Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 18

Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 18
18 Þessi grein er byggð á vinnu Ímyndarhóps Upplýsingar og SBU. Hún fjallar um mikilvægi þess að taka upp yfirheitið upplýsingafræðingur í stað bókasafns- og upplýsingafræð- ingur. Víða um heim hafa háskólar tekið upp heitið upplýsinga fræði fyrir námsgreinina. Í greininni er lögð áhersla á mikilvægi þess að laga ímynd bókasafns- og upp- lýsinga fræðistéttarinnar og lögð er til stutt en hnitmiðuð lýsing sem hún gæti sameinast um. Hún hljóðar svo: Upplýsingafræðingur skipuleggur upplýsingar og greiðir almenningi, atvinnulífi, skólum og vísindasamfélagi aðgang að afþreyingu og áreiðanlegri þekkingu (hvort sem er á stafrænu eða áþreifanlegu formi). Inngangur Það var þetta langa heiti, bókasafns- og upplýsingafræðingur, sem stjórnir SBU (Stéttarfélags bókasafns- og upplýsinga- fræðinga) og Upplýsingar voru alltaf að hnjóta um. Félag sem stendur í kjarabaráttu fyrir félagsmenn á ekki auðvelt uppdráttar þegar viðsemjendur eru sífellt að hnjóta um starfsheitið og vita ekki hvað félagar þess starfa við. Nema kannski að raða upp bókum! Bókasafns- og upplýsinga- fræðingar (hér eftir nefndir upplýsingafræðingar) vinna fjölbreytt störf á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Stéttina sárvantar hnitmiðað starfsheiti, sem skilgreinir starfið almennt þrátt fyrir ólík sérsvið félagsmanna, starfsheiti, sem sameinar og styrkir heildina. Auk þess þarf stöðugt að vinna með ímynd bókasafns- og upplýsingafræðinga eins og ímynd annarra stétta þeim til framdráttar og vegsauka. Noa Aharony (2006, s. 236) vitnar til skilgreininga í Veforðabókinni fyrir bókasafns- og upplýsingafræði (The Online Dictionary for Library and Information Science (ODLIS)) frá 2004 og í greinum eftir R. Taylor frá 1966 og H. Borko frá 1968. Veforðabókin skilgreinir upplýsingafræði sem kerfis- bundna rannsókn og greiningu heimilda, þróun, söfnun, skipulag, dreifingu, mat, notkun og stjórnun upplýsinga í öllum myndum þeirra, þar með taldar boðleiðir (formlegar og óformlegar) og tæknin sem notuð er við miðlun þeirra. Taylor lagði til aðra og miklu víðtækari skilgreiningu: [Upplýsingafræði er] vísindin sem kanna eiginleika og hegðun upplýsinga, öflin sem stýra flæði upplýsinga og aðferð irnar við vinnslu upplýsinga til að hámarka aðgengi og notagildi. Ferlin fela í sér skipulagningu, miðlun, söfnun, skipulag, vörslu, endurheimt, túlkun og notkun upplýsinga. Fræðasviðið spannar eða tengist stærðfræði, rökfræði, mál vísindum, sálfræði, tölvutækni, rannsóknum, grafík, fjarskiptum, bókasafnsfræði, stjórnun, og nokkrum öðrum sviðum. Aharony bendir á að í þessari skilgreiningu megi greina nokkra eiginleika upplýsingafræða: 1. Áhersla upplýsingafræðinnar er fyrirbærið upplýsingar. Sviðið spannar alla þætti upplýsinga, óháð formi þeirra. 2. Upplýsingafræðingurinn sinnir upplýsingum allan „líftíma“ þeirra. 3. Sviðið er þverfaglegt. 4. Þessi skilgreining miðast hvorki við stofnun né stað, heldur er öll áherslan á tilgang bókasafnsins: aðgengi og notagildi/nýtingu upplýsinga. Þótt með þessari skilgreiningu sé reynt að greina á milli upplýsingafræðinnar og bókasafnsfræðinnar, fylgir hún skilgreiningu ALA (American Library Association) á bókasafnsfræði. Aharony vitnar síðan í Borko sem segir: Upplýsingafræði er það fag, sem rannsakar eiginleika og hegðun upplýsinga, öflin sem stjórna flæði upplýsinga, og aðferðir við úrvinnslu upplýsinga til hámarks aðgengis og notagildis þeirra. Hún fjallar um þann þátt þekkingar sem snertir uppruna, söfnun, skipulag, vörslu, endurheimt, túlkun, miðlun, umbreytingu og nýtingu upplýsinga. Ímynd bókasafns- og upplýsingafræðinga Ímyndarhópur Upplýsingar og SBU

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.