Húnavaka - 01.05.2007, Page 17
IIUNAVAKA
15
frá Bíldudal á reknet. Við
þvældumst víða þetta
sumar, nteðal annars
komum við hingað til
Skagastrandar og lönduð-
um síld.
Þetta sumar þénaði ég
vel og mig minnir að hlut-
urinn hafí verið 14.700
krónur, á svona tveimur
mánuðum.
Um liaustið íluttu for-
eldrar rnínir að Katanesi í
Hvalfirði og voru þar um
veturinn. Þá hr ingdi móð- Sigwjón ogAbbý meb Katrínu litla.
urbróðir minn, Hjörtur
Hjartarson, í mig en hann
var þá skipstjóri á bát sem var nýkominn til Skagastrandar og hét Höfða-
klettur og þar vantaði mann. Hérna fyrir norðan var ég svo um haustið
fram aðjólum á línu en fór þá suður. Hvað suðurferðina varðaði þá man
ég það að það voru miklir snjóar á landinu. Eg lagði af stað frá Skaga-
strönd um tíuleytið um morguninn inn á Blönduós í veg fyrir rútuna. Jó-
liann Pétursson á Lækjarbakka keyrði mig á Unimoq sem hann átti og sú
ferð tók hátt í þrjá tíma. Rútan lagði svo ekki af stað frá Blönduósi fyrr en
um fimmleydð og í Katanes var ég kominn klukkan sjö næsta morgun, á
Þorláksmessu.
Heinta stoppaði ég ekki lengi, eitthvað frarn í janúar og dundaði mér
við að lesa Islendingasögurnar. Þá vantaði vetrarmann á bæ einn í sveit-
inni og ég réði mig þangað og sá þar um I 10 fjár og mjólkaði sjö kýr
fram á vor. En þá lá leiðin aftur á sjóinn á síld, í þetta sinn á Sigurð Pét-
ur, 180 tonna bát í eigu Einars Sigurðssonar ríka. Báturinn var með
snurpunót sem kallað var. Hringnótin var þá farin að ryðja sér til rúms og
munurinn á snurpunót og hringnót var sá að á hringnódnni var pokinn
á endanum á nódnni og notaður einn bátur en á snurpunódnni voru
notaðir tveir bátar og pokinn á nótínni var í miðjunni. Eg var því, vil ég
segja, svo heppinn að fá að kynnast þessari veiðiaðferð þar sem að þetta
var síðasta sumarið sem snurpunót var notuð og þá aðeins á 2-3 bátum.
A Sigurði Péturssyni voru 18 manns í áhöfn, 16 karlmenn og tvær kon-
ur sem voru kokkar. Það voru svona margir á þessum bátum sem voru á
snurpunót en á hringnódnni voru aðeins 9-10 manns. A reknetum voru
7-8 manns.
Þetta sumar gekk alveg hræðilega illa, við fiskuðum aldrei nokkurn
skapaðan hlut, alveg sama hvað við köstuðum og köstuðum á síld. Við
vorum alltaf að sjá síld og yfirleitt var þá kastað á vaðandi síld en við feng-
um aldrei neitt og það var nú bara fyrir það að nótin var kolvitlaus, hún