Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 8

Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 8
8 Ekki þarf að fjölyrða um hve báglega hagaði til um bókaútgáfu Íslendinga alla sautjándu öld og langt fram á hina átjándu. Strjálbýli og fátækt gerðu framleiðslu og dreifingu bóka erfiða. Þorri manna lifði við þvílíka fátækt, að ef nokkuð bar út af var hungursneyð fyrir dyrum. Embættismenn voru fáir og margir þeirra álíka snauðir og alþýðan. Annarsstaðar voru auðugir aðalsmenn og höfðingjar oft miklir styrktarmenn bókaútgáfu, en á Íslandi var sjaldnast slíku að heilsa. Enginn vísir var að borgarmyndun og engin menningarmiðstöð, nema ef telja skyldi biskupsstólana að Hólum og Skálholti. Þó er sagan ekki nema hálfsögð með þessu því biskupar annars stiftisins, lengst af Hóla, réðu einir hvað út var gefið í einu prentsmiðju landsins, en þar hafði Guðbrandur biskup skapað með fordæmi sínu þá föstu venju, sem enginn eftirmanna hans vildi brjóta að prentsmiðjan skyldi eingöngu hafa sáluhjálp manna að leiðarljósi og ekki sinna neinu öðru. Það má heita eina undantekningin sem verulegu máli skiptir alla sautjándu öld að Þórður biskup Þorláksson lét prenta fáeinar sögur sem voru Íslendingabók, Landnáma, Kristnisaga, Ólafs saga Tryggvasonar og Grænlands saga Arngríms lærða í Skálholti 1688 og 1689. En hann vildi ekki vera guðsorðinu til trafala og tók fram að ekki hafi hann „áformað að leggjast svo í sagnaprent, að þess vegna hindrist guðs orð, hvað ætíð Hrappseyjarprentsmiðja Kristín Bragadóttir 1. Jón Helgason: Hrappseyjarprentsmiðja 1773-1794. (Safn Fræðafjelagsins um Ísland og Íslendinga, VI). Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag; 1928, bls. 5-6. á og skal mest metast, á meðan eg og mínir höfum ráð á þessu prentverki“.1 Hann hálfsá eftir þessu hliðarspori. Ekkert framhald varð á þessum útgáfum. Flestir munu líka hafa kunnað vel við gamla siðinn, svo rótgróinn sem hann var orðinn, og hafa naumast skilið til hlítar þvílíkur annmarki það var fyrir menn sem eignast þurftu innlent, veraldlegt rit að verða að setjast sjálfir við eða fá einhvern til þess að skrifa það upp ef þá var nokkur leið að ná í handrit að skrifa eftir. Adam og Eva í aldingarðinum Eden. Tréð hlaðið gómsætum eplum og ormurinn vondi sýnilegur á miðri mynd. Trérista.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.