Bókasafnið - 01.05.2012, Page 66

Bókasafnið - 01.05.2012, Page 66
66 bókasafnið 36. árg. 2012 Anna Björg Sveinsdóttir útskrifaðist með B.Ed.-gráðu frá KHÍ árið 1984. Hún lauk starfsréttindanámi í bókasafns- og upplýsingafræðum frá HÍ 1998 og síðar MLIS-prófi 2006 frá sama skóla. Anna Björg hefur starfað við kennslu í yfi r tuttugu ár en þar af um fi mmtán ár sem forstöðumaður skólasafns Kópavogsskóla. Anna Björg starfaði í Félagi skólasafnskennara og var formaður þess um tíma. Nú er hún í Félagi fagfólks á skólasöfnum. Arnar Óðinn Arnþórsson er nemi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands og starfar á Bókasafni Kópavogs. Astrid Margrét Magnúsdóttir er MA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Loughborough University, Englandi, árið 2000. Hún hefur starfað sem forstöðumaður upplýsingasviðs Háskólans á Akureyri frá 2007 og setið í stýrihóp NordINFOLIT frá 2001, sem formaður frá 2010. Christina Tovoté starfaði við háskólabókasafnið í Stokkhólmi til ársins 2010 sem námsstjóri (pedagogisk utvecklare), bar ábyrgð á innleiðingu kennslu í upplýsingalæsi við háskólann og var formaður stýrihóps NordINFOLIT frá 2001-2010. Drífa Viðarsdóttir er ferðamálafræðingur. Einar Ólafsson er með BA-próf í bókmenntum og sagnfræði og vinnur á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Gróa Finnsdóttir hefur BA-próf í almennri bókmenntafræði ásamt BA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði og 24 ára reynslu sem fagstjóri bóka- og heimildasafns Þjóðminjasafns Íslands. Halla Ingibjörg Svavarsdóttir er kennari við Lækjarskóla í Hafnarfi rði. Hún er með B.Ed.-gráðu frá KHÍ frá árinu 1989 og hefur starfað sem kennari síðan. Lauk MLIS-námi í bókasafns- og upplýsingafræðum í júní 2011 frá Háskóla Íslands. Ingibjörg Ingadóttir er kennari við Menntaskóla Borgarfj arðar. Ingvi Þór Kormáksson er bókasafns- og upplýsingafræðingur og vinnur á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Kristín Bragadóttir er doktorsnemi í sagnfræði. Ragnhildur Sigríður Birgisdóttir lauk í febrúar 2012 MLIS-ptófi í bókasafns- og upplýsingafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með B.Ed.-gráðu í textílmennt og almennri kennslu frá KHÍ og hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun á landsbyggðinni. Siggerður Ólöf Sigurðardóttir er grunnskólakennari með B.Ed.-gráðu frá 1988 og með viðbótarmenntun í bókasafns- og upplýsingarfræðum MLIS frá 2011. Hún hefur starfað við Hjallaskóla í Kópavogi í um 17 ár og önnur tvö ár í sama skóla undir nýju nafni, Álfhólsskóla. Hún vinnur sem forstöðumaður skólasafns í Þekkingarsmiðju Álfhólsskóla. Siggerður hefur gegnt formennsku í Félagi fagfólks á skólasöfnum síðan 2007 ásamt því að sitja í stjórn IBBY á Íslandi síðustu tvö árin. Sigurður Örn Guðbjörnsson er mannfræðingur og vinnur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Sindri Freysson er rithöfundur. Stefanía Arnórsdóttir er með kennsluréttindi og BA-gráðu í þýsku og rússnesku og hefur lokið námi í skólasafnsfræði. Frá 2001 til 2012 hefur hún annast upplýsingaþjónustu og notendafræðslu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Sveinbjörg Sveinsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Landskerfi s bókasafna hf. frá árinu 2006. Sveinbjörg er menntuð sem rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og Technische Hochschule Darmstadt í Þýskalandi (Dipl. Ing.). Hún er vottaður verkefnastjóri og hefur lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu. Höfundar efnis

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.