Bókasafnið - 01.05.2012, Page 60
60
bókasafnið 36. árg. 2012
Ég var eitt af þeim börnum sem lærði að lesa mjög snemma.
Foreldrar mínir þurftu aldrei að hafa fyrir því að sitja með mér
tímunum saman og kenna mér hljóð stafanna eða að lesa.
Þetta bara kom af sjálfu sér. Sum börn eru bara þannig. Mín
fyrsta minning tengd bókum er þó þegar þau voru að lesa
fyrir mig og segja mér sögur, áður en ég fór að lesa þær sjálf.
Þegar ég var lítil var bókin um Mola litla Flugustrák eftir
Ragnar Lár, teiknara og blaðamann, lesin mikið. Um Mola komu
út nokkrar bráðskemmtilegar bækur sem ég las spjaldanna á
milli eftir að ég fór að stauta sjálf og eru myndirnar í bókunum
alveg frábærar, í einfaldleika sínum segja þær svo miklu
meira en mörg orð eins og auðvitað góðum barnabókum
sæmir. Á myndirnar gat maður horft tímunum saman og
bókstafl ega dottið inn í atburðarásina. Systurnar Maddit og
Beta (Astrid Lindgren) komu síðar inn í líf mitt og voru mitt
uppáhalds fram að unglingsárum. Las ég margar bækur um
ævintýri þeirra systra og fyrir nokkru fann ég eina þeirra í
pappakassa inn í bílskúr sem var orðin þvæld og vel lesin. Ég
mundi nákvæmlega eftir sögunni og myndirnar voru eins og
myndir úr fj ölskyldualbúminu, ég þekkti þær svo vel. Ég las
síðan söguna með 7 ára dóttur minni sem hafði svo gaman
af að eldri systir hennar heimtaði að fá að taka hana með sér í
skólann til að lesa. Margir hafa efl aust svipaða sögu að segja,
máttur bókanna og minninganna er mikill. Að lesa góða bók
gefur manni heilmikla andlega hugarró og nærir sálina á sama
tíma. Sumar bækur fá mann til að hlæja, aðrar til að gráta og
enn aðrar til að líta lífi ð öðrum augum. Sumar bækur hafa öll
þessi áhrif á lesandann. Enginn upplifi r sömu bókina eins.
Lengi býr að fyrstu gerð eins og máltækið segir og byrjar
lesturinn heima hjá börnunum. Sögustund milli foreldris
og barns styrkir þessi mikilvægu tengsl. Að lesa fyrir börn
venur þau á að hlusta, veitir öryggi, hlýju og nálægð. Með
fyrstu bókum sem barn fær lærir það að fi nna gleðina með
sögupersónum, setja sig í spor annarra og skilja gildi grimmdar
og góðmennsku og muninn þar á milli. Færni í lestri liggur
í rótum fyrstu æviára þeirra og segja má að við foreldrarnir
séum mikilvægustu mótunaraðilarnir og fyrirmyndir þeirra
þegar kemur að lestri. Fjölskyldur sem skapa með sér lestrar-
hvetjandi hefðir og halda þeim óháð aldri barnsins auka líkur
á að barnið haldi lestraráhuganum seinna meir.
En tímarnir breytast og mennirnir með. Samfélagið hefur
tekið miklum breytingum frá því amma og afi voru ung, eða
bara frá því að við sjálf vorum börn. Hér áður fyrr var lestur
hluti af daglegu heimilislífi og félagsleg samskipti í tengslum
við lestur voru mikil. Á tíma tæknialdar hefur lestraráhugi
barna og unglinga minnkað og lestur bóka og dagblaða
dregist saman, á meðan sjónvarpsáhorf og tölvunotkun
hefur aukist. Það þarf nú varla sérfæðing til að segja okkur
það, að getu ungmenna í lestri hefur hrakað, á meðan þessi
þróun hefur átt sér stað. Margir unglingar í dag eru stirðlæsir
og lesa sjaldan eða aldrei sér til dægrastyttingar. Vissulega
hefur skólinn áhrif á bóklestur barna og unglinga, en þar fyrir
utan fer lítið fyrir lestri. Ungt fólk eyðir tímanum fyrir framan
tölvu- og sjónvarpsskjái og leitar frétta á netmiðlum frekar en
í dagblöðum. Það tekur þátt í fréttamiðluninni með bloggi og
er virkt á samskiptasíðum eins og til dæmis Fésbókinni.
Við sem erum fl uglæs og tökum lestri sem sjálfsögðum
hlut, eigum ekki auðvelt með að setja okkur í spor þeirra sem
eru stirðlæsir eða ólæsir. Það er sennilega erfi tt að komast í
gegnum lífi ð án læsi, því við skynjum svo margt í gegnum
lesturinn. Flest öll menntun, kunnátta og þekking tengist
læsi á einhvern hátt. Lestrarkennsla og lestrarþjálfun barna
og unglinga er því mikilvæg fyrir lífi ð. Allsstaðar erum við að
lesa, eitthvað ómeðvitað, allan daginn. Að fá að læra að lesa
eru forréttindi og við foreldrar megum ekki sofna á verðinum.
Virkjum þau í lestrinum. Höldum áfram að hvetja börnin okkar
til lesturs, þó svo að þau séu nú jafnvel að breytast í unglinga.
Börn sem hafa góðan aðgang að bókum lesa frekar en
önnur. Drögum þau með okkur á bókasöfnin, bókabúðir og
bókamarkaði. Sýnum áhuga á bókum sem höfða til þeirra, eða
lesum jafnvel sömu bók og þau og ræðum hana svo saman.
Hjálpum þeim að fi nna hið sérstaka næringargildi sem við
fáum úr bókmenntum. Nærum þau upp úr bókum.
Bækur og líf
Næring bóka og lesturs
Drífa Viðarsdóttir