Bókasafnið - 01.05.2012, Page 30

Bókasafnið - 01.05.2012, Page 30
30 bókasafnið 36. árg. 2012 Ábendingarþjónusta fyrir rafrænar greinar Á leitir.is er í boði ábendingarþjónustan bX.4 Ábendingar- þjónustur (recommender service) þekkja margir, meðal annars frá vefversluninni Amazon, en þjónustan bendir notendum á skylt efni. Í leitir.is er þessi þjónusta eingöngu í boði fyrir rafrænar tímaritsgreinar og er aðgengileg undir flipanum ábendingar í leitarniðurstöðum. Einnig má nálgast þjónustuna í SFX krækjukerfinu. Ábendingarþjónustan sem rekin er af Ex Libris notar gögn sem eru sótt í loggskrár SFX krækjukerfisins víðs vegar um heiminn (data mining). Um er að ræða kostaða þjónustu sem Landskerfi bókasafna greiðir árlegt gjald fyrir. Þessi viðbótarþjónusta er bókasöfnunum þó að kostnaðarlausu. Í framtíðinni verður þjónustan fjölbreyttari. Þegar þessi grein er skrifuð hefur Ex Libris nýlega kynnt til sögunnar það sem þeir kalla bX vinsælar greinar (bX Hot Articles) og er þar um að ræða að notendur ákveðins fræðasviðs geta fylgst með því hvaða tímaritsgreinar eru vinsælar á fræðasviði viðkomandi. Þessar upplýsingar verður hægt að sækja í gegnum farsímaforrit (apps). 6. Lokaorð Hraðvirk samleit af því taginu sem möguleg er í leitir.is er nýjung í safnaheiminum á Íslandi. Leitir.is samrýmist stefnu íslenskra stjórnvalda, ríkisins og margra sveitarfélaga í upp lýsingamálum og er í takt við tækniþróun á vettvangi bóka safna erlendis. Hún uppfyllir að talsverðu leyti óskir upplýsingaleitenda í dag um nútímalegt leitarumhverfi, gagn- virka upplýsingamiðlun og fjölbreytta þjónustu svo nokkuð sé nefnt. Bylting hefur orðið í aðgengi að Landsað gangi en nú er möguleg samleit í tímaritsgreinum en ekki aðeins tímaritatitlum líkt og áður var. Í gegnum ábendingarþjónustu geta fræðimenn og námsfólk glöggvað sig á því hvaða tímaritsgreinar það eru sem vekja athygli í heiminum í dag. Leitir.is á að geta styrkt söfn í því að gera fjölbreytt menningarverðmæti sýnileg og aðgengileg landsmönnum. Einnig á hún að geta stuðlað að markvissari notkun á kostuðum safnkosti líkt og Landsaðgangi. Í dag er það fyrst og fremst safnkostur íslenskra bókasafna sem er leitarbær í leitir.is en að því er stefnt að bæta við öðrum gagnasöfnum. Ljósmyndir í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur eru þegar aðgengilegar í leitir.is og er það vísir að því sem koma skal, aðgengi á einum stað að bókasöfnum, minja- og listasöfnum, skjalasöfnum ásamt fleiri gagnasöfnum. 4. http://www.exlibrisgroup.com/category/bXUsageBasedServices Þráinn / Káinn Þannig er það með hann Þráin að þjáir hann mjög stóra táin; það er sundlaugasveppur – og svo komu kreppur í röðum eins og kvæði eftir Káin. Súsúkí Það er eitt sem Sigga er sjúk í sem sumum finnst heldur spúkí og segja það spé að stúlkan hún sé að sarga á fiðlu í Súzúkí. Vellingur Það var eitt sinn kolbiluð kelling sem kunni að meta vel velling og ef komst hún í hval konan varð spinnigal. og af honum át heilan helling. Ballett Er hann hrópaði og hristi á sér spikið, hrelldi alla og fór yfir strikið; menn héldu það tourette en það var bara ballett sem plagaði pilt svona mikið.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.