Húnavaka - 01.05.2007, Page 28
26
HÚNAVAKA
Félagslíf og fleira tómstundagaman
Ég hef haft gaman af að lifa og taka þátt í samfélaginu. Eitt sinn var ég
beðinn um að vera stjórnarformaður í Hólanesi hf. og ætlaði bara að
vera eitt ár en þau ár urðu átján. Þar starfaði ég með tveimur fram-
kvæmdastjórum, Steindóri Gíslasyni og Lárusi Ægi Guðmundssyni, níu
ár með hvorum. Einnig var ég í stjórn Rækjuvinnslunnar og eitthvað í
hafnarnefnd og þess háttar.
Hvað tómstundagaman varðar þá plataði Kristján Hjartarson, frændi
minn, mig og fleiri til þess að syngja í karlakór við messu á sjómanna-
degi. Sá siður
að karlakór
syngi á sjó-
mannadegin-
um hefur
haldist síðan.
Eftir þetta hóf
ég einnig að
syngja með
kirkjukórnum
þegar tími gafst
til og þá fór
maður að hafa
gaman af þessu,
ekki síst félags-
skapnum. Þetta
gerði ég í dálít-
inn tíma en svo
hætti ég. Þá byrjaði konan mín í kórnum og svo byrjaði ég aftur og við
erum búin að syngja þarna mjög lengi.
Síðan gerðist það um það leyti sem ég varð sextugur að Michael Jón
Clarke, breskur Islendingur frá Akureyri, var ráðinn stjórnandi
kirkjukórsins. Hann var söngkennari og þá datt mér sú vitleysa í hug að
byija að læra söng. Því hélt ég áfram í þrjá vetur, fyrst hjá Mikka og svo
Þórhalli Barðasyni, eftir því sem ég gat mætt vegna sjómennskunnar. Ég
gerði þetta nú ekki fyrir það að ég væri svo mikill söngvari, það vissi ég
fyrir, heldur vildi ég kynnast þessu, hvaða tækni lægi á bak við þetta, var
bara forvitinn.
Nú, maður hefur prufað ýmislegt, eitt sinn kom upp það æði á
Blönduósi að læra að íljúga, þetta var líklega árið 1985. Nú, ég hreifst af
þessu og byrjaði þarna manna elstur af þessum strákum og þetta var bara
helv... gaman. Við fengum kennara til að kenna okkur að fljúga en þegar
bóklegu fræðin voru kennd þá gat ég ekki verið með vegna sjómennsk-