu. Gott hjá henni. Morgunblaðið/RAX *Hæpið er að nokkur „fjórflokk-anna“ hafi nokkru sinni sýntsvo mikil tilþrif við val á þingfulltrúa til að fá að vera á þingi SÞ í tvær vikur, að einhver flokkurinn hafi rið- að til falls af því tilefni. 14.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.