Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 31

Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 31
31 Það var fyrir nokkrum árum að ég heyrði fyrst af því að Ísland yrði heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt árið 2011. Þá strax kviknaði sú hugmynd að það væri áhugavert að fylgjast með því með augum mannfræðingsins. Af þeirri hugmynd spruttu margar aðrar, um heim bókarinnar sem vettvang etnógrafískra rannsókna. Sameina tvær ástríður, mannfræði og bækur. Í rannsóknarleyfi í Þýskalandi síðasta haust varð sú hugmynd að veruleika.1 Bókamessur Bókamessur eru haldnar víða um heim og þeim fjölgar stöðugt. Á síðustu árum hefur verið efnt til bókamessa á jafn ólíkum stöðum og Bangkok (2003), Búkarest (2006), Höfðaborg (2006), Þessalóníku (2006), Kuala Lumpur (2008) og Vín (2008).2 Haustið 2011 var svo efnt til lítillar bókamessu hér í Reykjavík sem vonandi verður framhald á. Þær bætast í net bókamessa sem þræðir sig um heiminn allan. Elstar eru bókamessurnar í Þýskalandi, Leipzig (1946) og Frankfurt (1949) og af öllum bókamessum er sú í Frankfurt alþjóðlegust og um leið talin mikilvægust. Á fimm dögum koma þar saman allir leikendur bókaheimsins og þótt viðskipti sé drifkrafturinn, þá er menningin og fræðin allt um kring, bókin í öllum sínum myndum. Sigurður Örn Guðbjörnsson Fimm dagar í bókaheimi Mannfræðingur og bókavörður í Frankfurt Þó upphaf bókamessunnar í Frankfurt sé rakið til ársins 1949 þá liggja rætur hennar miklu dýpra, allt aftur til tólftu aldar. Til eru sögur af munkum sem komu þangað víða að og versluðu með handrit klaustra fyrir daga prents og á fyrstu öldum prentsins var Frankfurt miðstöð viðskipta með bækur. Hlutverk hennar dalaði hins vegar og í lok átjándu aldar lagðist af árlegt mót bókamanna í borginni. Á tuttugustu öld voru gerðar tilraunir til að blása lífi í bókaborgina, fyrst í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar og aftur eftir þá síðari. Það heppnaðist í seinni tilrauninni og frá árinu 1949 hefur bókamessan í Frankfurt verið haldin óslitið. Á þeim rúmu sextíu árum sem liðin eru hefur hún vaxið hratt. Fyrsta árið mættu 205 sýnendur með 8.400 titla og 14.000 gestir sóttu messuna. 60 árum síðar voru sýnendur orðnir 7.500 frá 108 löndum, titlarnir yfir 400.000 og gestir komnir yfir 280.000.3 Saga bókamessunnar er áhugaverð og endurspeglar hún ekki aðeins sögu bóka og bókaútgáfu, heldur samfélag hvers tíma. Erfiðleikar í samskiptum austurs og vesturs á tímum kalda 1. Heimsóknin á bókamessuna í Frankfurt var liður í rannsóknarleyfi höfundar til Þýskalands og Frakklands þar sem hann fór á bókamessur og heimsótti háskóla og bókasöfn. 2. Moeran, 2011. 3. Weidhaas, 2009. Fyrir utan íslenska skálann. Ljósmyndari Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.