Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 3

Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 3
bókasafnið 36. árg. 2012 Efnisyfirlit 4 Gróa Finnsdóttir Af bókum og brettum. Mótsagnakenndar hugleiðingar 8 Kristín Bragadóttir Hrappseyjarprentsmiðja 16 Christina Tovoté NordINFOLIT – tíu ára afmæli og breytingar 18 Ímyndarhópur Upplýsingar og SBU Ímynd bókasafns- og upplýsingafræðinga 22 Einar Ólafsson Við erum hætt að vera svona hæversk. Viðtal við Önnu Torfadóttur 26 Sveinbjörg Sveinsdóttir leitir.is … og þér munuð finna 31 Sigurður Örn Guðbjörnsson Fimm dagar í bókaheimi. Mannfræðingur og bókavörður í Frankfurt 34 Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Anna Björg Sveinsdóttir Hugleiðingar um skólasöfn grunnskólanna og Félag fagfólks á skólasöfnum Frá ritstjóra Einhvern tíma kom það til tals í ritnefnd Bókasafnsins eftir að undirritaður tók við ritstjórn, að langt væri síðan fjallað hefði verið um skólasöfn í blaðinu, það er að segja önnur en háskólabókasöfn. Það er því ánægjulegt að í þessu blaði eru tvær greinar um þetta málefni. Það er ástæðulaust að gera upp á milli mismunandi tegunda bókasafna hvað mikilvægi varðar, en víst er að mikilvægi skólabókasafna verður seint ofmetið og mikils um vert að þar sé fagmennska í fyrirrúmi. Á það er lögð áhersla í þessum tveimur greinum, fagmennsku, samstarf fagaðila og viðurkenningu fagfólksins. Í fyrra var í Bókasafninu grein í tilefni af 50 ára afmæli Bókavarðafélags Íslands og bar hún titilinn „Á leið til fagstéttar“. Vikið var að fagþróuninni í grein í sama blaði um „upplýsingaarkitektúr“. Hin faglega staða og ímynd hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu og haustið 2010 tók til starfa Ímyndarhópur Upplýsingar og SBU. Niðurstöður úr vinnu hópsins er birtar í þessu blaði. Almenningsbókasöfn eru megin viðfangsefnið í viðtali og tveimur greinum. Í annarri greininni er fjallað um starfsánægju á almenningsbókasöfnum. Í viðtali við Önnu Torfadóttur, fráfarandi borgarbókavörð í Reykjavík, er farið yfir þróun Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem verður níutíu ára á næsta ári, og breytt viðhorf og tækniþróun í almenningsbókasöfnum og upplýsingamálum. Þar er vikið að samstarfi og vinnusmiðjum almenningsbókasafna á Norðurlöndum sem nánar er fjallað um í sérstakri grein. Einnig víkur Anna að tilkomu leitarvefsins leitir.is, en um hann er nánar fjallað í annarri grein. Þá er einnig grein um norrænt samstarf um upplýsingalæsi, NordINFOLIT. Hugleiðing er um kosti og galla nýjustu tækni í bókaútgáfu, rafbókanna, en jafnframt leitum við langleiðina til upphafsins í bókaútgáfu hérlendis með ítarlegri grein um Hrappseyjarprent. Sú var tíð að bókavinir merktu bækur sínar með fagurlega skreyttum bókamerkjum, Ex libris. Um þau er fjallað í blaðinu en þeirri spurningu látið ósvarað hvort hugsanlega verði til einhvers konar rafræn bókamerki – eða hvernig verður bókaeign háttað í framtíðinni? En hvert sem hið tæknilega form verður, þá munu bókmenntirnar lifa, og um þær er að venju fjallað í greinum undir yfirskriftinni Bækur og líf, en síðast en ekki síst er litið við á bókamessunni miklu í Frankfurt þar sem íslenskar bókmenntir skipuðu heiðursess í fyrra. Þetta er síðasta hefti Bókasafnsins sem ég ritstýri og þakka ég félögum mínum í ritnefnd, sem nú heitir reyndar útgáfunefnd, fyrir gott samstarf og óska þeim sem áfram sitja og við taka velfarnaðar. Einar Ólafsson Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða Lyngási 18 | 210 Garðabæ | Sími 864-6220 | Netfang: upplysing@upplysing.is Veffang: www.upplysing.is Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja Á forsíðunni er mynd af bókamerki, „Ex libris“, og er það fengið úr safni Snæs Jóhannessonar. Limrur eru eftir Ingva Þór Kormáksson. Bókasafnið • 36. árgangur maí 2012 • ISSN 0257-6775 41 Ragnhildur Sigríður Birgisdóttir Starfsánægja á almenningsbókasöfnum. Eigindleg rannsókn á starfsánægju starfsmanna almenningsbókasafna á Stór-Reykjavíkursvæðinu 45 Halla Ingibjörg Svavarsdóttir Er vilji allt sem þarf? Skólasafnið og samstarf bókasafns- og upplýsingafræðinga, fagaðila í tölvum og kennara 50 Arnar Óðinn Arnþórsson Til frænda 51 Sindri Freysson EX LIBRIS. „Hver sá er stelur þessari bók lokar hliðum Himnaríkis“ 54 Einar Ólafsson Bókasafnið inn að kviku! Nordic Camps: Þriggja ára þróunarverkefni 59 Bækur og líf 61 Afgreiðslutími safna 66 Höfundar efnis Ritnefnd: Einar Ólafsson, ritstjóri – bokasafnid.timarit@gmail.com Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri – kingunnar@gmail.com Áslaug Óttarsdóttir – aslaugo@hi.is Kristína Benedikz – krist@hi.is Anna María Sverrisdóttir – annams@landsbokasafn.is Brynhildur Jónsdóttir – kopsson@simnet.is Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA) © 2012 Landsker bókasafna hf. Notandanafn og lykilorð eru þau sömu og á gegnir.is Nýr leitarvefur Frekari upplýsingar á bókasafninu leitir.is? Hvað finnur þú á Bækur Greinar Tónlist Ljós- myndir Ritgerðir Mynd- efni Tímarit © 2012 Landsker bókasafna hf. Notandanafn og lykilorð eru þau sömu og á gegnir.is l i Frekari upplýsingar á bókasafninu leitir.is? Hvað finnur þú á B kur Greinar Tónlist Ljós- myndir Ritgerðir Mynd- efni Tímarit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.