Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 5

Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 5
5 bókasafnið 36. árg. 2012 álit mitt varð meira að segja ofan á þrátt fyrir þessa neikvæðu tuðandi rödd sem barst frá undirmeðvitundinni sem ég reifst stöðugt við. Ég keypti mér bækur inn á kyndilinn minn og reyndi að nota allt það sem hann hafði upp á að bjóða, gerði orðaleit, fletti upp í orðabókinni, setti inn athugasemdir, merkti við fallegar setningar, stækkaði og minnkaði letrið, fletti fram og til baka, keypti meira... Svo fékk ég lánaðar rafbækur hjá bókasafni Norræna hússins, því frábæra bókasafni, sem ég gat því miður ekki hlaðið niður á kyndilinn, en las þá bara í fartölvunni minni. Ég hlóð niður rafrænum bókum í gríð og erg sem ég fann víðsvegar á vefnum og allt í einu uppgötvaði ég að ég var eingöngu farin að lesa rafrænar bækur! Bæði í vinnunni minni og heima las ég allt sem ég þurfti að lesa í rafrænu formi og vildi þá auðvitað deila þessu með mér – en úps! Það var ekki hægt nema að ég lánaði viðkomandi kyndilinn minn í leiðinni. Og þá gerði ég aðra uppgötvun: Það vantaði eitthvað í sálina mína og ég var orðin undarlega eirðarlaus og skorti fyrri einbeitingu við lesturinn. Ég gat ekki séð að þetta ætti sér neina augljósa skýringu þangað til ég gerði mér ljóst að ég hafði ekki haldið á BÓK – alvöru bók úr pappír klæddri í fallega kápu – í langan tíma! Það var svona eins og þegar maður hefur verið að horfa á fallegt litskrúðugt landslag í miklu sólskini sem hægt og rólega hefur látið undan síga fyrir gráum skýjum. Ég sé landslagið, mikil ósköp, en það hefur tapað ljómanum. Ég hafði meðtekið innihald textans sem ég hafði lesið af skjánum eða lesbrettinu en hann var hulinn einhverjum gráma, líkt og ég hefði verið að skoða fallega vöru í gegnum illa þveginn búðarglugga. Ég flýtti mér heim og tók eina af uppáhaldsbókunum mínum niður úr bókahillunni. Ég fann ljúfa pappírslyktina (það lykta engar tvær bækur alveg eins) og renndi fingrunum eftir upphleyptum stöfunum í titlinum á kápunni sem skiptu um lit eftir því hvernig birtan féll á þá. Ég heyrði snarkandi hljóðið þegar ég fletti síðunum og fann áferð pappírsins undir fingrunum og fann himneskt marrið í leðurbandinu. Á blaðsíðu 165 hafði ég sett inn hugleiðingu til minnis frá fornu fari þegar ég las bókina fyrst. Hún var illa skrifuð sem sagði mér að ég hefði legið út af og því ekki verið að vanda mig mikið og ég gat líka ráðið í frá hvaða tíma athugasemdin var af rithöndinni einni saman. Á öðrum stað hafði ég skissað upp rós og brostið hjarta. Allt þetta gerði þessa bók og bara þessa bók að einstökum grip með mikla þýðingu sem engin rafbók í heiminum gæti áorkað. Ég tók fram aðra bók úr hillunni og kom mér fyrir í besta stólnum mínum og hnoðaði fótunum innundir mig sem gerir það að verkum að ég kemst í betri tengsl við bækurnar mínar. Við hliðina á mér hafði ég hunangssætt te og í kringum mig var djúp kyrrð full af hljóðum. Ég hélt um bókina, skynjaði áþreifanlegan mátt hennar, áferð, kaflaskipti. Ég fletti aftur til að skilja uppbyggingu höfundarins á verkinu, horfði á þykkt og lögun blaðsíðnanna, heildina, samræmið. Ég skynjaði samhljóm hennar, hvernig innihaldið kallaðist á við ytra útlitið, hvernig allt studdi hvert annað, nokkuð sem kemst aldrei til skila á rafrænan hátt. Ég tók aðra bók sem var ljóðabók og las þar ljóð sem teygði sig yfir heila opnu. Ljóðið fjallaði um barn sem hoppaði ofan í drullupoll og orðin þeyttust í allar áttir líkt og vatnið í pollinum. Þetta var ekki bara ljóð, heldur mynd sem ekki var skynjuð nema á pappír í nákvæmlega þeim hlutföllum sem skáldið hafði gefið því í nákvæmlega þessari stærð bókar. Og ég hélt áfram að taka fram fleiri bækur uns ég var umkringd þessum vinum mínum, hver með sinn einstaka karakter, lykt, liti, áferð, visku og allt í einu var þetta eirðarleysi sálarinnar horfið. Og þá komst ég að annarri niðurstöðu, nefnilega þeirri að athöfnin að lesa felur ekki bara það í sér að meðtaka þann texta sem fram er settur heldur stuðlar það umhverfi sem lesandinn er staddur í hverju sinni mjög við þá upplifun sem verður til við lesturinn. Höfundur textans hlýtur að eiga það inni hjá lesanda sínum að hann njóti og skynji til fulls allt það sem hann hefur fram að færa og því gefur auga leið að við verðum að skapa kjöraðstæður til að nema og njóta listilega smíðaðs texta. Það er til dæmis annað að lesa innan um skvaldur á fjölfarinni lestarstöð eða á kaffihúsi en í notalegu umhverfi stofunnar okkar eða svefnherbergisins heima. Lestrarnautnin fullkomnast síðan meðan við eigum þess kost að halda á raunverulegri bók, þreifa á blaðsíðunum, kilinum, bókbandinu, skynja hvernig höfundurinn og hönnuður bókarinnar hafa náð fram réttu áhrifunum með nákvæmlega réttu letri, réttri stærð bókarinnar, réttu jafnvægi á hverri síðu sem kallast á við innihaldið í hvívetna. Ég vil geta teygt út hendina eftir bók í bókahillunni, opnað hana og byrjað að lesa, í stað þess að kveikja á rafknúnu tæki og leita þar að bókinni minni sem síðan birtist mér í brotum en ekki sem heild. Ég get ekki þreifað á henni, fundið hana, Alvöru bók úr pappír klæddri í fallega kápu – eða taka heilt bókasafn með sér á heimsenda...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.