Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 59

Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 59
59 bókasafnið 36. árg. 2012 Í sveitinni voru Íslendingasög urnar geymdar inní bókaskáp en skápurinn sá var inní svokallaðri baðstofu, en þar sváfum við í ríki ömmu, var lokaður með glerhurðum sem hægt var að renna til og frá. Ef að kom yfi r mann sú löngun að handfj atla eða jafnvel strjúka yfi r kilina á þessum bókum þá var amma ekki langt undan, hún heyrði þegar litlar hendur bisuðu við að ýta til hurðunum. Þessar bækur vildi hún hafa í friði, ekki það að hún læsi þær oft sjálf hún var örugglega búin að læra þær utanað. Stundum fannst mér koma óendanlega margt úr munni ömmu sem hún hafði lagt á minnið því alltaf átti hún stöku í pokahorninu, morgunbæn fyrir úfna glókolla á hlaðinu sem voru á leiðinni út í daginn eða jafnvel langan ljóðabálk þegar lá við dauðans alvöru og hættan liðin hjá, þá leitaði hún í Matthías og blessaði mann bak og fyrir. Í jólafríinu hlustaði ég andaktug og skelfi ngu lostin á föðurbróður minn kyrja fyrir mig Grýlukvæði eftir Stefán Ólafsson, sá þetta allt fyrir mér á meðan hann þrumaði kvæðið ótrúlega glottaralegur. Ég lærði að lesa með bandprjónsaðferðinni og það voru langar seturnar á græna sófanum í háhýsinu með móður minni þar sem ég ók mér og hugsaði til krakkanna utandyra. Sennilega þurfti að drífa í þessu af því að það átti að senda mig í tímakennslu til séra Árelíusar sem bauð uppá nokkurs konar upphitun á hverju vori fyrir þá sem hófu skólagöngu að hausti. Eftir að ég komst að leyndardómi þessara tákna fannst mér þetta leikur einn. Það rann upp fyrir mér ljós, ég áttaði mig á um hvað þetta snerist, uppgötvaði leyndardóm mynstursins. Mér fannst sem ég kynntist orðunum hverju og einu og þekkti þau aftur þegar ég rakst á þau. Fyrst kynntist ég stuttu orðunum síðan þeim lengri, hraðinn jókst og mér veittist aðgangur að nýjum víddum. Til Árelíusar þrammaði ég síðan hreykin með hliðartösku um öxl með mynd af Mikka mús og félögum, sem fékkst eftir mikinn grát í skólavörubúðinni efst á Laugarveginum. Ég komst í tæri við ákafl ega heillandi en jafnframt skelfi legar bókmenntir í tímakennslunni. Eftir að við höfðum stritað við að skrifa stafi og hemja ótamda fi ngur á beinum línum, föndri, mismunandi hressilegu stauti, þá var lesið fyrir okkur. Ég beið í ofvæni eftir lestrarstundinni og fann hvernig ég togaðist inní annan heim þar sem bjuggu ræningjar í helli einum í mið Evrópu, dökkir á hörund og höfðu í haldi ungan bjarthærðan pilt sem ekki fékk að sjá dagsljósið. Þó að oft hefði ég sungið um tíu litla negrasráka þá hreyfðu þeir engan veginn við mér eins og þessi ungi piltur gerði sem og frásögnin af misgóðum félögum hans. Áhrifi n voru í senn hrollur og sæla, ógleymanleg kynni og lykill að framandi slóðum. Bókasafnið var við túnfótinn á háhýsinu og þar eyddi ég heilu og hálfu dögunum, ég man enn eftir andrúmsloftinu og lyktinni af bókunum. Lata stelpan og sögurnar af Hjalta litla héldu mér algerlega fanginni, Lína langsokkur var ólíkindatól en Ævintýrabækurnar, Nancy og félagar fóru síðan með mig til útlanda. Ég leitaði því snemma á náðir bóka, komst á fl ug inní nýja heima og var því fegnust á unglingsárunum í sveitinni þegar rigningin glumdi á þakinu og ekki hægt að vera í heyskap en ég drakk í mig lífi ð á götum Parísar og skálaði í Calvados eplakoníaki með söguhetjum Sigurbogans. Það þótti samt miður gott að vera bókaormur í sveitinni og verst var að láta grípa sig með Tímann í tíma og ótíma, það kallaðist að slæpast. Sóleyjarkvæði er ennþá í fersku minni, boðskapurinn, föðurlandsástin og togstreita þess tíma, með tónlistinni varð þetta að hunangi og sungið endalaust. Þegar ég fór síðan að kynna bækur fyrir börnunum mínum tók ég það mjög alvarlega, við vorum lengi í útlöndum og ég með arfi nn í rassvasanum. Ég lá með þeim yfi r dásemdar- bókum frá Þórarni Eldjárn, sögunum um Alla Nalla og Einar Áskel ásamt söngvum sem aldrei voru langt undan. Ég lék söguna um Glókoll en Guttavísur þegar þau voru óþekk og söng fyrir þau ættjarðarsöngva fyrir svefninn, þau áttu algerlega að vera í stakk búin til að hoppa inní íslenskt samfélag! Í dag kenni ég unglingum og reyni eftir fremsta megni að fá þau til að kveikja á lestri góðra bóka en það er vandasamt kapphlaup við tölvuna sem aðalleikfang. Ég verð alltaf jafn himinsæl þegar þau uppgötva leyndardóma lestursins, þegar þau gleyma sér og njóta. Kátust er ég þegar þau koma til mín og segja: ,,Ingibjörg, af hverju sagðir þú mér ekki hvað þetta er skemmtileg bók.“ Þá veit ég að þau eru komin á bragðið, björninn unninn og þau sjá síðan um næstu skref. Að gleyma sér í skræðunum Ingibjörg Ingadóttir Bækur og líf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.