Bókasafnið - 01.05.2012, Page 41

Bókasafnið - 01.05.2012, Page 41
41 Greinin er byggð á niðurstöðukafla lokaverkefnis til MLIS- gráðu með áherslu á stjórnun og stefnumótun í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands í febrúar 2012. Efni rannsóknarinnar er starfsánægja og líðan starfsmanna almennings bókasafna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Mark mið rannsóknarinnar var að leita svara við því hvernig þátt tak- endum rannsóknarinnar liði í starfi, hvernig þeim líkaði við starfið og hver þáttur samstarfsmanna, yfirmanns og annarra þátta starfsins er á líðan þeirra. Skoðaðir voru vefir almenningsbókasafna með tilliti til starfsmannastefnu þeirra og skilgreiningar fræðimanna á starfsánægju og hvað það er sem getur valdið óánægju í starfi. Ennfremur var leitast við að máta líðan starfsmanna inn í tveggjaþáttakenningu Herzbergs og þarfapýramída Maslows með tilliti til starfsánægju og nokkrar erlendar rannsóknir, sem fjalla um þætti sem hafa áhrif á starfsánægju bókasafnsstarfsfólks, kynntar stuttlega. Aðferðin sem notuð var í þessari rannsókn flokkast undir eigindlegar rannsóknaraðferðir. Niðurstöður rannsóknar- innar eru byggðar á viðtölum við níu konur sem starfa á almenningsbókasöfnum og endurspegla því eingöngu þeirra upplifun og viðhorf með tilliti til líðanar í starfi á almenningsbókasöfnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Rauði þráð urinn í niðurstöðunum er gagnkvæm virðing og traust. Hrós, hvatning, eftirtekt, frumkvæði, skilningur, gott upplýsingaflæði, fjölbreytileiki starfsins, nálægð við yfirmann Ragnhildur Sigríður Birgisdóttir Starfsánægja á almenningsbókasöfnum Eigindleg rannsókn á starfsánægju starfsmanna almenningsbókasafna á Stór-Reykjavíkursvæðinu og gott aðgengi að honum, samstarf við önnur söfn, léttleiki og ábyrgð er það sem ýtir undir vellíðan og gerir þátttakendur rannsóknarinnar ánægða í starfi. Lokaverkefnið í heild er á Skemmunni. Niðurstöðum er skipt í fjóra meginkafla út frá rann- sókna rspurningum (Ragnhildur Sigríður Birgisdóttir, 2012). Í fyrsta kafla koma fram viðhorf viðmælenda til starfsins og vinnuumhverfisins. Annar kafli er um viðhorf til vinnufélaga og samskipti við þá. Þriðji kafli er um viðhorf þeirra til yfirmanns safnsins. Og í fjórða kafla eru aðrir þættir sem hafa áhrif á líðan þeirra og starfsánægju. Í þessari grein er ekki farið í fræðilegan bakgrunn né vísað í einstaka viðmælendur en helstu niðurstöður kynntar lauslega. 1. Viðhorf til starfsins og starfsumhverfis Viðmælendur voru spurðir hvort einhver tiltekin ástæða væri fyrir því vali að starfa á almenningsbókasafni. Það var ekki hik á svari þeirra. Flestar svöruðu konurnar, sem rætt var við, því til að það væri vegna áhuga á bókum og notalegu vinnuumhverfinu en einnig leiddi eitt af öðru eins og starf á safni og síðan nám tengt starfinu eða öfugt. Staðsetning vinnustaðar með tilliti til búsetu skipti einnig máli því fimm af níu nefndu að fyrra bragði að það væri sannarlega kostur ef safnið væri staðsett í göngufæri frá heimili. Þær segjast allar ánægðar með starfið. Og hvort sem þær höfðu lokið námi í bókasafns- og upplýsingafræði eða ekki þá á starfið hug þeirra allan. Sumar tala um starfið sem eitthvað sem þær eiga, „vinnuna sína“, og almennt mæta þær með tilhlökkun í vinnuna og meta mikils að vinna á safninu hvort sem þær eru ánægðar með allt varðandi starfið eða ekki. Stærð vinnustaðarins og starfsmannafjöldi hefur greinilega áhrif og er misjafnt hvað hverri finnst. Þegar grannt er skoðað er þrennt sem skín í gegn. Í fyrsta lagi fer viðhorf þeirra til vinnunnar og vinnustaðarins eftir upplifun þeirra á starfinu sjálfu. Tvær þeirra segjast hafa haft ranghugmyndir um starfið á meðan þær voru í námi og höfðu enga starfsreynslu á almenningsbókasafni. Annarri

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.