Bókasafnið - 01.05.2012, Side 26

Bókasafnið - 01.05.2012, Side 26
26 á vettvangi bókasafna og annarra safna eftir að bætast í leitar grunninn. Leitarvefurinn opnar á nýjan hátt aðgang að ómetanlegum menningarverðmætum sem fólgin eru í söfnum landsins og gera notendum kleift að afla sér marg- þættra upplýsinga á einum stað sér til verulegs hagræðis. Velþekkt ljósmynd Ólafs Magnússonar af fjárrekstri við Þjórsá í Þjórsárdal varð kveikjan að nafni leitarvefsins. Á ljósmyndinni sést fé renna niður dalinn haustið 1927. Bændur eru í leitum og reka féð í réttirnar. Þetta má heimfæra á leitir.is enda fara menn þar í upplýsingaleitir og smala niðurstöðunum saman. Þannig kallast gamli og nýi tíminn á í heitinu leitir.is. Kennimerki vefsins er táknrænt fyrir nafn hans en þar koma fyrir grasi gróin fjöll, troðnar slóðir og árfarvegir. Sveinbjörg Sveinsdóttir 1. Inngangur Á ráðstefnu sem Landskerfi bókasafna hf. hélt þann 11.11.11 í tilefni af tíu ára afmæli félagsins opnaði Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra nýjan leitarvef Lands- kerfis bókasafna leitir.is. Á vefnum leitir.is er auðvelt að leita og niðurstöður eru birtar samtímis úr ólíkum gagnaskrám jafnt íslenskum sem erlendum. Í dag er leitað í Gegni, fjölmörgum íslenskum gagnasöfnum ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísinda efni í Landsaðgangi. Enn eiga mörg gagnasöfn, bæði Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra (t.h.) opnar leitir.is með aðstoð Sveinbjargar Sveinsdóttur framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna (t.v.). Ljósmyndari Telma Rós Sigfúsdóttir. Fjölbreytileiki gagna í leitir.is leitir.is … og þér munuð finna

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.