Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 11
11 bókasafnið 36. árg. 2012 1772, aðalprentari þar 1781-82. Hann fór síðan til Hrappseyjar og sigldi til kóngsins Kaupmannahafnar 1784. Upp frá því vann Magnús Moberg aftur einn að því sem prentað var og flutti til Leirárgarða ásamt prentsmiðjunni. Síðasta árið sem Bogi í Hrappsey lifði fól hann Benedikt syni sínum að annast Moberg. Prófarkalesendur eru nefndir þrír í Hrappsey. Einn var Jón Gíslason stúdent, sem síðar sigldi til háskólans í Höfn og dó þar. Annar var Markús Sigurðsson, hann tók prestsvígslu 1784 og dó prestur á Mosfelli í Mosfellssveit 1818. Þriðji var Jón skáld Þorláksson. Hann hafði þá tvívegis fengið brauð, en misst hvorttveggja sökum barneigna. Hann var nokkuð við starfsemi prentsmiðjunnar riðinn og gat það komið sér vel að hafa þar hagmæltan mann tiltækan. Jón fékk brauðið Bægisá haustið 1788 og hvarf frá prentsmiðjunni. Þess er getið, að Helgi nokkur Þorkelsson vann um hríð að bókbandi í Hrappsey fyrir Boga, en varð ósáttur við hann og náði sér niður á honum með því að yrkja háðkvæði um prentsmiðjuna. Prentsmiðjan stóð í blóma í 10 ár fyrir frábæra atorku Boga, og voru þar prentaðir ýmsir búritlingar, lagarit, sögur, rímur, kvæði og margt fleira. Hins vegar tók að halla undan fæti eftir það og síðari 10 árin kom lítið út. Margt merkisrita var prentað í Hrappseyjarprentsmiðju. Ekki verða þau öll tíunduð hér. Einungis nokkurra getið sem hafa þótt sérstök á einhvern hátt. Bjartara framundan Fyrst og fremst var hugað að nytsamlegum ritum. Hag- ræðing í búskap og jarðabætur var það sem mest lá á að koma á framfæri við landsmenn. Nauðsynlegt var að færa atvinnuhætti í nútímalegra horf. Framarlega í þessum efnum stóð Eggert Ólafsson sem samdi Stutt ágrip um Lachanologia edur maturtabok sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1774 og var um garðyrkju. Hann samdi einnig Bunadar-Baalkur ... um daglegt Buskapar-Lijf Islendinga, 1783 heilræðakvæði sem var ort í samræmi við tíðarandann. Aðrir höfundar stefndu í sömu átt og má nefna Ólaf Olavius sem gaf út bók um litun 1786, aðra um reikningslistina árið 1781. Einkum og sér í lagi var Magnús Ketilsson sýslumaður ötull og gaf ýmislegt út á prenti, sumt sannarlega með sérkennilegum titlum eins og Hestabit er hagaboot, 1776, og Heidner eta hrossakiöt. – Hvenær aa ad fara ad slaa? 1776. Þetta þóttu gagnleg rit fyrir bústörfin. Jafnvel námsbækur í hinum ýmsu efnum komu jafnóðum út.12 Magnús gaf út Tanke om det Rappsøiske Bogtrykkerie árið 1786 og er það góð heimild um prentsmiðjuna. Raunasaga prentsmiðjueiganda Ekki verður sagt að starfsemi Hrappseyjarprentsmiðju gengi létt og lipurlega fyrir sig. Bogi mátti þola ýmislegt mótlæti og óverðskuldað álas frá ýmsum sem ekki gátu unnað honum prentverksins og sem litu hann illu auga og var hann ásakaður um að hafa grætt meira en góðu hófi gengdi á prentuninni. Sú saga gekk að óvildarmenn Boga bónda hefðu fargað lista yfir kaupendur sem lofað höfðu að kaupa rit prentsmiðjunnar svo Skjaldarmerki Kristjáns kóngs sjöunda prýðir forsíðu heftanna af Lögþingisbókinni ásamt rósabekk. Upphaf Annálanna í fyrstu útgáfu er ríkulega myndskreytt með tréristu. En annars er bókin ekki skreytt að undanteknum rósabekk við upphaf fyrsta kafla. 12. Uggla, Arvid Hj.: Uppsala universitetsbibliotek samling av nyisländsk litteratur : några meddelanden. Särtryck ur Uppsala Universitetsbiblioteks Minnesskrift 1621-1921, bls. 573 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.